Fálkinn


Fálkinn - 03.04.1963, Blaðsíða 38

Fálkinn - 03.04.1963, Blaðsíða 38
Dunangsfiigl Framh. af bls. 37. Það höfðu orðið gazellur á leið þeirra, svo að kexið var enn til. Asnarnir, sem eftir voru, þrifust vel við stærri vatns- skammta. Búskmaðurinn virtist vita nákvæm- lega, hvert hann var að fara, og ágizk- un Schalks hafði reynst rétt. Hann skaut síðasta asnann sinn við rætur fjallsins. Baboon-api gelti og hann sá ný för eftir zebradýr. Svo að það hlaut að vera hér vatn. Það gæti verið salt. Margar skepnur drukku salt vatn. Búskmaðurinn vísaði honum upp ósléttan stíg — Schalk velti fyrir sér, hver hefði gert hann. — umhverfis stóran, svartan klett og inn í helli, sem var eins og sár í fjallshlíðinni. Schalk kveikti á eldspýtu. Líf færð- ist í veggina. Stór dýr virtust stökkva á hann. Ljón. Fílar. Myndirnar, sem skreyttu veggina, hreyfðust allar í flöktandi ljósinu. Búskmaðurinn hljóp að lítilli holu og aftur með tvær töskur, sem hann tæmdi á rykugt hellisgólfið: hrúga af óreglulegum molum, einn eins stór og valhneta: Gull. Þegar Schalk leit upp, var Búsk- maðurinn farinn. Þetta var fjársjóður annars manns, sem hafði horfið. Bein hans hlutu að vera einhvers staðar á næstu grösum. En Schalk hafði ekki komið til að leita að beinum. Þetta voru molar, en það hlaut að vera til gullæð, sem þeir voru komnir úr. Hérna var vatn og villibráð og hann ætlaði að leita hennar. Þetta gull hafði skolazt niður í flóðunum. Það, sem hann þurfti að gera, var að finna farveginn og fylgja honum. Það var þegar hann fann gullgrafar- ann, hauskúpu hans og það, sem hýen- urnar höfðu skilið eftir af beinum hans. Og gull. Meira gull hjá jarðneskum leifum hans. Hann hlaut að hafa fundið æðina og látizt í bakaleiðinni -—- bitinn af snáki? fótbrotnað? — og legið þarna þangað til hann dó úr þorsta og sulti. Schalk hélt áfram. Hann fann gullið, gullæð um hálfan þumlung á þykkt, þar sem hún lá eftir hvítu kvarzbergi, sem glóði í sólskininu eins og það væri blautt. Þarna voru för eftir hamar dauða mannsinns. Þarna lá hamarinn við fætur hans. Schalk tók hann upp og rak í æðina til að ná sér í sýnishorn. Gull. En hvað það var mjúkt og þungt! Dagarnir liðu. Það var mál að halda heim. Hann hafði verið hér í viku — eða var það lengur? — og var mikið í mun að flýta sér heim. Hann hafði ekki áhyggjur af Búskmanninum. Hann hafði hugsað um hann. Búskmaðurinn hafði aldrei verið raunverulegur í aug- um hans, aðeins hlutur, sem hann not- aði til að vísa sér leiðina. HEIMFERÐIN var ekki erfið. Það voru för í sandinum til að fara eftir. Sporin og önnur merki myndu vara unz regnið kæmi eða vindarnir blésu þeim burt. Bein næstsíðasta asnans voru alveg hrein. Flest þeirra höfðu verið moluð af stórum kjálkum hýenanna. Hann áði við hlið þeirra, gróf upp vatnið og svaf undir bambusstönginni með litlu veif- unni, sem blakti yfir höfði hans. Gullið var þungt. Það var þyngra en riffillinn hans. Tíu pund, hélt hann. Tíu pund af gulli. Nóg til að kosta stóran leiðangur til fjallsins strax og hann hefði látið skrá sig