Fálkinn


Fálkinn - 03.04.1963, Blaðsíða 30

Fálkinn - 03.04.1963, Blaðsíða 30
A DÓMVR Framhald af bls. 23. um hann. Hann gat ekki hafa verið svona alltaf. — Gefðu mér bara ofurlítinn tíma, bað hún. Hann hló. — Tíma til hvers? Tíminn læknar ekki sárin, þótt fólk segi það. Það er fá- ránlegt að ætla sér að bíða og vona að vandamálin leysist af sjálfu sér. Ég hef þegar reynt nóg af slíku. Andlit hans var svo nakið í örvænt- ingu sinni, að hún kenndi í brjósti um hann. — Ég hélt að tíminn mundi hjálpa mér að gleyma, sagði hann lágt. — Þegar dagar, vikur og mánuðir liðu, hélt ég, að ég mundi smátt og smátt fá frið í sálu minni, losna við drauga for- tíðarinnar, sem ofsóttu mig. Hann var kominn fast upp að henni og hún gat engan veginn komið sér und- an. Hann þrýsti henni fast upp að sér. — Þú ert enginn af þeim draugum, hvíslaði hann. — En ég er heldur ekki Nella, hróp- aði hún örvingluð. — Þú reynir að telja þér trú um það, en ég er ekki sú kona, sem þú eitt sinn elskaðir. Þú munt aldrei geta orðið jafn hrifinn af mér og þú varst af henni. Slepptu mér! En hann hélt henni svo fast, að hún gat ekki slitið sig lausa. — Ég sleppi þér aldrei, hvísaði hann. — Ég .... ég þarfnast þín meir en þig grunar. Áður en hún gat snúið sér undan, þrýsti hann vörum sínum að hennar, svo að henni lá við köfnun. Hún hafði ekki lengur krafta til að streitast á móti. Hún lá varnarlaus í faðmi hans. Við uppgjöf hennar losaði hann takið og andlitsdrættir hans urðu blíðir. — Vertu ekki svona hrædd, hvíslaði hann...... Eldsnöggt sleit hún sig lausa og þaut út að glugganum, áður en hann gat komið í veg fyrir það. Hún opnaði gluggann upp á gátt og snéri sér síðan að honum. — Ég .... ég get ekki verið konan þín að fullu og öllu, stamaði hún — Að- eins að nafninu til. Hann var óstöðugur á fótunum. — Farðu burt frá glugganum, hróp- aði hann. Vindur frá hafinu blés inn um glugg- ann og bærði hár hennar. Hún strauk lokk frá enninu með snöggri hreyfingu. Hann hætti á að ganga nokkur skref nær. — Stanzaðu, hrópaði hún. — Þú færð aldrei framar að snerta mig. Og ég stend við það sem ég segi. Svo fljótlegt og auðvelt mundi það 30 FALKINN vera að fleygja sér út um gluggann. Aðeins fáeinar sekúndur. Hugsunin um dauðann skelfdi hana ekki eins mikið og vissan um að hún var eigin- kona þessa manns. — Ef þú ferð ekki fleygi ég mér út um gluggann, sagði hún og rödd henn- ar var hljómlaus og uggvænlega róleg. Hann stóð lengi og starði á hana. ímyndaðu þér ekki, að ég sé hrædd, hélt hún áfram. — Ég vil heldur deyja en..... Hann lét hana ekki ljúka við setn- inguna. Hann var skyndilega orðinn grár í framan og augun líflaus. Það var eins og hann hefði á fáeinum sekúnd- um elzt um mörg ár. Síðan snérist hann á hæli og gekk að hliðardyrunum. Hann fálmaði eftir húninum. Það heyrðist ofurlítill smellur, þegar hann opnaði dyrnar með lykli, sem hann dró upp úr vasanum. Að svo búnu fleygði hann lyklinum við fætur henni. — Það er aðeins til einn lykill, sagði hann. — Læstu hurðinni, ef þér finnst það öruggara. Gegnum opnar dyrnar gat hún séð inn í herbergið hans. En hún beygði sig ekki niður eftir lyklinum, fyrr en hann hafði lokað á eftir sér. Þá hljóp hún þvert yfir gólfið, stakk lyklinum í skráargatið og snéri honum. Nú var ekkert að óttast lengur .... að minnsta kosti ekki um stundarsakir. En fleiri nætur biðu hennar. Annað sinn mundi hún ef til vill ekki sleppa svona auðveldlega. Næturvindurinn var svalur og hún lokaði glugganum. Örmagna af þreytu fleygði hún sér upp