Fálkinn


Fálkinn - 03.04.1963, Blaðsíða 20

Fálkinn - 03.04.1963, Blaðsíða 20
Senn líSur að páskum cg í þessu greinarkorm birtum við ofurlitlar hugleiðingar og fróðleiksmola um föstuna og páskana . . . Má þá enginn Einhverju sinni á langaföstu fyrir mörgum árum, sat móðir hjá syni sín- um, ungum. Áliðið var kvölds og konan var að reyna að svæfa arenginn sinn. Snáðinn var erfiður og vildi æ vera að fitja upp á umræðum. Útvarpið var opið, og sem venja er til á föstu, var einn Passíusálmur lesinn. Litli drengur- inn, sem var afar bráðger og greindur, reis þá upp við dogg í rúmi sínu og spurði: „Mamma, af hverju byrjar mað- urinn að tauta, áður en hann fer að syngja þriðjudagsþáttinn?“ Móðir drengsins unga greip þá til frá- sagnargáfu sinnar, opnaði snáðanum sýn inn í tilveru fólksins fyrr á öldum; lítill og lágreistur bær, við getum kali- að hann að Gili, klúkir undir fellinu, sem skiptir því héraði í tvo hluta. í öðrum partinum býr gott fólk og dyggð- ugt, en í hinum sauðaþjófar og illmenni. f litla bænum að Gili býr til að mynda gott fólk og guðhrætt, fólk, sem ávaxtar sitt pund, þótt hægt fari, og hlustar á Passíusálma, dáir Hallgrím Pétursson, en hatar Guddu. Það er kvöld og allt heimilisfólkið, nema hún Stína, sem er að mjólka hana Skjöldu, einu kúna á bænum, og Hjálmar boli, sem er að gefa á garðann, hefur safn- azt saman í rökkrinu í baðstofunni. Rokkarnir raula sitt vanalega lag og vinnumennirnir tæja ullina af kappi. Hjálmar og Stína koma inn í baðstof- una og fá sér sæti á rúmunum sínum, grípa óðar sín tól og taka til vinnu sinn- ar. Það er spunnið og kembt, baðstofan iðar af lífi; jafnvel hundurinn lætur til sín taka, hann sleikir askana, diskana í gamla daga, vel og vandlega; þá þurfti engar uppþvottamaskinur. Fremur dauf- legt er yfir fólkinu, enda von, því, að fastan, langafastan, er gengin í garð, með öllum sínum strangleika. Húsbóndinn, sem hefur fengið orð fyr- ir það hjá prófastinum að vera sæmi- lega læs, tekur fram undan rúmi sínu kistil einn rammlegan, lýkur honum upp og tekur sér bók í hönd. Það eru sálm- arnir hans Hallgríms Péturssonar. Hann byrjar að lesa hægt og dregur lengi seiminn. Vinnukonurnar taka und- ir lágt, því að flestar kunna þær sálm- ana utan að. Ein vill til dæmis ekki láta jarða sig fyrir utan Kross, ,svo að hún hljóti á himnum dýrðarhnoss. En piltunum er heldur lítið um þetta gefið. Þeir vilja frekar Andrarímur og tröllið. Það er ekkert gaman að guðspjöllunum, því að enginn er í þeim bardaginn. Einum piltanna, sem jafnan verður mat sínum fegnastur, verður tíðlitið upp í rjáfrið. Honum verður óvart hugsað til sprengikvöldsins, þá er hann fékk í fyrsta sinn í marga mánuði mat eins og hann vildi, enda þótt hann hefði leift einum bita eða svo, sem síðan var hengd- ur upp í rjáfrið. Honum rennur vatn í munn, þegar hann hugsar til þess, að Áður þekktust varla páskaegg eða súkkulaðiát, en nú eru páskaegg fram- leidd í þúsundatali. ■ lli 18« iii§i

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.