Fálkinn


Fálkinn - 03.04.1963, Blaðsíða 24

Fálkinn - 03.04.1963, Blaðsíða 24
BABÝLON Framhald af bls. 16. sagði Charlie. ■—■ Hún minntist aðeins þessarar einu nætur. — Það er ýmislegt fleira, sagði Lincoln. — Meðan þú og Helen fóruð eins og fellibylur um Evrópu og jusuð fé á báða bóga, höfðum við aðeins litla peninga milli handanna. Ég hafði engin tök á að verða ríkur, vegna þess að það, sem umfram var nægði aðeins til þess að greiða líftrygginguna. Ég held að Marion hafi fundist það óréttlátt — þið, sem aldrei gerðuð ærlegt handtak og urðuð sífellt ríkari og ríkari. — Þeir peningar hurfu líka jafn- skjótt og þeir komu, sagði Charlie. — Já, ég er aðeins að reyna að út- skýra afstöðu Marion til þessara tíma. Ef þú lítur inn um sexleytið í dag, áður en Marion er of þreytt, þá getum við rætt ýms smáatriði í sambandi við þetta. Þegar Charlie kom aftur á hótelið, fann hann bréf, sem sent hafði verið frá barnum á Ritz, en hann hafði skilið þar eftir heimilisfang sitt vegna ákveð- ins manns, sem hann þurfti að hitta. ,,Kæri Charlie. Þú varst eitthvað svo skrítinn, þegar við hittum þig í gær, að ég er dauðhræddur um, að ég hafi móðgað þig á einhvern hátt. Ef svo er þá veit ég ekki hvers vegna. Satt að segja hef ég hugsað allt of mikið um þig í ár. Við skemmtum okkur dýrðlega þetta viðburðaríka vor, eins og til dæmis kvöldið, sem þú og ég stálum reiðhjóli slátrarans. Allir virðast nú orðnir svo gamlir, en mér finnst ég ekkert hafa elzt. Getum við ekki hitzt einhvern tíma í dag, og rifjað upp gamlar endur- minningar? Ég ætla að bíða þín á barnum á Ritz um fimmleytið. Þín einlæg, Lorraine." Hann hristi höfuðið. Hann gat alls ekki gert sér grein fyrir, að hann, sjálf- ur, hafði raunverulega stolið hjóli og reitt Lorraine í kringum Etolie. Nú fannst honum þetta sem martröð. Að hann hafði læst Helen úti jafn- aðist ekki á við neitt, sem hann hafði tekið sér fyrir hendur um dagana, en þetta með reiðhjólið —■ það var út af fyrir sig önnur saga. Hve margra vikna eða mánaða upplausn þurfti til þess að glata ábyrgðartilfinningunni fullkom- lega? Hann reyndi að muna, hver áhrif Lorraine hafði haft á hann í þá daga. Mjög aðlaðandi. Helen hafði tekið það mjög nærri sér, enda þótt hún segði ekkert. Á veitingahúsinu í gær hafði honum virzt Lorraine óörugg, illa til höfð og þreytt á lífinu. Hann langaði ekki hið minnsta til þess að hitta hana aftur. Hann var því glaður, að Alix hafði ekki sagt frá dvalarstað hans. Honum létti við að hugsa til Honoriu. 24 FALKINN Hann hugsaði um þá sunnudaga, sem þau áttu eftir að vera saman. Hún myndi bjóða honum góðan daginn á morgnana með kossi og á kvöldin myndi hún vera hekna hjá honum. Klukkan fimm náði hann í leigu- bifreið. Er hann kom til Marion og Lincolns hafði Marion sætt sig við orð- inn hlut og sagt Honoriu, að hún ætti að fara með föður sínum. Charlie var glaður yfir, að hún bar ekki gleði sína utan á sér, heldur hvíslaði að honum: Hvenær? og fór svo með hinum börn- unum að leika sér. Marion og hann voru ein um stund, og eftir dálitla umhugsun sagði hann: —• Ég vil að við komumst til botns í þessu máli. — Það er stundum erfitt að gleyma, sagði hún. Hún þagði andartak, en sagði svo: — Hvenær hefurðu hugsað þér að sækja hana? — Þegar ég er búinn að ná mér í kennslukonu, sagði hann. Ég vona, að mér takist það á morgun. — Það er ekki hægt. Ég verð fyrst að útbúa hana. í fyrsta lagi á laugar- daginn. Hann lét undan. Þegar Lincoln kom inn aftur, bauð hann Charlie whisky i glas. — Já, þökk fyrir, ég fæ mér alltaf einn á hverjum degi, sagði hann. Hringt