Fálkinn


Fálkinn - 03.04.1963, Blaðsíða 8

Fálkinn - 03.04.1963, Blaðsíða 8
FOLK A RAUÐU UÓSI Myndirnar, sem fylgja þessari athyglis- verðu grein, tala sínu máli. Þær eru allar teknar í miðbæ höfuðborgarinnar og sýna glöggt hvernig allar reglur eru þverbrotnar bæði af ökumönnum og vegfarendum. Þjóðkunnur maður hefur sagt, að það væri hættulegra að ganga yfir Austur- stræti en klífa á Heklu. Það er mikill sannleikur íólginn í þessum orðum. Fyr- ir nokkrum áratugum var Reykjavík rólegt sjávarþorp þar sem ekki voru önnur ökutæki en hestvagnar og hávaði ekki annar en frá fyllirónum syngjandi um nætur. Nú er þetta breytt. Sjávar- þorpið á bakkanum upp af víkinni er óðum að taka á sig svip stórborgarinnar Þúsundir bíla renna nú eftir götunum í stað hestvagna og söngur fylliróna er að hljóðna. Svipmót fólksins og borg- arinnar er alltaf að breytast. Það verður ekki deilt um hagnýti bíla. En samfara miklu notagildi hafa þeir skapað mikið vandamál. Ógætileg meðferð þeirra veldur daglega slysum á mönnum og jafnvel dauða. Og það er aldrei að vita hver fellur næstur. Yfir Austurstræti verður ekki lengur gengið án þess að gætt sé að umferðinni. Þeir sem ekki gæta að sér eiga á hættu að falla og bera bein sín í hjarta mið- borgarinnar. Þeir hafa fallið fyrir vél- tækni nútímans. Menn setja reglur og brjóta þær. Löggjafinn setur reglur um hvernig menn eigi að aka bílum sínum og hvernig fólk skuli ganga á götunum. Svo brjóta menn reglur með misjöfnum hætti og með misjöfnum árangri. Bæði á þetta við akandi menn og ::::i:;;; V *

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.