Fálkinn


Fálkinn - 03.04.1963, Blaðsíða 13

Fálkinn - 03.04.1963, Blaðsíða 13
ara þurfti til að beita einni sauðkind og 40 eða meira fyrir hyrnda stórgripi. Hann hlustaði á það, sem allir sögðu og leit á nokkrar jarðir. Þær höfðu verið nytjaðar til hlítar og verðið var óheyrilegt. Þá hafði hann keypt litla, gráa fákinn og riðið út um allar trissur. honum lá ekkert á. Hann kunni vel við sig hér. Landið var bert, hrjóstrugt og flatt, nema hvað lág hæðadrög og einstakir hólar risu upp úr brúnni flatneskjunni hér og hvar. Þetta var grýtt land, þakið vatnslúinni lausamöl, sem í voru steinvölur á og allt upp í hnullunga á stærð við nögl á litla fingri eða stærð við höfuð manns. Eftir dagleið á hestbaki í eyðimerkurrykinu, hafði hann farið inn á barinn dag nokkurn til að fá sér bjór. Þegar hann lagði frá sér glasið, heyrði hann gamlan bónda, sem var orðinn að sólþurrkaðri, lifandi múmíu, segja: „Þið haldið, að þið séuð lausir við þá, en þeir birtast aftur og þið getið ekki skotið þá, eins og i gamla daga.“ „í gamla daga“ þýddi þýzku dagana fyrir heimsstyrjöldina fyrri. Þetta var eitthvað, sem kom honum á sporið; gæfu- merki sem hann var að leita. Schalk du Bois gekk til gamla mannsins og rétti fram höndina. „Du Bois,“ sagði hann „Og. þú ert Meneer Braun, geri ég ráð fyrir.“ Hönd gamla mannsins var þurr viðkomu, hörð, næst- um köld. Það var eins og að halda á skriðdýri. Þetta var maður, sem gat ekki svitnað lengur — ekki blætt lengur. Maður gamla tímans, upp- þornaður eins og bein. „Svo að þeir eru komnir aftur,“ sagði hann. Hann hafði ekki hugmynd um, Framh. á bls. 28. pXlkinn 13

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.