Fálkinn


Fálkinn - 03.04.1963, Blaðsíða 25

Fálkinn - 03.04.1963, Blaðsíða 25
Páska bakstur Íllll Það líður óðum að páskum og nú fer ekki að verða seinna vænna fynr húsfreyjurn- ar að fara aS hugsa til páskabakstursins. FÁLKINN hefur beSiS Kristjönu Stein- grímsdóttur húsmæSrakennara aS velja eins og undanfarin ár, nokkrar kökuupp- skriftir og á næstu þremur síSum birtast uppsknftir hennar. Páskaterta. Páskaterta. 4 egg. 2 dl. sykur. 1 dl. hveiti. 1 dl. kartöflumjöl. Vz tsk. lyftiduft. Kremið: 1 appelsína. 1 sítróna. 3 egg. 2 dl. sykur. 75 g. smjör. Súkkulaðibráð. 2 dl. flórsykur. 3 msk. kakaó. 2 msk vatn. 4—5 dropar olía. Kókosmjöl eða möndlu- flögur. Eggin aðskilin. Eggjahvít- urnar stífþeyttar, eggja- rauðum og sykri hrært til skiptis út í, þeytt í á með- an. Hveiti og lyftidufti sáldrað út í, hrært varlega saman við. Hellið deiginu í velsmurt, brauðmylsnustráð mót. Bakað við 200° í nál. 25 mínútur. Kakan kæld, skorin í tvennt eða þrennt. Lögð saman á ný með sítrónu- kremi. Pressið appelsínu og sítrónu, rífið fínt yzta hýð- ið. Egg og sykur þeytt sam- an í potti, ávaxtasafa og hýði hrært saman við. Þeytt áfram yfir heitu vatni, þar til það þykknar. Potturinn tekinn af vatninu, smjörið sett út í, þeytt áfram, þar til kremið er kælt. Kakan þakin að utan með súkkulaðibráð: Sáldrið flórsykrinum og kakaó, vatni og olíu hrært saman við. Grófu kókosmjöli eða möndluflögum stráð yfir. Gaman er að skreyta kökuna með marsipanungum og sykureggjum. Marengsterta. 1 sykurkaka. Eggjabráð: 3 dl. rjómabland. 2 eggjarauður. 2 msk. sykur. 1 msk. kartöflumjöl. 1 msk. vanillusykur. Marengs: 2 eggjahvítur. 6 msk. sykur. Saxaðar möndlur. Sama kaka og í uppskrift- inni á undan. Kakan skorin í þrennt, lögð saman á ný með eggjabráð: Allt, nema vanillusykur, sett í pott, sett við hita, hrært stöðugt í, þar til byrjar að sjóða, soðið í 1—2 mínútur. Bráðin sett í skál, þeytt áfram við og við, þar til hún er köld, krydduð með vannillusykri. Kakan þakin að utan með marengs: Eggjahvíturnar stífþeyttir, þeytt áfram í 5 mínútur. Sykri blandað varlega saman við. Söxuðum möndlum stráð yfir. Sett inn í heitan ofn (150°), svo marengsinn fái gulbrúnan blæ nál. 5—10 mínútur. Ath. að kökufatið verður að þola hita. Bananakaka. 3 egg. 2 dl. sykur. 3 msk. heitt vatn. 3 dl. hveiti. 1V2 dl. lyftiduft. kg. þurrkaðar apprí- kósur. 5 bananar. Þeyttur rjómi. Krydd- kaka Og Sand- kaka. FÁLKINN 25

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.