Fálkinn


Fálkinn - 03.04.1963, Blaðsíða 22

Fálkinn - 03.04.1963, Blaðsíða 22
ÖRLAGA DÓMUR Meg Turner er ung stúlka, sem strokið hefur af vandræðaheimili, en sleppur úr klóm lögreglunnar með því að fela sig í hjólhýsi læknis að nafni Bobert Greene. Meg er ófríð stúlka, en fyrstu nóttina í húsi læknisins tekur hann hana tali og býður henni að gera hanai fallega með plastskurðaðgerð. Meg fær umhugsimarfrest. Nokkru seinna er hún nærri drukknuð, þar sem hún var að baða sig í flæðarmálinu. Ungur maður, sem býr í nágrenninu, bjargar henni. Hann heitir Bruce Preston og Meg verður ástfangin af honum strax við fyrstu sýn. Þegar hún hverfur af fimdi hans er hún staðráðin í að gangast undir aðgerðina til þess að hljóta aðdáun hans. Aðgerðin tekur langan tíma og kost- ar Meg miklar þjáningar. Daginn áður en taka á umbúðirnar að fuliu og öllu, er Meg svo eftirvæntingarfull, að hún getur ekki sofið um nóttina. Loks stenzt hún ekki mátið og tekur sjálf umbúðirnar af. Aðgerðin hefur tekizt. Hún er orðin falleg, en Greene læknir hefur gert hana nauðalíka nýlátinni eiginkonu sinni. Það er frú Verney, ráðskona læknisins, sem uppgötvar þetta, og biður Meg að hverfa hið snarasta, áður en illt hljótist af dvöl hennar. Hún fær henni peninga og segir henni að taka morgunlestina til London. Meg fer fyrst á fund Bruce. Um leið og hann sér hana hrópar hann nafn Nellu, fyrrverandi konu Greenes læknis. Hún tekur til fótanna og flýr aftur í hús læknisins . . . Greene segir henni nú, hvers hann krefjist af henni fyrir aðgerðina. Hún á að verða konan hans. Hann hefur sagt Bruce, að hún sé tvíburasystir Nellu. Skömmu síðar fer Meg til bæjarins og hittir þar Bruce, sem býður henni að vera með sér heim í bátmrni hans. Á leiðinni tekur hann að spyrja hana spjörunum úr ... FRAMHALDSSAGA EFTIR GARETH ALTON - 6. HLUTI Skyldi hann veita því eftirtekt, að hún titraði? Skyldi hann lesa úr andlits- dráttum hennar, að hún óttaðist, að hann grunaði hið sanna í málinu? Meg snéri sér undan og heyrði sér til mikils léttis, að vél bátsins var sett aftur í gang. Báturinn sigldi með fullum hraða inn flóann. Skjátlaðist henni, þegar hún gat sér til um, hvernig samband hans og Nellu hafði verið? Var hugsanlegt, að hann hafi aðeins verið vingjarnlegur við Nellu af eintómri vorkunnsemi, af því að hún var hrædd við eiginmann sinn? Hús Greenes læknis blasti við þeim uppi á hæðinni, skuggalegt og leyndar- dómsfullt. Hver vissi hvað hafði gerzt innan veggja þess? Hver voru þau örlög, sem biðu hennar sem eiginkonu Roberts Greenes? Æ, hvers vegna hafði hún samþykkt að gangast undir þessa aðgerð? Hversu heimsk hafði hún ekki verið að halda, að fegurðin væri mest virði af öllu í heiminum? — Hefur frú Verney lokið við stór- hreingerninguna núna, spurði Bruce allt í einu. Meg leit til hans og kom ekki upp nokkru orði. Hún hafði ekki búizt við þessari spurningu. — Hún átti mjög annríkt fyrir nokkr- um vikum síðan, sagði hann. — Þess vegna hefur hún sennilega fengið að- stoðarstúlku sér til hjálpar. Dag nokk- urn var hún að baða sig hérna við ströndina og synti of langt. Straumurinn bar hana að hinum bakkanum og ég hjálpaði henni þaðan. En hún sagði ekki hvað hún hét. Er hún enn þá í húsinu? — Hvers vegna spyrjið þér um það? — O, ég veit ekki. Hann yppti öxlum. Það var eins og hann hugsaði upphátt og einkennilegur glampi færðist yfir augu hans. FALKINN 22

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.