Fálkinn


Fálkinn - 03.04.1963, Blaðsíða 27

Fálkinn - 03.04.1963, Blaðsíða 27
Kókoskökur. vanillukornunum þar sam- an við. Eggjahrærunni hrært smátt og smátt saman við. Deigið hrært vel. Sett í vel- smurt helzt pappírsklætt mót. Kakan bökuð við vægan hita um lVi klst. Kæld á kökugrind. Súkkulaðivefja. % bolli hveiti. Vi tsk. natrón. 4 egg. % bolli sykur. 1 tsk. vanilla. 100 g. suðusúkkulaði. brætt. 2 msk. vatn. Innan í: 2V2 dl. þeyttur rjómi. 1 tsk. kaffiduft. 4 msk. saxaðar hnetur. Ofan á: 2 msk. smjör. 2 msk. hunang. 75 g. suðusúkkulaði. Egg, vanilla og sykur þeytt létt og ljóst, hveiti og natróni sáldrað saman við, hrært varlega í. Bræddu súkkulaði og vatni hrært saman við. Deiginu hellt í velsmurða pappírsskúffu. Bakað við góðan hita í 14—16 mínútur. Hvolft strax á leirþurrku, sem á hefur verið stráð flórsykri. Papp- írinn tekinn af og kakan vafin saman með leirþurrk- unni. Kæld. Kakan vafin niður á ný, fyllt með þeyttum rjóma, sem í er blandað kaffidufti og hnetum. Þakin að nokkru að utan með hunangssúkku- laði: Hitið saman yfir gufu súkkulaði, smjör og hunang. Hrært þar til það er jafnt. Sítrónuflögur. V2 bolli smjörlíki. % bolli púðursykur. 1 egg. 3A bolli hveiti. V2 bolli saxaðar möndlur. V4 bolli haframjöl. 1 msk. rifinn sítrónu- börkur. V2 tsk. sítrónusafi. Smjörlíki og sykur hrært létt og ljóst. Egginu hrært saman við. Hveitinu bland- að í, einnig söxuðum möndl- um, haframjöli og sítrónu- kryddi. Hrært vel. Sett með teskeið á smurða plötu, hafið dálítið stórt bil á milli. Bak- að við meðalhita í 7—10 mínútur, losað strax af plöt- unni. Kælt. Kúrennukökur. 2 bollar hveiti. 1 tsk. kanell. V2 tsk. salt. V2 tsk. natrón. 1 bolli púðursykur. % bolli smjörlíki. 1 egg. 1 eggjarauða. IV2 bolli kúrennur. V2 bolli hnetur. Ofaná: 1 eggjahvíta. 2 msk. sykur. V4 tsk. kanell. Smjörlíki og sykur hrært létt og ljóst, eggi og eggja- rauðu hrært saman við. Öllu þessu sáldrað saman við. Hrært vel. Kúrennum og söxuðum hnetum hrært sam- an við deigið, sem skipt er í 4 hluta. Mótið lengju úr hverjum hluta, sett á vel- smurða plötu. Lengjan flött út með gaffli, sem stungið hefur verið ofan í hveiti. Smurt að ofan með eggja- hvítu, sem sykri og kanel hefur verið hrært saman við Bakað við góðan hita í 12— 14 mínútur. Kælt, skorið i bita á ská. Möndlukökur. 200 g. smjör, smjörlíki. 3 msk. flórsykur. 2 eggjarauður. 3 bitrar möndlur. 250 g. hveiti. Ofan á: Eggjahvíta. 25 möndlur, sætar. Grófur sykur. Smjör og sykur hrært létt og ljóst, eggjarauðunum hrært saman við. Möluðum, afhýddum möndlum blandað saman við ásamt hveitinu. Deigið hnoðað. Geymið deig- ið á köldum stað, þar til það hefur stirnað. Deigið flatt þunnt út, skornar út kringlóttar kök- ur, sem smurðar eru með hálfþeyttri eggjahvítu, dyfið ofan í möndlur og sykur. Kökurnar bakaðar við 225° í nál. 6 mínútur. Framh. á bls. 30. Aldinmaukskaka. Bananakaka. r' h'V ilHJliH Pf : FÁLKINN 27

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.