var á dyrabjölluna, lengi og ákaflega. Þjónustustúlkan fór til dyra, og er hún lauk upp dyrunum, heyrðust háværar raddir og þau þrjú, sem sátu í stofunni litu upp með eftirvæntingar- svip. Þjónustustúlkan kom aftur með tvennt á hælum sér, sem reyndust vera Duncan Schaffer og Lorraine Quarrels. Þau voru undir áhrifum áfengis, töl- uðu hátt og hlógu. Charlie féllust hend- ur eitt andartak — hann gat ekki skilið, hvernig þau höfðu grafið upp heimilis- fang Peters-hjónanna. — A-ha! Duncan benti á hann og skók fingurinn. — A-ha! Charlie kynnti þau fyrir Marion og' Lincoln og leið ekki sem bezt. Marion kinkaði kolli án þess að segja neitt. Hún hafði fært sig nær arninum, og hélt utan um litlu dóttur Charlies. Hann beið þess, að þessir óboðnu gestir kæmu með einhverja skýringu á framferði sínu, og reiðin svall í brjósti hans. Duncan rétti úr sér og sagði: — Við komum til þess að bjóða þér út að borða. Lorraine og ég heimtum, að þessi feluleikur með þitt heimilisfang hætti nú þegar, heyrirðu það! Charlie gekk nær honum eins og til þess að þoka þeim fram í forstofuna. — Mér þykir það leitt, en það get ég ekki. Segið mér hvert þið ætlið, og ég skal hringja eftir hálftíma. Ekki hafði þetta nein áhrif, og Lorraine sagði: — Komdu nú. Fjöl- skyldan hefur áreiðanlega ekkert á móti því. Við sjáum þig svo sjaldan, skilurðu! Komdu nú! — Það get ég ekki, sagði Charlie hvasst. -— Þið getið borðað ein, og ég skal hringja til ykkar. Skyndilega fékk rödd Lorraine annan blæ og hún sagði: — Allt í lagi, við skulum fara. En ég minnist þess, að einu sinni barðir þú að dyrum hjá mér klukkan fjögur að morgni. Ég var nægi- lega mikill félagi til þess að gefa þér sjúss. Komdu, Dunc. Hægum, óstyrkum skrefum fetuðu þau sig fram í forstofuna og hurfu út úr dyrunum. — Verið þið sæl, sagði Charlie. — Vertu sæll, sagði Lorraine með áherzlu. Þegar Charlie kom aftur inn í stof- una, stóð Marion enn þá á sama stað, en nú stóð drengurinn hennar við hlið hennar með handlegginn utan um hana. Lincoln gældi við Honoriu. — Þetta er til háborinnar skammar! hreytti Charlie út úr sér. — Til hábor- innar skammar! Hvorugt þeirra svaraði. Charlie fleygði sér niður í stól, tók glasið í hönd sér og sagði: — Þetta er fólk, sem ég hef ekki hitt í tvö ár, — þvílík frekja . .. Hann þagnaði. Marion hafði hvæst. „A-ha“, og hún sneri sér við og gekk út úr stofunni. Lincoln leit á Honoriu og sagði: — Þið börnin skuluð fara inn og byrja á súpunni. Þegar þau voru farin, sagði hann við Charlie: Marion er ekki vel frísk, og hún þolir ekki svona áföll. Fólk af þessu tagi hefur mjög slæm áhrif á hana. — Ég bað þau ekki um að koma hingað. Þau hljóta að hafa náð í heimilisfang þitt einhvers staðar. — Þetta var mjög leiðinlegt, og hef- ur vafalaust slæm áhrif á málsstað þinn. Viltu hafa mig afsakaðan andar- tak. Hann fór, en Charlie settist aftur, og var nú allur í uppnámi. Hann heyrði á tal barnanna í stof- unni. Þau voru að borða og höfðu gleymt því, sem fór á milli fullorðna fólksins. Stuttu síðar kom Lincoln aftur. — Heyrðu, Charlie. Ég held, að bezt sé, að við frestum kvöldverðinum núna. Marion er ekki í skapi til þess að borða. — Er hún reið við mig? — Á vissan hátt, svaraði hann allt að því byrstur. — Hún er ekki líkam- lega sterk, og . .. — Þú átt við, að hún hafi tekið aftur ákvörðun sína varðandi Honoriu? — Hún er mjög bitur, en ég get ekki sagt þér um þetta núna. Hringdu til mín í bankann á morgun. — Viltu reyna að útskýra fyrir henni að ég hafði ekki hugmynd um, Framh. á bls. 33.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.