Fálkinn


Fálkinn - 03.04.1963, Blaðsíða 32

Fálkinn - 03.04.1963, Blaðsíða 32
Kvenþjóðin Framhald af bls. 27. Draumakökur. 200 g. sykur. 200 g. smjör. 300 g. hveiti. 2 tsk. hjartarsalt. (1—2 tsk. vanillusykur). Ofan á: Brætt súkkulaði. Bræðið helminginn af smjörinu, kælt, afgagnum af smjörinu blandað saman við. Hrært ásamt sykrinum, þar til það er létt og ljóst. Hveitinu sáldrað saman við ásamt hjartarsaltinu. Deigið hrært vel. Mótaðar litlar kúlur, sem bakaðar eru við vægan hita (175°) í 15—20 mín- útur. Skreytið hverja köku með dropa af bræddu súkkulaði. Kokoskökur. 3 egg. 225 g. sykur. 300 g. kókosmjöl. 100 g. suðusúkkulaði. Egg og sykur þeytt létt og ljóst. Kók- osmjöli og gróft brytjuðu súkkulaði hrært saman við. Sett með teskeið á velsmurða og hveitistráða plötu. Kök- urnar bakaðar við vægan hita 150°, þar til þær losna frá plötunni. Kaffikökur. 150 g. smjörlíki. 3% dl. hveiti. Vz dl. púðursykur. 3 tsk. duftkaffi. 2 tsk. vanillusykur. y2 dl. gróft saxaðar möndlur. Utaná: iy2 msk. kakaó. 1 msk. sykur. Vz msk. duftkaffi. Hveiti sáldrað á borð, púðursykri blandað saman við, smjölíkið mulið í. Duftkaffi, vanillusykri og möndlum blandað saman við, deigið hnoðað, skipt í þrennt. Búnar til lengjur sem velt er upp úr kakaó-, sykur-, kaffi-blöndu. Rúllurnar geymdar á köldum stað, þar til þær eru • vel stirðnaðar. Skornar í þunnar sneiðar með beittum hnífi. Bak- aðar við vægan hita. Á ranðn Ijósi Framh. af bls. 31. af bílum. Stórir drekar spúandi kol- sýru aftur úr sér, þungir og hávaða- samir. Þeir þrír fyrstu fótgangandi sem komu þarna fóru eftir settum reglum og biðu eftir græna Ijósinu. Sá fjórði hljóp yfir Laugaveginn á rauðu. Við stönzuðum hann. — Þú fórst á rauðu. — Kemur ykkur það eitthvað við? — Nei, í sjálfu sér ekki, en það hefði verið leiðinlegt að sjá þig fara undir olíubílinn sem kom innan að. — Ég skil ekki að ykkur komi þetta neitt við, sagði hann og var að leggja af stað en hinkraði og beið eftir svari. —- Nei, við vorum bara að fylgjast með þessu. — Eruð þið frá lögreglunni? — Nei. — Þá kemur ykkur þetta ekki við. Þið eigið ekki að vera að skipta ykkur af öðrum. — Nei, okkur kemur þetta ekkert við. Hann horfði á okkur eins og á báðum áttum hvort hann ætti að segja meira eða fara og svo valdi hann seinni kost- inn. Við stigum upp í bílinn og ókum af stað. Sólin var alveg horfin og það var farið að kólna. í fjarska heyrðum við í sírenu. Hljómlcikar Framh. af bls. 19. hrollur í Jóni. Ég hef sko aldrei verið kynnir á svona samkomu áður og mér líður sennilega svipað og bílstjóra sem settur er til að stjórna flugvél. — Þú syngur eitthvað á eftir? — Já, ætli maður reyni ekki að raula eitthvað. Ég er ekki feiminn við það. Það verður hvíld fyrir mig. Sjá næstu síðu. HVBRHIG CiET iURbö MCWAÐ AELT Þ£7T/1 f £IN0? £<r kANH FÆbiNGAH jÞAQ/i SESi AlANNA UtANbókAD, /VlKKI WAR2 VAR GcfioR ÞA F/fDDIiT LIVINíi SIONE IQ. itjli-- HEYNOU! ECr VAR EIN- DUTT />£> SP/LA ViÐ V£kf1lrin OKRAR-Oir- TlL LUKkU MÉÐ TÆíslNaAR DA& LlTLLI bÍTTUD kinnaq AlshAttVSUR! : hvenalr ssRíiur 32 FALKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.