Fálkinn


Fálkinn - 22.05.1963, Blaðsíða 4

Fálkinn - 22.05.1963, Blaðsíða 4
séð & heyrt Skyldu þær hafa verið svona glæsilegar nornirnar í gamla daga? Ekki vitxun við, hvort frændur okkar á Norðurlöndum ímynda sér að nornirnar séu þannig útlits, en hvað um það stúlkan er snotur. Stundum leynist þó flagð undir fögru skinni, — munið það. ★ Sam Letrone heitir kráar- eigandi í einu úthverfi Par- ísar. Hann á m. a. hænsna- bú og það á sér ekkert líkt í heiminum. Hænsnin hans eru til dæmis tryggð hjá Lloyds fyrir cina milljón kr. Þau bera öll nöí'n og getum við sagt ykkur nafnið á nokkrum sómahænsunum: Júlía, Rósalind, Alfred, Frið- rik, og Zera. Hænsnin hans Sams eru miklu þroskaðri og gáfaðri en önnur hænsni. Þau geta sungið og dansað á glasbörmum, þau reykja sígarettur og þau verpa, þegar þeim er skipað það. Sam vill sem minnst láta uppi, hvernig hann fékk hænsnin sín til að leika þessar listir — en fróðir menn segja, að hann dáleiði þær. Hann mun hafa lært þá kúnst að Thaiti en þar ku fólkið kunna fuglamál. Fólk það, sem starfar að kvik- myndun, á til að gera góðlátlegt gys hvert að öðru. Les- endur vita sjálf- sagt ekki deili á Maj Soya en hún er dóttir rithöf undarins Soya og starfar að ritun kvikmyndahandrita. Hún varð nýlega illilega fyrir barðinu á samstarfsmönnum sínum. Þegar hlé varð á vinnunni, gripu leikar- arnir og ljósmyndararnir gjarna í teningaspil. Maj var æst í spilið og fékk hún að vera með. Henni þótti það kynlegt, að í hvert skipti, sem spilað var um smáupphæðir, vann hún alltaf, en þegar um eitthvað var að ræða, sem henni þótti girnilegt, þá tapaði hún alltaf. Samstarfsmenn hennar höfðu nefnilega hagað því þannig til, að þegar þeir sáu, að hana langaði í það, sem í boði var, þá svindl- uðu þeir alltaf. — Gekk svo langa hríð, en að lokum hugðust þeir leiða hana í allan sannleika. Báðu þeir hana því að koma eitt kvöld í upptökusalinn til að spila teningaspil. Er hún kom þangað, \far þar ekki nokkur maður, — en allt í einu heyrði hún í hátal- aranum, dimma og hljómmikla rödd, sem sagði henni allan sannleikann um teninga- spilið. Þetta varð til þess, að hún spilaði aldrei framar teningaspil. ★ Á stríðsárunum fór Bob Hope á milli her- stöðva og skemmti. Einhverju sinni átti hann að skemmta á herspítala. — Menn bjuggust við komu hans og foringjar ætl- uðu að taka á móti honum og leiða hann síðan inn í liðsfor- ingjaklúbb og gefa honum snaps af góðu víni. Síðan átti að ganga til leikhússins og bjóða honum sæti á fremsta bekk ásamt liðs- foringjunum, sem höfðu tekið þrjá fremstu bekkina frá fyrir yfirmenn. En þegar Bob Hope kom, ók vagn hans fram hjá liðsforingjasveit þeirri, sem ætlaði að taka á móti honum, og stanzaði fyrir utan eitt sjúkratjaldið. Þar steig hann út og gekk rakleiðis inn. Hann glettist við sjúklingana, tók þátt í pókerspili og heilsaði næstum upp á hvern mann. Hann gekk í öll tjöldin og síðan lagði hann af stað áleiðis í leikhúsið og liðsforingjaklíkan á eftir honum. Þegar í leikhúsið kom, klifraði hann upp á sviðið og sá, að þrír fremstu bekkirnir voru auðir, en hópur af sjúklingum stóð. Þá kallaði hann: „Strákar, komið þið hérna, það er nóg af sætum!“ Og bekkimir fylltust af glöðum sjúklingum. En liðsforingjarnir urðu að gera svo vel og standa meðan á skemmtuninni stóð. 4 FALKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.