Fálkinn


Fálkinn - 03.04.1963, Blaðsíða 33

Fálkinn - 03.04.1963, Blaðsíða 33
TREUEBORG GÖLFFLÍSAR 9 t .../j, encmlgargooar falleg mynztur stuttur afgreiÖslufrestur GUNNAR ÁSQKIRSSON 1 Su'ðui'landsbraut 16 Simi 3 5200 Þegar við komum í salinn var hann nærri fullsetinn. Við höfðum búizt við að sjá eingöngu ungt fólk, en þar skjátlaðist okkur. Þarna var fólk á öll- um aldri og ekki síður svokallað mið- aldra fólk, en ungt. Og í bekknum rétt hjá okkur voru hjón sem virtust vera talsvert yfir sextugt. Fyrir aftan okkur sátu ungar stúlkur og voru í fjörugum samræðum. — Mér hlakkar svo til, sagði ein. Ég er viss um að þetta verður gasalega skemmtilegt. — Lúdó er lang bezta hljómsveitin núna, sagði önnur. -—- Andrés er nú líka ágætur. — Já, en mér finnst Lúdó fjörugri. Það var slökkt í salnum og hljóm- sveitin fór að leika og tjaldið var dreg- ið frá. Það dundi við mikið lófaklapp og sumir kölluðu. Ekki bárum við kennsl á lagið. Fyrstu söngvararnir voru Jón Stef- ánsson og Guðný Þorvaldsdóttir. Þau sungu tvö lög hvort við ágætar undir- tektir. Þá kom gamanþáttur. Ómar Ragnarsson ræddi við íþróttamann mánaðarins: Sólbrún Kolbrúnsson upp- gjafa handknattleiks- og knattspyrnu- mann, gutlara í frjálsum. Hann sagðist vera kominn á rétta hillu, vera farinn að æfa lyftingar. Lagði hann ríka á- herzlu á gildi greinarinnar sem hann sagði mjög upplyftandi. Bezta ráðið til að ná góðum árangri vær að borða nógu mikið af lyftidufti. Næstu söngvarar voru Arnór Þórhalls- son og Berta Biering sem sungu tvö lög hvort. Þau fengu mjög góðar viðtökur og voru bæði klöppuð fram og urðu að syngja aukalög. Næst kynnti Ómar íslandsmeistara í Limbó, Sigurð Viggó. Að vísu væri ís- landsmetið óstaðfest. Það væru 37 cm. sem yrði að telja mjög góðan árangur. Og á meðan stengurnar voru bornar inn útskýrði Ómar hvað Limbó væri. Hann sagði það skylt hástökki en virk- aði alveg öfugt. f stað þess að stökkva upp þá reyndu menn að komast undir stöngina í sem lægstri hæð. Útbúnað- urinn væri sá sami. Svo lék hljómsveit- in Limbódans og Stefán söng með og salurinn klappaði. Stöðugt lækkaði sláin og okkur kom í hug notagildi Limbó í sambandi við megrun. Ekki gaf Ómar upp lægðina sem Sigurður Viggó fór en bersýnilega er hann góður í þess- ari grein. Ómar sagði að menn héldu því fram um yngri kynslóðina að hún kynni ekki að meta þjóðlega tónlist og til að hnekkja þessum söguburði ætlaði hljómsveitin að leika uppáhaldslagið sitt: Ólafur reið með björgum fram. Um flutning sveitarinnar á þessu verki vilj- um við ekki dæma en áhorfendur virt- ust kunna að meta þetta og þeir létu það óspart í ljósi. Gaman hefði verið að hafa Jón Leifs þarna. f hléinu hlýddum við á samræður manna og þær voru á einn veg að þetta væri góð skemmtun. Skaði ef þetta yrði ekki endurtekið. Söngvarar eftir hlé voru Hilmar Magnússon og Herdís Björnsdóttir sem sungu tvö lög við ágætar undirtektir. Þá var kynnt nýtt lag eftir Björn Ingi- marsson: Stína mín, sem Lúdó og Stefán fluttu. Þá söng Ómar vísurnar um hann aumingja Svein sem mikið hefur á sig lagt til að ná í konu en ekki tekizt. Hann er bóndi og ræður til sín kaupakonu og þegar hún segir honum að sér sé kalt nær hann í hitapoka og allt fer út um þúfur. Hann öfundar hanann sem á séns á hundrað hænum og lætur tíkina sofa til fóta og syngur: Að þú værir kona en ekki hundur. Aumingja Sveinn. Það þarf náttúrlega ekki að taka það fram að menn vildu ekki sleppa Ómari við svo búið og hræddir vorum við um þak- ið á húsinu. Kannski eru þetta vísurnar sem Ómar má ekki syngja í Útvarpið. Og aukalagið var draumurinn: Hann dreymdi að hann væri að aka á Kádil- jak og lenti í kappakstri við lítinn Fiat. Barst leikurinn víða og tókst honum ekki að hrista Fiatinn af sér. Lyktaði þessu svo að litli bíllinn ók fram með Kádiljaknum og bílstjórinn spurði: — Hvernig á ég að koma honum úr öðrum gír? Þá var atriði sem þeir fluttu Stefán og Hans Jónsson saxófónleikari um klaufann Gvönd og elsku mömmu. Þeir voru búnir með atriðið þegar Ómar ruddist inn og sagðist vera með áríð- andi skilaboð frá hússtjórninni. Það hefði fundizt veski með hundrað þús- und krónum og þeir sem kynnu að eiga þetta veski væru beðnir að vitja þess uppá senu og skipa sér í einfalda röð. Oktettinn var næstur og söng tvö lög við góðar viðtökur. Þá var komið að síðasta atriðinu. Hljómsveitin lék Lúdó special. Fagnaðarlætin voru gífurleg með tilfallandi klappi og stappi og upp- hrópunum. Þegar laginu var lokið var mikið klappað og hljómsveitin varð að leika aukalag: Deep in the heart of Texas. Það urðu mikil fagnaðarlæti. Babýlon Framh. af bls. 24. að þetta fólk myndi koma hingað í kvöld. —- Það þýðir ekkert að reyna það núna. Charlie stóð á fætur, tók hatt sinn og gekk í áttina að dyrunum. Hann opnaði dyrnar inn í borðstofuna, og Honoria stóð strax á fætur og hljóp til hans til þess að kveðja hann. — Góða nótt, elskan mín, sagði hann. Hann fór beina leið niður á Ritz, hvítglóandi af bræði, og vonaði að hitta Lorraine og Duncan, en þau voru þar ekki, og hann gerði sér grein fyrir, að hann gæti hvort sem var ekkert gert. Hann hafði ekkert drukkið úr glasinu hjá Lincoln og bað um tvö- faldan whisky. Paul kom til hans og heilsaði. — Hér hafa orðið miklar breytingar, sagði hann. — Veltan er ekki nema helming- ur af því sem hún var. Margir af við- skiptavinunum töpuðu öllu sem þeir áttu í kreppunni. Ég heyrði líka, að þér hefðuð líka tapað miklu. — Það er rétt, sagði Charlie og Framh. á bls. 36. FÁLKINN 33

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.