Fálkinn


Fálkinn - 03.04.1963, Blaðsíða 14

Fálkinn - 03.04.1963, Blaðsíða 14
EFTIR STEFAN HELGA AÐALSTEINSSON „Nei, nei, Gylfi, við skulum ekkert fara strax. Það er ágætt að sitja hérna og spjalla.“ Það var Björn, sem talaði. Pétur horfði yfir borðið á vini sína tvo. Þeir þrír höfðu alltaf haldið saman frá því þeir kynntust fyrst í barnaskóla. „Segðu mér Pétur,“ spurði Gylfi, „hvers vegna hættirðu á lagernum?“ „Ég komst að raun um að ég hafði engan áhuga á þessu. Ég var hættur að nenna því, svo að ég flýtti mér að verða á undan að segja upp.“ „En þú ert ekki búinn að fá neitt annað að gera, er það?“ „Nei.“ „Hvað hyggstu fyrir?“ „Ég veit það ekki.“ móti götunni verða eins og forvitin augu og háðið skín út bárujárnsklæddum andlitsdráttunum. Ef þau gætu gert eitthvað annað en að standa svona þögul og glottandi, til dæmis að klóra sér í þak- skegginu og hlæja hátt og hressilega. Það er annars einkennilegt, hve misjafnlega menn túlka afstöðu hluta gagnvart sjálfum sér, þessum kjarna, sem heimur einstaklingsins er ofin utan um. Pétri fannst sem hann væri að stíga ofan á sjálfan sig, þegar hann kramdi sígarettuna undir hælnum. „Bless,“ og hann herti gönguna, en sjálfsvirðing hans veinaði undan smellum skósólanna við gang- stéttarhellurnar. Pétur hætti að stara á spegilmynd sína í búðar- gluggunum og rölti niður Laugaveginn. Það versta var að hafa enga afsökun tiltæka handa Li- nJ d Jzn c=r “nJ d Jn „Veiztu það ekki?“ Gylfi lyfti augabrúnunum undr- andi. ,Heyrðu annars. Við skulum taka fimm mínútur fyrir bílinn,“ sagði Björn. Sinaberar hendur fletta blöðum og miskunnarlaus rödd afleiðinganna les, en samvizkan kippist við þrum- andi raustina. „Þú ert aumingi. Að láta sér detta það í hug, að segja upp öruggri atvinnu til þess að yrkja ljóð. Hættu þessari vitleysu, þótt þú þykist geta það. Þú hefur ekkert gert í heila viku, sofið fram undir há- degi og afsakað iðjuleysið við kunningjana. Ef þú hefðir nú einhverja afsökun. Nei. Þú þorir ekki að skrifa af hræðslu við það, að þú getir ekki tjáð hugs- anir þínar rétt á pappírnum. Þú ert hræddur um að þér takist ver upp en áður. Og svo þorir þú auk þess ekki að sækja um þá atvinnu, sem þú hefur hug á, af ótta við að fá nei. Þú hugsar sem svo: „Á meðan ég fæ ekki nei, hef ég von, og á meðan ég hef von, hef ég möguleika.“ „Hættu þessu og farðu að vinna.“ „Ég þoli það ekki lengur,“ hugsaði hann, á meðan hann tróð fötunum ofan í sjópokann. „Þetta er bezta lausnin.“ Og hann gekk út í dimmt vetrarkvöldið með frost- bitru og stórum, hvítum snjóflygsum, sem flögruðu um andlit hans, og skildu eftir rakt hörund. Þær voru eins og margir litlir kveðjukossar, framkvæmdir með flýti þess, er lítur á tímann sem aðalatriði. Pétur sveiflaði pokanum yfir öxlina, og veturinn stráði köldum kossum sínum yfir borgina. Jafnvel öskutunnurnar fengu sinn hlut, líkar skemmdum neðrigómi, þar sem þær stóðu í röð við húsveggina. Heilar og holar tennur. Hann stanzaði til þess að kveikja sér í sígarettu. Þegar dimm húsasund glotta svona við manni, verða húsin sjálf einnig lifandi. Þessi litlu, gömlu tvílyftu hús öðlast persónuleika. Tveir gluggar á kunningjunum. Það var óðs manns æði, að segja þeim, að hann ætlaði að verða skáld. Þeir mundu líta á hann sem eitthvert viðundur og segja: „Af hverju gengurðu ekki tötraklæddur um bæinn? Hvers vegna læturðu þér ekki vaxa skegg? Þú sést aldrei uppi á Mokka. Vinur minn, þetta er úrelt hugsjón." Þetta voru eðlilegar setningar. Nú á dögum eru skáldin ekki virt fyrir verk sín. Nú eru þau svo til eingöngu metin eftir andkannan- legu útliti. Einu sinni var aldingarður, sem lýðurinn virti fyrir sér með velþóknun, en einu sinni er ekki núna. Nú eru aðeins nokkrir hár og skeggprúðir menn í þessum garði. Þeir halda að þeir séu frumlegir, og sá fræj- um sínum á báða bóga. En það sem þeim finnst vera frumleiki, kalla aðrir geðveiki. Menn glotta og henda gaman að listamönnunum, sem halda, að þeir séu misskildir vitringar, langt á undan sinni samtíð. Nú eru skáldin lokuð inni í garðinum, því að almennings- álitið hefur læst hliðinu. Fræin bíða síðbúinnar sólar- upprásar, en hinir misskildu vinna sér til hita í hroll- kaldri veðráttu vanþóknunarinnar. „Það er bezt að hætta heilabrotum og fara að koma sér heim.“ Pétur gekk upp í Bergstaðastrætið. Hann kannaðist vel við húsin hérna. Þau buðu honum góðan daginn á morgnana, og í hádeginu sögðu þau: „Verði þér að góðu,“ þegar krakkarnir léku sér á gangstéttinni með bíla og sippubönd. Nú sögðu þau ekkert, bara góndu sviplaus út í myrkrið. Eiginlega voru það húsin, sem þekktu hann. Nei, það þurfti enginn að ætla sér að lifa af ljóða- gerð, eins og málin stóðu. Skáldskapargáfan og þörfin til þess að yrkja, voru kvillar, sem bar að uppræta hið bráðasta. „Bara að ég fengi þessa vinnu,“ hugsaði hann. „Hún er skemmtileg, andlega þroskandi, og auk þess fengi ég frið til þess að sinna áhugamálum mínum. Þá væri 14 fXlkinn

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.