eiganda fund- arins. Hann hafði rissað upp nákvæman uppdrátt. Gæfa. Hvílíkur gæfumaður var hann. Hann hefði getað skotið tarf en hann gerði það ekki. Hann var að flýta sér og ætlaði að lifa á kexinu. Hann svitnaði í hitanum. En hann var næstum kominn. Hann sá næsta flagg í fjarska. Sporin urðu skýrari með degi hverjum eftir því sem fjöldi asnanna jókst. Hann leit ekki upp aftur fyrr en hann var næstum kominn á áningar- staðinn. Þá brá honum í brún, Hann sá dálítið skrýtið, óvenjulegt. Um- hverfis flaggstöngina var grænn blett- ur. Grænt í eyðimörkinni! Hann hljóp í áttina þangað. Brúsinn hafði verið grafinn upp, tæmdur og settur á sinn stað aftur. Nokkrir dagar nægðu til að gras skyti upp kollinum hér, ef það fengi vatn. Gras hafði sprottið og verið bitið. Aðeins eitt blóm var eftir, hvítt blóm líkast fjallasóley á löngum stilk. Það var enn heitt í veðri, sólin langt frá sjóndeildarhringnum, frá hafinu, þar sem hún settist í vestri á hverju kvöldi. Guð....... Gæfan hafði yfirgefið hann. Hann var kominn of langt til að snúa við. Hann lagðist niður til að reyna að róa sig. Síðan stóð hann upp og tók að hrópa. Hrópa til guðs í auðninni. Að öskra þangað' til munnur hans skræln- aði og tungan bólgnaði í munni hans. ÚR FJARSKA fylgdist Búskmaður- inn með hvíta manninum, sem reikaði, datt, stóð upp, heyrði hann reyna að æpa, sá hann steyta hnefa til himins og fara úr fötunum, þangað til hann var nakinn, hvítur eins og kviður á snáki, nema á andliti og handleggjum. Sólin steikti hann þegar í stað, réðist á þennan varnarlausa hvíting. Á lið- legri klukkustund varð hann eldrauður og svo bólginn, að augun voru horfin inn í andlit hans á bak við augabrúnir og kinnar. Búskmaðurinn stóð nú rétt hjá hon- um, og fylgdist af áhuga með baráttu hans. Kona hans hafði líka dáið úr þorsta, en ekki á þennan hátt. Dauði hennar hafði verið hæg uppþornun vegna vatnsskortsins, eins og þegar jurt skrælnaði. Hann hafði enga hugmynd um rétt- læti. Alls engar hugmyndir eins og við þekkjum þær. Ekkert teygjanlegt, held- ur hugboð um án þessa manns mundi heimur hans — það er að segja eyði- mörkin — verða betri staður, þar sem auðveldara yrði að draga fram lífið. Hann hafði heyrt, að þeir væru vit- lausir í gull. Þetta sannaði það. Það var þeirra hunang. Hann gaf frá sér dálítið smellandi hljóð í efri gómnum, sem var hálfgildings hlátur. „Ég er hunangsfuglinn,“ sagði hann, „ekki lengur Frábær veiðimaður... hunangsfuglinn...“ Yfir höfði hans komu gammarnir í stórum bogum ofan úr háloftunum. Svartir skuggar þeirra þutu eins og dýr yfir gróðurlausa jörðina. Án þess að líta við, trítlaði hann af stað, lítill, gulur maður, sem hvarf í gulum sandinum. Gúmmístimplar Búum til gúmmístimpla með eins dags fyrirvara. FÉLAGSPUGWTSMIÐJAN H.F. Sími 11640. Umbúðapappír Höfum fyrirKggjandi umbúðapappír í rúllum, sem við getum prentað á í tveim litum. Talið við okkur og sjáið sýnishorn og veljið mynztur eftir eig- in geðþótta. ' ANILÍISPREJíT H.F. Sími 11640. 38 fXlkinn

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.