Fálkinn


Fálkinn - 03.04.1963, Blaðsíða 28

Fálkinn - 03.04.1963, Blaðsíða 28
Ifunaitgsfugl Framhald af bls. 13. hverjir væru komnir aftur, en á þessu stigi málsins höfðu samræðurnar fallið niður. „Ja, þeir eru komnir aftur,“ sagði Braun. „Tveir þeirra, að minnsta kosti, svo lengi sem þeir halda sig í vestri, er mér sama. Látum þá svelta þar, úr því að við getum ekki skotið þá. En ég kæri mig ekki um þá á minni landar- eign.“ „Nei,“ sagði Schalk, „auðvitað ekki. Enginn kærði sig um þá.“ Enn vissi hann ekki, hvað um var að ræða. Ljón, ef til vill. En ljón voru ekki friðuð hér; þau voru 500 mílur í burtu á veiði- svæðunum. „Þeir drápu kind,“ sagði Braun. „Ég sagði lögreglunni frá því, en þeir skiptu sér ekki af því. Hvað er ein kind fyrir þig, Meneer Braun? sagði varðstjórinn. Þú átt þrjú þúsund. Hvað varðar þá um, hve margar kindur ég á, nema til að reita af mér skattana?“ Rödd hans var nöldrandi. „Og hvernig veiztu, að það voru þeir?“ sagði hann „Af þessu,“ sagði ég. Gamli maðurinn leitaði í vasa sínum og fann litla ör, sem hann vafði gætilega utan af. „Gættu þÍR,“ sagði hann er Schalk rétti út höndina, „hún er eitruð. Þetta svarta efni — snákaeitur, kaktusmjólk og fleira.“ Nú skildi hann það. „Búskmenn,“ sagði Schalk. „Kvikindin, það eru þeir. í gamla daga .. „í gamla daga? Þú ert of ungur til að muna eftir gömlu, þýzku dögunum.“ „Ég var barn, Meneer,“ sagði Schalk. „Ég fæddist í Windhoek.“ Síðan hélt hann áfram. „Þú segir, að þeir haldi sig í vestri?“ ,,Hverjir?“ Gamli maðurinn hafði misst niður þráðinn í samræðunum. „Búskmennirnir“. „Já,“ sagði hann, ,,í vestri, og fjand- inn hafi það, að þeim er hollast að halda sig þar eða ég skýt þá, hvað sem lögin segja.“ „Hversu nærri koma þeir?“ spurði Schalk. „Nærri þorpinu á ég við.“ „Ekki mjög nærri, 20 mílur eða þar um bil. Þeir eru hræddir. Það er aðeins, ef þeir eru mjög svangir." Stórvaxinn maður, sem hafði setið úti í horni, kom til þeirra. „Það er þess vegna, sem lögreglan lætur þá afskiptalausa," sagði hann. „Þeir eru tamdir nú á dögum. Ein og ein kind, ef þeir svelta; það er allt og sumt. Við drápum villibráðina, sem þeir lifðu á,“ sagði hann, „svo að það er nokkurs konar réttlæti í því.“ Hvaða fífl var maðurinn, hugsaði Sehalk, um leið og hann bað um meiri bjór. Réttlæti. Það var ekkert réttlæti til. Það var til vald, og það var til gæfa, en ekkert réttlæti. „Skál,“ sagði hann og bar krúsina að vörum sér. „Skál,“ sögðu þeir hlæjandi. TUTTUGU mílur hafði gamli mað- urinn sagt. Þeir höfðu sagt honum allt, sem hann þurfti að vita. í verzluninni hjá Rosenberg hafði hann keypt nokkr- ar ábreiður, tvíbökur og 50 pakka af skotum í Mauser-riffilinn sinn, og síðan riðið í vesturátt. Hvaða fífl var fólk. Ef Búskmenn voru þar, hlaut að vera vatn þar. í tíu daga hafði hann riðið, sofið undir ber- um himni með hnakkinn undir höfðinu og hestinn í hafti við hlið sér. Það var aðeins tímaspursmál. Á morgun, í næstu viku, næsta mánuði. Hann braut heil- ann um, hvað Ouma Brandt — sem hann var farinn að kalla Kötu frænku — hefði í kvöldverð. Næsta dag sá hann þá. Gamli Búskmaðuirnn sat á hækjum sér með