Fálkinn


Fálkinn - 22.05.1963, Blaðsíða 24

Fálkinn - 22.05.1963, Blaðsíða 24
Hann hreyfði sig ekki en ég vissi, að héldi hann áfram að vera kyrr, myndi ég aldrei vera fær um að horía í augu hans eða nokkurs annars aítur. ,,Ég varð að segja þér þetta,“ sagði ég. „Nú geturðu farið, ef þú vilt.“ Þar sem mér var um megn að standast þögn hans lengur, sneri ég mér aftur að glugganum. Um leið fann ég hand- legg hans utan um mig eins og hann hefði staðið þarna allan tímann. Ég sneri mér við og horfði á andlit hans og mér varð hvert við, er ég sá þær kvalir, sem það lýsti. Hann leit út eins og maður, sem líður miklar líkam- legar þjáningar, en þorir hvorki að æmta eða skræmta. Augu hans voru hræðsluleg og ör- væntingarfull og skyndilega greip mig mikil rósemi. Ég tók um höfuð hans mjúklega og bar það að mínu höfði. Hann lokaði augunum og við kysstumst lengi, og meðan við kysstumst leit ég á lokuð augu hans og hönd mín hvíldi á hári hans og í nokkrar mínútur ríkti ekkert nema fögnuður og hamingja. Munnur hans var óhreyfanlegur á mínum munni, ekki krefjandi, aðeins fastklemmdur eins og til að þrýsta sér á varir mínar að eilífu. Án þess að stíga aftur á bak, sleppti hann skyndi- lega og hvíldi höfuðið á öxl minni og þrýsti líkama sínum að mínum. Ég stóð á öndinni. Skyndilega greip okkur mikil ákefð og við leituðum hvors annars, ófær um að komast nær, vit- andi aðeins hvort um annað, áköf og kærulaus. Síminn hringdi og ég sagði hásri rödd svo að það heyrðist varla: „Vélin þín — vélin þín, Alexis,“ en ég vissi að hann myndi ekki anza hringingunni og i langan tíma stóðum við þarna, höfuð mitt hvíldi við hans höfuð, hreyf- ingarlaus og full tilhlökkunar, meðan hringingin glumdi þunn og gjallandi í tómu húsinu. Þegar þeir hættu, kysstumst við aftur, en varlega í þetta sinn. Það var svo margt að uppgötva, svo mikil ást að sýna, áður en við værum reglulega saman. Vissi hann í raun og veru, velti ég fyrir mér hamingjusöm, vissi hann hverju ástin gæti líkzt og hvernig yrði að næra hana þangað til hún blómstr- aði? Og hvað þetta snerti, vissi ég það? Hvað var það við þessa ást, sem líktist ekki neinu af því sem ég hafði nokkru sinni þekkt áður? Ég færði mig aftur á bak og brosti í augu hans. Það var engin kvöl í þeim núna, enginn ótti, aðeins þokukennd- ur, ómeðvitandi svipur, og ég gat fund- ið að hann var óþolinmóður og önug- lyndur, er hann dró mig aftur nær. „Nei,“ sagði ég mjög blítt, og vissi að tilhlökkunin var betri. Ég gekk burt frá honum meðvitandi um vandræði hans. Þegar ég var komin að eldstónni, stanzaði ég. Eftir augnablik var hann við hlið mér aftur, eins hljóðlega og hann hafði hreyft sig áður. Ég dró hann niður og við settumst á gólfið, bak mitt sneri upp að legubekknum fyrir framan eldstóna. Nú tók hann foryst- una, hendur hans voru rannsakandi og heimtufrekar, og ég hörfaði til aðgerð- arleysisins, syngjandi af gleði. í grískum goðsögum elskuðu guðir og djöflar margar konur, og í æsku hafði ég oft hugsað um það. Ég eyddi jafnvel mörgum klukkustundum á ströndinni, helzt fyrir sólarupprás og dreymdi um guð sem birtist skyndilega og breytti að eilífu lífi mínu með ást sinni. Þessi ást var alltaf frjósöm og börn hennar voru miklar hetjur eða spámenn og skáld. Seinna dreymdi mig um áþreifanlegri elskhuga og frá frænda mínum Spiro náði listinn yfir ótal tegundir