Fálkinn


Fálkinn - 03.04.1963, Blaðsíða 16

Fálkinn - 03.04.1963, Blaðsíða 16
BABÝLON SMÁSAGA EFTIR F. SCOTT FITZGERALD Hann neyddi sjálfan sig til þess aS bæla niður reiði sína. — í öðru lagi, sagði Charlie, — get ég veitt henni ýmis þægindi. Ég hef hugsað mér að ráða hér franska kennslu- konu. Ég er búin að leigja mér íbúð . . Hann þagði, og honum var ljóst, að honum hafði orðið á skyssa. Hann gat ekki vænst þess að þau samþykktu þá staðreynd umyrðalaust, að tekjur hans væru aftur orðnar helmingi hærri en þeirra. — Þú getur áreiðanlega veitt henni meiri óþarfa en við, sagði Marion. — Þegar þú stráðir um þig peningum urðum við að velta fyrir okkur hverj- um eyri... Þú byrjar sjálfsagt aftur á sama hátt. — Nei, því fer fjarri, sagði hann. — Ég hef lært. Þú veizt að ég vann mikið í tíu ár — þangað til ég fór að hafa heppnina með mér á verðbréfamark- aðinum eins og svo margir aðrir. Ótrú- lega heppni. Það endurtekur sig ekki. Það var löng þögn. Öll fundu þau spennuna, sem lá í loftinu, og í fyrsta skipti í heilt ár langaði Charlie í glas af víni. Hann vissi að Lincoln Peters vildi láta honum eftir dótturina. Skyndilega fór kuldahrollur um Marion. Hún gerði sér nú grein fyrir, að Charlie hafði rétt sig við í lífinu og var nú kominn með báða fætur niður á jörðina. Móðurtilfinningar hennar vöknuðu til vitneskju um einlægan vilja Charlies, en árum saman hafði hún verið mjög hleypidómafull gagnvart honum — og systur sinni. Hún hafði aldrei trúað á hamingju þeirra, þótt undarlegt megi virðast, og þessa sögu- legu nótt hafði andúð hennar á Charlie breytzt í hatur. — Ég get ekkert að þessu gert! hróp- aði hún allt í einu. — Ég veit ekki, hve þú átt mikla sök á dauða Helen. Þú verður að gera það upp við samvizku þína. Allt í einu fann hann til undarlegs sársauka innra með sér. Honum lá við að stökkva á fætur og öskra, en hann ríghélt sér í stólinn og tókst að halda aftur af sér. — Hættu nú! sagði Lincoln snöggt. — Ég hef aldrei haldið því fram, að þú bærir ábyrgð á því. — Helen dó úr hjartaslagi, sagði Charlie hljómlausri röddu. — Já, hjartaslagi. Marion sagði þetta 16 FALKINN eins og orðið hefði allt aðra þýðingu í hennar augum. Því næst leit hún á hann, og nú, fann hún, að hann hafði náð undirtök- unum í baráttunni. Hún leit á mann sinn, en hann kom henni ekki til hjálp- ar. Skyndilega virtist, sem henni kæmi þetta ekki við lengur, og hún sagði stutt: — Gerðu það sem þér sýnist! Hún stóð upp. — Þetta er þitt barn, og ekki skal ég koma í veg fyrir, að draumar þínir rætist. Ef ég ætti þetta barn, býst ég við, að heldur vildi ég vita af henni... Henni tókst ekki að ljúka setningunni. — Þið skulið útkljá þetta. Ég get ekki meira. Ég er lasin, og ætla að leggja mig. Hún flýtti sér út úr stof- unni. Stuttu síðar sagði Lincoln: — Þetta hefur verið erfiður dagur fyrir hana. Þú veizt hve heitar tilfinningar hún ber í brjósti... Rödd hans var næstum afsakandi. — Þegar konur bíta eitthvað í sig, Charlie . .. — Vissulega. — Þetta jafnar sig áreiðanlega. Ég held, að loksins hafi runnið upp fyrir henni, að þú . . . getur annast barnið, og ennfremur, að við getum ekki