í rúmið og reyndi að hugsa ráð sitt.En hún gat ekki hugsað rökrétt. Hún hafði haldið loforð sitt við Robert og orðið eiginkona hans .... að nafninu til. Meira mundi hún aldrei verða. Hann varð að sætta sig við það og krefjast ekki meira af henni. Bara að hún væri ekki svona ein- mana! Húsið var afskekkt. Eina mann- eskjan sem hún gat beðið um hjálp, var frú Verney, og Meg efaðist um, að gamla ráðskonan væri á hennar bandi. Hvað mundi verða um hana? Hún bylti sér fram og aftur í rúminu, án þess að finna nokkra lausn á málinu. And- stæðar tilfinningar börðust um innra með henni. Mitt í örvæntingu sinni og ótta kenndi hún í brjósti um Robert. Á morgun mundi hún reyna að tala við hann og róa hann, lofa honum að gera allt sem í hennar valdi stæði til þess að hjálpa honum að gleyma. Hún lá lengi vakandi. Öðru hverju heyrði hún hljóð frá herbergi Roberts, hljóð sem gáfu til kynna, að hann svæfi órólega. Jafnvel ekki í svefninum gat hann hvílzt og öðlast frið í sálu sinni. Skyndilega heyrði hún örvæntingar- óp og settist upp í rúminu. Hún gekk að dyrunum og hlustaði. Inni heyrði hún Róbert endurtaka í sífellu nafn Nellu. Hann hlaut að hafa fengið mar- tröð. Rétt fyrir kvöldverð kom María Anna inn í stofuna úr eldhúsinu. — Hvað þykir þér bezt? spurði hún. Ég lagði frá mér dagblaðið og hugs- aði stundarkorn. — Þú ert bezt, sagði ég og var alveg sannfærður um, að ég hefði svarað spurningu hennar rétt og svo hélt ég áfram að skoða myndasögumar. — Ég átti ekki við það. Hvaða matur finnst þér beztur? Ég var næstum því búinn að segja, að mér fyndist maturinn hennar mömmu beztur, en ég áttaði mig í tíma. Það komu alltaf einkennilegar kiprur í kringum munninn á Maríönnu, þegar ég nefndi matinn hennar mömmu. En maður er þó vanur matnum hennar allt frá því að maður er smápolli, svo það er ekkert undarlegt, þótt maður verji matinn hennar, enda þótt maður viti fullvel, að það bezta við matinn hennar var, að hann var ókeypis. — Svona reyndu að vera vakandi. Ég vil fá að vita hver uppáhaldsmatur- inn þinn er! — Svoleiðis. Það er margt. Til dæmis grænkál með brúnuðum kartöflum og fleskbita feitum og sinnepi. En víst smakkast annað alveg eins vel. — Segðu mér hvað er það albezta sem þú færð? — Ja, hvað á það að kosta og hver á að borga? — Það er alveg sama hvað það kost- ar. Það er enginn sem á að borga. Ég vildi bara vita þetta. Ég lagði blaðið frá mér og hugsaði málið vel. Allt í einu fannst mér allur matur jafn góður. En það gat afturá móti stafað af því að klukkan var háif sjö og kvöldverðurinn var venjulega kominn inn á borðið klukkan 7. — Ja, við skulum nú sjá, í fyrsta lagi gæti ég vel hugsað mér góða uxa- halasúpu með miklum kjötkrafti, síðan soðinn lax með ,,hollandais“ sósu, svo Meg fannst hún verða að vekja hann. Án þess að hika snéri hún lyklinum og gekk inn til hans. — Nella .... hvar ertu? Hann bylti sér fram og aftur. Hún strauk enni hans varfærnislega og fann að hann var löðrandi í svita. — Robert, þú verður að vakna, taut- aði hún. En hann hélt áfram að bylta sér. Hún hristi hann, en hann vaknaði ekki, heldur greip þéttingsfast í hana og hélt áfram að tala eins og í óráði: — Þetta er aðeins vondur draumur .... þú lifir .... þú ert hér hjá mér .... það er ekki satt þetta sem þú sagð- ir um annan mann .... ég hef ekki drepið þig .... ég get ekki hafa myrt þig í bátnum fyrst þú ert hér .... ég er enginn morðingi .... mér þykir vænt um þig...... (Framh. í næsta blaði).

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.