manna, sem allir ullu mér vonbrigðum fyrr eða síðar. En eitt var þeim öllum sameiginlegt, eða rétt- ar sagt þeim hugmyndum, sem ég hafði um þá. Þeir virtust framúrskarandi á einhvern hátt, líkamlega eða andlega. Ég var enn að leita að hinum ódauðlega elskhuga og beið eftir merkinu. Hinn blíði og skemmtilegi háskólamaður í Sviss var sá fyrsti, sem olli mér ekki vonbrigðum. Kannski hefði hann gert það, ef mér heíði verið leyft að giftast honum. Nú efaðist ég um að ég hefði elskað hann eins mikið og ég hafði haldið — engin ógnun eða bæn hefði stöðvað mig, ef mig hefði ekki grunað innst í hjarta mínu að hin hrifnæma og ljóðræna tilfinning, sem setti merki sitt á okkur, myndi ekki þola hvers- dagsleikann lengi... Thanos var annar. Hann kom óvænt inn í líf mitt, spurði engra spurninga reyndi ekki einu sinni að örva þá eigin- leika, sem hefðu laðað mig að honum. Hann gerði gys að áhugamálum mínum frá hljómlist til stjórnmála — þótt hann hlustaði og stundum heyrði ég skoð- anir mínar koma frá honum mánuðum síðar. Honum fannst ekki viðeigandi að sú kona, sem hann hafði áhuga á, hefði skoðanir á hlutunum. Hann kom ekki á stefnumót og lét mig bíða. Hann var oft geðvondur og ruddalegur. Fyndni hans var grófgerð og framkoma hans gat verið lítið betri. Oft sór ég þess dýran eið, að ég skyldi aldrei sjá hann framar, en strax og ég heyrði þungt fótatak hans og hina djúpu rödd hans, varð ég máttlausari og máttlaus- ari og endaði með því að gleyma öllum bitru athugasemdunum, sem ég hafði ætlað að gera. Hann kom því inn hjá mér að ég væri reglulegur kvenmaður og áður en leið á löngu var ég ánægð að vera það og gleymdi ekki aðeins draumum mínum um frelsið, heldur var ég einnig reið út af fjarvistum hans, þegar ég var of frjáls. Hann var ríkj- andi, og þegar hann hafði á röngu að standa eða honum skjátlaðist var hann einnig ríkjandi. Sem elskhugi var hann undarlega blíður og ég undraðist oft hvað yrði af allri blíðunni og nærgætn- inni, þegar hann vaknaði aftur. Ekki svo að skilja að hann væri óþýður og grimmur, að minnsta kosti ekki við mig, en þótt hann slægi mér þá mestu gullhamra, sem hann gat með því að vera mér trúr, þá spurði hann mig aldrei, ekki einu sinni, hvort það sem hann hafði gert, félli mér í geð. í fyrstu hafði faðir minn verið á móti honum. Thanos var útgerðarmað- ur, grískur og nokkuð vel ættaður, en hann var byrjandi og var þekktur fyrir að vera dálítið taumlaus.. Ég var í skóla. Hann gerði hosur sínar grænar fyrir systur minni og þótt hann væri ekki enn skilinn við hina ensku konu sína, féll þetta bersýnilega í góðan jarðveg hjá Ariadne. En hótanir föður míns voru nægilegar til að fæla hana frá og áður en langt var liðið var hún farin að grobba af sínum nýja aðdá- anda, Andreas, sem nú þegar átti sæmi- legan skipastól og hafði verið leikinn í að spila polo. Thanos byrjaði að leggja heiminn að fótum sér eins og hann væri eggjaður af þeirri fyrirlitningu, sem Dimitri gamli hafði á honum. Hann skildi við móður Alexis. Hann byrjaði að byggja sér skipastól sem út- lit var fyrir að ætlaði að verða sá stærsti í eigu eins manns. Hann var enn álitinn óheflaður, en fólk talaði um hann með lotningu, og ef skemmtun blandaðist Dagstofusett Stakir stólar Svefnsófar Svefnbekkir Svefnstólar BOLSTRUN ASGRIMS 1 I 24 FÁLKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.