staðið í veginum fyrir þér eða Honoriu. —Þakka þér fyrir, Lincoln. — Það er bezt, að ég fari og tali við hana. — Ég ætla að fara núna. Charlie hríðskalf, er hann kom út á götuna, en er hann fór yfir brúna á Signu, barðist hjartað í brjósti hans af ósýnilegri gleði. Er hann kom á hótelið þar sem hann bjó, tókst honum ekki að sofna. Helen var efst i huga hans og hann minntist þess hve heitt hann hafði elskað hana, þar til þau, í algjöru brjálæði, höfðu misnotað ást hvors annars, og tætt hana í sundur. Þessa hræðilegu febrúarnótt, sem Marion var efst í huga, höfðu þau deilt klukkustundum saman. Hann minntist sennunnar á milli þeirra í Florida. Hann hafði reynt að fá hana heim með sér og þá hafði hún kysst þennan Webb við eitt borðanna. Þegar hann kom heim einsamall, hafði hann í bræði sinni, snúið lyklin- um í skránni. Hvei'nig átti hann að vita, að hún myndi snúa heim einsömul klukkustund síðar, að bylur myndi bresta á, og hún reika um í hríðinni á - SIÐARI HLIJTI samkvæmisskóm og allt of drukkin til þess að ná sér í leiguvagn. Því næst kom eftirleikurinn, — Helen hafði sigrast á lungnabólgunni. Það hafði verið hreinasta kraftaverk, en reyndist aðeins vera upphafið á hræði- legum endi. Marion, sem verið hafði vitni að öllu þessu og hélt aðeins, að þetta væri þáttur í píslargöngu systur sinnar, gleymdi þessu aldrei. Honum fannst Helen nálgast hann, er hann rifjaði þetta upp, og í morgun- sárið lá hann í rúmi sínu og hjalaði við hana. Hún sagði, að hvað snerti Honoriu, hefði hann fyllilega rétt fyrir sér. Hún vildi, að Honoria væri hjá honum, og hún væri glöð yfir því, hve vel hann kæmi sér áfram og hegðaði sér betur. Hún sagði líka ýmislegt annað — ýmis- legt miður skemmtilegt — og hélt áfram, áfram að tala þarna sem hún sat í hvíta kjólnum sínum, og að lok- um heyrði hann ekki lengur hvað hún var að segja. Hann vaknaði í sólskinsskapi morgun- inn eftir. Dyrnar til lífsins höfðu opnast á ný. Hann gerði áætlanir um framtíð sína og Honoriu, en skyndilega sló skugga á fyrirætlanir hans, er hann minntist alls þess, sem Helen og hann höfðu ætlað að gera. Hún hafði ekki gert ráð fyrir að deyja. Nútíðin gildir — starf, sem þarf að inna af hendi, eitthvað til að gleðjast yfir. Þetta var dásamlegur sólríkur dagur. Hann hringdi í bankann til Lincolns Peters, og spurði hvort hann gæti reikn- að með að geta tekið Honoriu með sér til Prag, er hann færi frá París. Lincoln var honum sammála um að ekkert vit væri í að draga brottför litlu stúlkunnar. Aðeins eitt — Marion vildi gjarna halda réttinum yfir henni ofurlítið lengur. Hún væri öll í uppnámi vegna atburða síðustu daga, og það myndi hjálpa, ef hún fengi að halda rétti sínum í eitt ár í viðbót. Charlie samþykkti þetta fúslega, enda var það barnið, sem hann sóttist eftir. Hann snæddi hádegisverð með Lincoln Peters á Griffons og reyndi að dylja sigurvímuna. — Ekkert er sam- bærilegt við manns eigið barn, sagði Lincoln. — En samt verðum við að skilja afstöðu Marion. — Hún hefur gleymt hve mikið ég hef unnið síðastliðin sjö ár hér heima, Framh. á bls. 24

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.