Fálkinn


Fálkinn - 22.05.1963, Blaðsíða 21

Fálkinn - 22.05.1963, Blaðsíða 21
2 Rúna Guðmundsdóttir hefur að undanförnu dvalizt í París og London og öðrum þeim stöð- um, þar sem tízkima ber hæst nú á dögum. För sína gerði hún í því skyni að kaupa inn efni og tilbúna kjóla og kynna sér helztu nýjungar á sviði tízkuverzlunar. Hér sýnir Ragna Ragnars franskan alsilkikjól. Blússan er bróderuð með perlum og vír — en það voru einmití aðal einkenni Parísartízkunnar í vor — pilsið er úr ekta silki, chiffon, og er þrefalt. Þessi kjóll er aðeins einn af mörgum frönskum kjólum sem á boð- stólum eru í Parísartízkunni, svo að segja má að hin nýja verzlun beri nafn með rentu. Enskur ekta silkikjóll í brúnu. Silkið er organse og blúndan er einnig úr ekta silki. Blúnd- ur ekki ósvipaðar því sem ömmur okltar voru hvað sólgn- astar í, eru nú aftur komnar í móðinn, eins og svo margt annað gamalt og gott, sem hlotið hefur náð fyrir augum tízkufræðinga nútímans.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.