Fálkinn


Fálkinn - 03.04.1963, Blaðsíða 7

Fálkinn - 03.04.1963, Blaðsíða 7
Við erum bæði fimmtán ára og í sama skóla. En svo skeð- ur það um daginn, að hann vill ekkert með mig hafa. Þegar ég hringi heim til hans þá skellir hann bara á mig og í skólanum læzt hann ekki sjá mig. Ég er mjög hrifin af honum. Hvað á ég að gera? Pála. Svar: Hvernig vœri að beita þennan ágæta herra ofurlitlum brögð- um: Hætta að reyna aö ná sam- bandi viö hann i gegnum síma, látast ekki sjá hann í skólanum, gefa sig aö öörum strákum. Ætli liöi þá á tpngu, þar til hann færi aö reyna aö nálgast þig aftur. Þá skal þér ráölagt aö láta liann sigla sinn sjó, því hann er ekki piltur, sem hægt er aö treysta. Skilaboð. Háttvirta Pósthólf. Það er mjög bagalegt að hringja í opinberar stofnanir og biðja fyrir skilaboð til manna, sem ekki eru við, og svo er þeim ekki skilað. Þetta geta oft á tíðum verið mjög áríðandi skilaboð og komið sér mjög illa ef þeim er ekki komið áleiðis. Maðurinn minn vinnur á opinberri skrifstofu og það kemur stundum fyrir, að ég hringi og bið fyrir skila- boð sem síðan er ekki skilað. Það er varla svo mikið að gera á þessum skrifstofum að ekki sé tími til að inna af hendi slíkt lítilræði. Ein móðguð. Svar: Sjálfsagt getur þetta komið sér bagalega, en okkur finnst nú aö maöurinn þinn gæti veriö viö einstöku sinnum þegar þú hringir. Um nýju framhaldssöguna. Kæri Fálki! Ég er ein af þeim sem kaupi reglulega Fálkann. Mér hefur yfirleitt líkað vel við blaðið og sérstaklega fram- haldssögurnar. Nú er nýbyrj- uð hjá ykkur saga og mér virðist hún ekki ætla að verða af verri endanum. Það verður gaman að fylgjast með þess- ari sögu. D. B. Hvers vegna. Hvers vegna eru flestir reiðir sem skrifa Pósthólfinu? Hvers vegna geta menn ekki látið liggja vel á sér og sagt eitthvað skemmtilegt. Mér finnst það hljóti að vera hægt að skrifa Pósthólfinu þótt það liggi vel á mönnum. Stebbi. Svar: Þú hefur nú ekki veriö í sunnudagsskapinu þínu þegar þú skrifaöir þetta bréf Stebbi minn. Láttu nú fýluna rjúka úr þér og sendu okkur svo Unu. Myntsöfnun. Kæri Fálki! Getur þú ekki gefið mér upplýsingar um hvert ég ætti helzt að snúa mér til að fá upplýsingar um myntsöfnun, hvernig mynt er safnað og hvað til eru margir peningar íslenzkir. Guðjón. Svar: Viö ráöleggjum þér eindregiö til aö skrifa tómstundaþætti Út- varpsins. Sá sem veitir honum forstööu, Jón Pálsson, gæti áreiöanlega gefiö þér allar nauö- synlegar upplýsingar. Að naga á sér neglurnar. Kæri Fálki! Hvað á ég að gera til að venja mig af að naga á mér neglurnar? Ég hef reynt mikið til þess en ekki tekist ennþá. Vonandi getur þú ráð- lagt mér eitthvað í málinu. Kiddi. Svar: Reyndu aö lakka á þér negl- urnar og ef þaö dugatr ekki faröu þá til lœknis. Svar til Palla. Þú skalt láta hana eiga sig og eftir tvö eða þrjú ár muntu sjá, að það var hið eina rétta. Svar til Þóru. Það eina, sem þú getur gert, er að fara til læknis, því aðr- ir munu ekki bera skyn á þessi mál, — og raunar furðu- legt, að þú skulir ekki hafa gert það fyrir löngu. Hrútsmerkiö (21. marz—20. april). Þér verðið fyrir mótlæti í ákveðnu máli oj; margt. fer öðruvísi en þér höföuð óskað yður ok vonað. En atburðir þessir eru engan veginn bungir á metaskál- unum. Þá á eftir að koma í ljós síðar, að þér hafið verið of viðkvæmur fyrir beim og tekið yður bá allt- of nærri. NautsmerkiS (21. apríl—21. maí). Að undanförnu hefur verið dálítið