Fálkinn


Fálkinn - 22.05.1963, Blaðsíða 22

Fálkinn - 22.05.1963, Blaðsíða 22
pliaedi^a Fimmti hluti framhaldssögu eftir Yale Lotan. Sagan hefur verið kvik- mynduð og fer myndin nú sigurför um heiminn. Hún verður sýnd í Tónabíói strax og sögunm lýkur hér í Fálkanum. Titilhlutverkið leikur hin fræga leikkona, Melina Mercoun. Aðrir aðalleikendur eru Antony Perkins (Alexis) og Ralf Vallone (Thanos). Leikstjóri er Jules Dassm. NÆSTUM samtímis heyrði ég Tha- nos biðja um langlínusamtöl og missa stjórn á skapi sínu vegna slæms sam- bands. Ég vissi að hann hafði lítið að segja syni sínum og ég var glöð. Ég var önnum kafin við að dusta rykið af húsgögnunum og athuga hvort teppi og mottur væru ónýt. Roskinn grískur starfsmaður Than- osar, sem hefði getað verið eftirmynd Önnu með sitt dökkleita þurra útlit, lagði á borð fyrir okkur þrjú í horni dagstofunnar. Þegar hann hafði lagt á borð, dró hann gluggatjöldin frá og gegnum hina háu glugga gátum við haft útsýni yfir París. Thanos var enn í símanum inn í bókaherbergi og Alexis kom og stóð fyrir aftan mig, og við horfðum þegjandi út. Hin ferska blað- græna kastaníutrjánna fyrir utan var með daufum regnbogalitum og bar merki um vorskúr. í fjarlægð var hin ósýnilega fegurð Parisarhiminsins. Sem ég stóð þarna varð ég vör við nálægð Alexis og sú gleði, sem útsýnið hafði veitt mér, breyttist fljótt í hryggð. Um leið og Thanos hafði lokið síðasta samtalinu, slóst hann í hóp okkar og stutta stund stóð hann hjá okkur fyrir framan gluggann. „Jæja, da Vinci, gætir þú málað þetta?“ spurði hann, en með hlýlegri rödd. „Gætir þú fest eitthvað af þessu — þessu stórkostlega útsýni á léreft. Ef þú getur það, ertu skolli góður.“ Alexis hreyfði sig burt. „Ég hef aldrei sagt, að ég væri da Vinci,“ sagði hann lágt. Þjónninn kom með forréttinn og við settumst niður. Thanos hvolfdi í sig úr litlu vodkaglasi um leið og hann sagði: „Ég held því ekki fram að ég skilji listir, Alexis. Kannski ertu góð- ur. En lofaðu mér að segja þér eitt, sem ég veit — ef þú ert ekki góður, vertu þá ekki að þessu. Gerðu ekkert nema þú getir gert það reglulega vel, betur en nokkur annar, ef mögulegt er.“ Hann leit á Alexis og við biðum bæði eftir að hann svaraði, en drengur- inn var þungbúinn og leit ekki upp. Thanos hélt áfram: „Þegar ég giftist Phaedru var ég smá- kall. Hún var dóttir stærsta útgerðar- mannsins. Hann er enn sá stærsti. Hann getur enn hlaupið í kringum báða tengdasyni sína eins og þú munt sjá, þegar þú kemur. En ég er að kaupa Andreas upp og brátt mun ég ná tangar- haldi á Dimitri gamla, já, já, það mun ég gera.“ Hann leit á mig eins og til að segja: „Þú veizt ég meina ekkert illt.“ Venjulega hefði mér orðið hlýtt til hans á slíkum augnablikum, en þarna varð ég vör við andúð þá, sem Alexis hafði á grobbi Thanosar. Við fundum ekki neitt til að segja, meðan þjónninn tók diska okkar burtu og bar inn súpuna. Það tók hann langan tíma að hella víninu og þögnin var löng og óþægileg. Þegar hann fór, sagði Thanos við mig en brosti til Alexis: „En þú gerðir vel — þú komst með hann da Vinci minn til mín. Ég er glaður.“ Alexis leit skyndilega upp. „Ég hef aldrei sagt, að ég væri da Vinci,“ sagði hann aftur, rödd hans var ekki styrk og barnalega önug. Á þessu augnabliki sá ég veikleika hans og varð glöð að ég skyldi geta sáð þá. Veiklynt fólk hefur aldrei haft áhrif á mig né dregið mig að sér. „Hættu þá að mála.“ „Hvers vegna? Heldurðu að litlir mál- arar geti ekki verið eins hamingjusamir og stórir útgerðarmenn?“ Það var broddur í röddinni núna og hún var ekki lengur barnaleg. Ég beit mig í vörina og beið. „Ég myndi ekki vera of viss um það. Hárið á pelsinum þín- um kemur frá Indlandi. Það getur hafa verið eitt af mínum skipum, sem kom með það. Kryddið í matnum, sem við erum að borða, kaffið, sem við finnum lyktina af, — þetta er flutt á mínum skipum frá Austurlöndum, Vestur Ind- íum, Suður-Ameríku. Jafnvel viðurinn í þessu borði getur hafa komið frá Svíþjóð á einu af skipum mínum. Ger- irðu þér ljóst, hvað þetta þýðir? Phae- dra, segðu honum, segðu honum hvað ánægja raunverulega er. Þú verður að vera að minnsta kosti da Vinci til að fá eitthvað út úr málaralist.“ „Ég hélt það væru peningar, sem skipin færðu þér,“ sagði Alexis, en rödd hans var ekki sannfærandi. Ég gat séð að óður Thanosar til valdsins hafði farið í gegnum einhverjar tor- færur í drengnum. „Auðvitað færa þau mér peninga! Ég vinn fyrir því. En ef ég hefði erft þessi auðæfi eða ef þau kæmu, við f skulum segja, úr pylsuhýði þá myndi ég vera annar maður og Phaedra myndi ekki vera konan mín, trúðu mér dreng- ur minn.“ Hann var í góðu skapi og hann rétti út höndina og greip í handlegg minn. „Ég elska þessa konu. Mig langar að vera hjá henni í nótt, en eftir nokkr- ar klukkustundir þarf ég að vera í Le Havre.“ Ég get ekki lýst óróanum, sem orð hans ollu mér. „En Thanos, þú getur ekki farið núna!“ sagði ég og hlýt að hafa virzt raunverulega vonsvikin, því að hann kyssti hönd mína og sagði mjög elsku- lega: „Ég get ekki að því gert, mín fagra. Og á morgun mun ég verða í New York.“ Áður en ég gat slitið hönd mína lausa, tók hann eftir að hringinn vantaði. „Hvar er fallegi hringurinn minn?“ Ég sá Alexis skotra til mín augunum aðvarandi og ég brosti. Ég 22 FALKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.