Fálkinn


Fálkinn - 22.05.1963, Blaðsíða 23

Fálkinn - 22.05.1963, Blaðsíða 23
þekkti hann Thanos minn og ég sagði með önugri rödd: „Ég henti honum i Thamesána.“ Hann gældi við hönd mína og stóð á fætur. „Æ, Ijúktu að minnsta kosti við mat- inn,“ sagði ég og sendi Alexis sigri- hrósandi augnaráð. En Thanos var nú þegar kominn í bókaherbergið. Alexis og ég störðum hvort á annað algjörlega rugluð. Ég stóð upp og elti Thanos. Það var myrkur í bókaherberginu, nema á skrif- borðinu, en það var lýst upp með lampa. Hann var að setja blöð í skjalatösku sína. Ég kom og stóð nálægt honum og sagði mjög lágt: „Gerðu það fyrir mig að fara ekki í kvöld.“ „Ómögulegt, hundruð manna bíða eftir mér.“ „Finndu einhverja afsökun. Segðu að þú sért veikur.“ Hann hló. „Hver myndi trúa mér? Ég hef aldrei á ævinni verið veikur. Þeir myndu halda, að Andreas stæði á bak við það.“ Ég laut höfði að hönd hans, sem hélt utan um mínar báðar. „Sjáðu — það er einnig mikilvægt fyrir hann,“ sagði hann og benti í átt- ina að dagstofuherberginu. „Ef þessi áætlun heppnast, verkar hún eins og sprengja. Andreas mun deyja. Komdu ég vil kveðja hann.“ Hann leiddi mig aftur að dagstofunni með handlegginn utan um mitti mér. Alexis hafði einnig yfirgefið borðið og sat á gólfinu fyrir framan plötu- spilara og sötraði koniak. Hann hafði sett plötu á og beið eftir því að hún færj af stað. Hann sneri sér ekki við, þegar við komum inn aftur. Thanos sleppti mér og gekk upp að honum. Hann tók hann upp áreynslu- lítið og mjúklega og sagði: „Vertu sæll, da Vinci. Þú hefur gert mig hamingju- saman. Ég lofa þér dásamlegu sumri. Sé þig heima.“ Hann faðmaði hann fljótlega að sér og hvarf og þjónninn með honum. Þegar þeir voru farnir leið mér eins og ég hefði verið skilin eftir ein í tómu leik- húsi eftir að sýningu er lokið. Húsið var svo afskaplega þögult og ekkert var öruggt. Ég svipaðist um eftir Alexis og gat ekki séð hann. Þá heyrði ég í honum í bókaherberginu. Hann var að hringja á flugvöllinn. „Mér er sama hvaða flugfélag það er, ég verð að komast til London í kvöld.“ Mér fannst ég gjörsamlega yfirgefin. Þótt ég hefði upphaflega gert ráð fyrir að vera ein í París, þá var hugsunin um það hryllileg í mínum augum núna. „Hringið í mig eins fljótt og þið getið,“ var hann að segja. „Þakka yður kær- lega fyrir — ég mun bíða.“ Mig langaði til að gráta. Þetta var svo tilgangslaust. Hvað var ég að gera hér? Hvers vegna ætti ég að dveljast í París einsömul? Fyrir nokkra heimskulega kjóla? Ég vildi komast aftur til Aþenu, til Önnu og föður míns og Dimitri litla. Á þessu augnabliki hataði ég Alexis og var fokreið út í hinar léttúðarfullu kveðjur Thanosar. Alexis kom aftur inn í dagstofuna, og forðaðist af ásettu ráði að horfa i augu mín. „Þeir ætla að hringja aftur út af flugvélinni,“ sagði hann. Ég sneri við honum baki og gekk út að glugg- anum. Leifar máltíðar okkar höfðu verið hreinsaðar burt og látlaus tómur vasi stóð á miðju borðinu. Ég leit út um gluggann og sá að það var lítillega byrj- að að rigna aftur. Ég hvíldi enni mitt á rúðunni og óskaði að ég væri þúsund mílur í burtu. Alexis stóð fyrir aftan mig, kveljandi og útlendingslegur. Hann sagði: „Þú þarft ekki að bíða. Þú hlýtur að vera þreytt.“ Og rödd hans var svo köld og kæruleysisleg, að mér lá við gráti. Ég lét sem ég sæi hann ekki og stóð við gluggann í nokkrar mínútur og reyndi að bæla niður tárin. Ég hafði aldrei verið mikið gefin fyrir að gráta og hafði aldrei tilheyrt flokki hinnar veikgeðja konu. En nú þarfnaðist ég styrks einhvers annars og Alexis var þarna, en hann hefði getað verið gjörsamlega framandi. Svo heyrði ég að hann var að reyna að kveikja eld í eldstónni og ég velti því fyrir mér, hvort hann hefði tekið eftir, hve mér var kalt. Ég sneri mér við og sá hann krjúpandi við arininn haldandi á dagblaði fyrir framan eld- stóna til að glæða logann. Bak hans var mjóslegið og mjúkt og enn einu sinni stóð ég á öndinni af ástríðu. „Nú hatarðu mig aftur,“ sagði ég biðjandi um neitun. Hann svaraði ekki. Hér um bil grát- andi bætti ég við: „En ég elska þig.“ •— Bak hans var hreyfingarlaust. Hann skildi ekki. „Ég meina — ég er ástfangin af þér.“ Þessi síðustu orð glopruðust út úr munni mínum eins og stuna, áður en ég gat stöðvað þau. FÁLKINN 23

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.