leiðinlegt timabil í lífi yðar, en senn fer að birta t.il off í bessari viku sést prreinilegur vottur þess. Þér hafið átt í hörðum deilum og hafið látið hart mæta hörðu. Nú gerist ýmis- legt, sem veldur bví, að bér sjáið hlutina í réttu ljósi. TvíburamerkiS (22. maí—21. júní). Strax í byrjun vikunnar verðið bér fyrir meðlæti, en varizt að láta bað ekki verða til bess, að þér hættið að gera miklar kröfur til sjálfs yðar. Einungis með miklum sjálfsaga og einbeitingu næst sá árangur, sem þér keppið að, og ennþá er nokkuð langt í land. Krabbamerkið (22. júní—22. júlí). Þér neyðist. til að beita ákveðna manneskju, sem er yður mjög náin og kærkomin, dálítilli hörku í þess- ari viku. Þér fáið ef til vill samvizkubit út af hegðun yðar, en hún var óhjákvæmileg eins og á stóð. Látið allt baktal og slúður um atburð þenna sem vind um eyrun bjóta. LjónsmerkiS (23. júlí—23. áffúst). Stjörnurnar sjá ýmislegt., sem gerist í lífi yðar í næstu viku og verður yður ekki hagstætt. Þó eru engin alvarleg eða meiri háttar áföll í vændum og í viku- lokin eigið bér að fá að minnsta kosti eitt tækifæri, sem þér æt.tuð að geta notað yður. JómfrúarmerkiS (21. ápúst—23. september). Þér eruð innhverfur og hlédrægur og eigið erfitt með að tala við aðra um vandamál yðar. Þér ættuð að reyna eftir beztu getu að opna hug yðar fyrir einhverjum vini yðar. Það mun gera yður lífið til muna létt.bærara og leysa sum af erfiðustu vandamál- um yðar. Vogarskálarmerkið (21. september—23. október). Hamingjan verður yður hliðholl í þessari viku, bros- ir beinlínis við yður og allt leikur í lyndi. Sérstak- lega verður það undir lok vikunnar, sem gleðilegir atburðir gerast. Þér verðið að sjálfsögðu í sjöunda himni og ættuð ekki að lofa öðrum að eiga hlutdeild í gleðinni. Sporðdrekamerkið (21. október—22. nóvember). Það kemur sér sannarlega vel fyrir yður í þessari viku, að þér eruð gæddir töluverðri kímnigáfu. í vik- unni lendið bér í dálítið spaugilegri aðstöðu, sem þó hefur það í för með sér að vandamái, sem hefur valdið yður miklum áhyggjum, leysist giftusamlega. Bogamannsmerkiö (23. nóvember—21. desember). Talið ekki um sigra yðar, fyrr en bér hafið unnið þá. Þér verðið illilega fyrir barðinu á háðskum kunn- ingjum yðar ef þér talið mikið um þau afrek, sem bér ætlið að vinna, en alls ekki er útséð um að takist. En haldið samt áfram að vinna að settu marki. Þér eruð á réttri leið. Steingeitarmerkið (22. desember—20. janúar). Þetta verður hin ákjósanlegasta vika og margar gamlar óskir rætast, óskir, sem þér hafið óralengi alið í brjósti. Varast skylduð þér þó, að treysta um of á manneskju, sem þér álítið góðan vin yðar. Það er sjaldan öðrum að treysta en sjálfum sér. Fjármálin verða erfið þessa viku. VatnsberamerkiS (21. janúar—19. febrúar). Þér skuluð láta af einstrengingshætti yðar og vera ögn eftirgefanlegri í samskiptum yðar við ákveðna manneskju. Þolinmæði og ofurlítið smjaður getur komið sér vel í ákveðnum tilgangi, bótt hið síðar- nefnda sé vissulega hvimleitt.. Dökkhærður maður gerir yður lífið brogað í vikulokin. Fiskamerkið (20. febrúar—20. marz). Miðvikudagur og fimmtudagur verða dagar mikilla tækifæra, en bó einungis ef bér eruð fljótur að hugsa og vel á verði. Þér lendið í vikulokin í sérkennilegu og skemmtilegu ævintýri með áhrifamikilli persónu, sem þér hafið lengi haft áhuga á að kynnast. falkinn 7

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.