Fálkinn


Fálkinn - 22.05.1963, Blaðsíða 7

Fálkinn - 22.05.1963, Blaðsíða 7
Hann vill hlusta. Kæri Fálki! Einu sinni skrifaði ég ykk- ur bréf en það er langt síðan og ég man varla um hvað bréfið var. Það er eins og mig minni að ég hafi eitthvað verið að skammast útí strætó. Nú langar mig til að skrifa ykkur aftur og að þessu sinni um fólk í bíó. Það er einkenni- legt að fólk skuli alltaf þurfa að tala svona mikið saman meðan á sýningu stendur og það svo hátt að maður missir af stórum hluta samtalsins í myndinni. Ég held að fólk hljóti að geta komizt hjá samræðum. Og umræðuefnið er ekki svo fjölbreytt. Það er annað hvort ómerki- leg kjaftasaga, ellegar þá að annar aðilinn hefur séð mynd- ina áður og segir sessunaut- inum hvað muni gerast næst. Þá finnst mér það hinn mesti ósiður að vera alltaf að borða sælgæti í bíó og láta skrjáfa í pappír og öðrum umbúðum utan af þeirri fæðu. Ég treysti ykkur til að birta þetta bréf eins og þið birtuð forðum bréfið um Strætó. Svo þakka ég ykkur fyrir með virktum. Óli. Svar: Þetta er vissulega mjög livim- leitt og á ekki aö eiga sér staö. En þaö getur nú staöiö misjafn- lega á fyrir mönnum. Þaö getur veriö aö fólk þaö sem talar svona mikiö í bíó hittist svo sjaldan aö þetta sé eini möguleiki þess til aö tala saman. Svo eru sumir menn svo óskaplega feimnir, aö þeir þora ekki aö tala saman, nema í myrkri. Samvinnuskólinn. Kæri Fálki! Okkur langar að biðja þig að gefa okkur upplýsingar um Samvinnuskólann að Bif- röst. Hvaða próf þarf að hafa til að fá inngöngu, hvaða námsgreinar eru kenndar, hve mikið kostar kennslan og fæði þar einn vetur, og hve marga vetur er skólinn? Ef þú getur ekki gefið okk- ur þessar upplýsingar, vonum við, að þú getir bent okkur á einhvern, sem er fær um það. Svo þökkum við fyrir allt ág'æta efnið sem þú flyt- ur sérstaklega stjörnuspána og framhaldssögurnar. Með fyrirfram þökk, Tvær námfúsar. Svar: Þá er bezt aö byrja á byrj- uninni. ÞaJÖ er ekki krafizt neins prófs til aö komast í Samvinnu- skólann aö lööru en þvi aö í september ár hvert fer fram inntökupróf sem mun jafngilda landsprófi. Þær greinar sem kenndar eru viö skólann eru þessar: Enska, Danska, Þýzka og Islenzka, aöallega bókmennta- saga og stíll. Bókfœrsla, rekst- urs og þjóöfélagsfrœöi, verzlun- arréttur, almenn verzlunarstörf, eins og búöar- og skrifstofustörf og svo vélritun. Og aö lokum menninga- og samvinnusaga. Skólinn stendur tvo vetur frá byrjun október til aprílloka. Skólagjaldiö mun vera sem nœst 15.000.00.00 Annars fáiö þiö all- ar nánari upplýsingar um skól- ann í Frœösludeild SlS, Sam- bandsliúsinu, Reykjavík þar sem innritun undir inntökupróf fer fram, en aösókn er jafnan mikil. * NÝTT GLÆSILEGT YAMLVII ENNÞÁ hefur orðið stórbreyting í gerð stofuhúsgagna og er hér komið á markaðinn sett með öllum ein- kennum nútímans en búið öllum kostum hinna klassísku húsgagna. Efnið er mjög vandað bæði viður og áklæði og stíllinn stórglæsilegur. SKEIFAA KJÖRGARÐI — SÍMI: 16975. FALKINN 7

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.