bogann í hönd og horfði á konu sína sjúga upp vatn gegnum strá og spýta því í strútsegg, sem lágu við hlið hennar. Er þau voru full, lokaði hún þeim með klessum af dökkbrúnu bý- flugnavaxi. Það var ekkert vatn hér, en undir klettinum var neðanjarðar- uppspretta. Það var ekki sjáanlegt, að hún væri til. Hinir fáu grastoppar, sem uxu í skugga klettanna, voru rótbitnir og engin grænka sást. Að starfi sinu loknu setti hún eggin í net, sem hún bar og þau ætluðu að grafa þau í eyði- mörkinni og grípa til, þegar í nauðir ræki. Þetta var Kalahari, eyðimörkin, síð- asta vígi þjóðar hans, og hann og kona hans voru í hópi hinna síðustu þeirra. Eigi allfjarri voru höggnar myndir af villidýrum í járnharðan steininn, og í hellunum voru myndir, sem þjóð hans hafði gert í grárri forneskju, þegar hún lifði frjálsu lífi veiðimannsins meðal villidýra Afríku. Hugur hans var ekki eins og okkar hugir, ekki stjórnað. Hann kunni skil á orsök og afleiðingu. Hann lifði eins og Þjóð hans hafði alltaf lifað — á veiðum, á villtum rótum, sem kona hans gróf upp, á tágunum, sem hún safnaði. Það var mjög fátt, sem þau lögðu sér ekki til munns. Eðl- ur, snákar, margfætlur og auðvitað gazellurnar, sem hann drap með litlu eiturörvunum sínum. í huga sér sá hann konu sína eins og hún hafði einu sinni verið, móðir látinna barna hans. Gljáandi með feita þjóhnappa, sem voru varaforði í hung- ursneyð. Nú dingluðu þeir innantómir undir litlu leðurskyrtunni hennar. Nú var maginn á henni þakinn örum eftir eldana, sem hún hafði sofið við, unz hún vaknaði við að hold hennar brann undan heitri öskunni. Hann sá þetta allt fyrir sér eins og mynd. Hann sá fyrir sér fámenna ættina og börn sín, en þau voru ein eftir í lífinu. Nafn Búskmannsins hafði verið Frá- bær veiðimaður. Jafnvel í hópi góðra veiðimanna var hann framúrskarandi. Hún, eiginkona hans, móðir barna hans, hafði verið kölluð Vindur í grasinu, af því að hún var siðprúð og falleg. En nú báru þau engin nöfn, þar sem þau voru alein í auðu landi. Þegar þau töluðu, urðu þau að tala hvort við annað. í augum þeirra fáu, sem nokkru sinni urðu á vegi þeirra — lögreglunnar til að mynda — voru þau aðeins tveir gamlir Búskmenn. Hann var ekki haldinn neinu hatri. Að lifa var allt, sem hann bað um — að hann lifði, og kona hans, lífsföru- nautur hans, fengi að lifa líka. Tími og fortíðin, jafnvel framtíðin, fyrir utan að safna vatni, kom honum ekki við. Nútíðin var hans tími, eins og hún er tími ljónsins og gazellunnar. Hann lifði núna. Honum varð litið út á sléttuna og kom auga á ríðandi mann. Enginn hvítur maður hefði tekið eftir honum, en Búskmaðurinn sá hann greinilega. Stór maður, sem hélt á riffli og reið gráum hesti, í svo mikilli fjarlægð, að hann var minni en hálf, lítil rauð lús. Hann smellti í góm í aðvörunarskyni. Konan flýtti sér að ganga frá eggjun- um í ofnu netinu, tók upp stafinn, sem hún gróf með og fylgdi manni sínum eftir inn í tóm eyðimerkurinnar. Hvíti maðurinn hefði ekki átt að geta séð þau. Næstum samstundis hvarf þetta litla, gula fólk inn í baksvið rauð- 20 FALKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.