Fálkinn


Fálkinn - 22.05.1963, Blaðsíða 30

Fálkinn - 22.05.1963, Blaðsíða 30
á m k il les ndun "J G. H. Ó. sendir blaðinu þessa óvenjulegu grein um reykingar. FÁLKINN vill hvetja lesendur sína til þess að senda stuttar greinar, sem þeir rekast á og þykir fengur í ein- hverra hluta vegna. Reykingar og rósemin „Mannkyninu má í dag skipta í tvo flokka, reykingamenn og þá, sem ekki reykja,“ Skrifar dr. Lin Yutang í kafl- anum um reykingar í bókinni „Bros- andi lífslist“. Það er satt, að reykingamenn valda þeim, sem ekki reykja oft óþægindum, en það eru óþægindi líkamlegs eðlis. Auðvitað eru margir, sem ekki reykja og skipta sér ekki af reykingum ann- arra og meira að segja eru til eiginkon- ur, sem hægt er að venja við, að eigin- maðurinn reyki í rúminu. Þetta er ör- uggt merki þess, að um er að ræða samstætt og hamingjusamt hjónaband. Það ber við, að maður álítur þá, sem ekki reykja, reykingamönnum andlega æðri og haldi, að bindindi þeirra sé eitt- hvað til þess að stæra sig af, en maður gleymir því þá, að sá, sem ekki reykir fer á mis við einn stærsta unað lífsins. Ég viðurkenni fúslega, að reykingar eru Sérstakur skóli fyrir pípureykingamenn er starfræktur í Englandi (efri mynd) Kínverskur pípureykingamaður, litó- grafia frá 1830 (neðri mynd). 30 FÁLKINN veikleiki siðferðilegs eðlis, en á hinn bóginn vitum við, að okkur ber að gæta okkar á fólki án veikleika. Til er fólk, sem alltaf er kalt og ákveðið og verður aldrei á mistök. Það er venjulega vana- fast, líf þess er vélrænna, heili þess missir aldrei stjórn á hjartanu. Jafn mikið og mér líkar hyggið fólk, hata ég fólk, sem aldrei verður á mis- tök. Af þeim orsökum verð ég alltaf hálf hræddur og mér líður illa, þegar ég kem inn á heimili, þar sem ekki eru til öskubakkar. Stofurnar eru oftast hreinar og vel til teknar, púðarnir eru á réttum stað og heimilisfólkinu hættir til að vera nákvæmu í framkomu og lausu við tilfinningasemi. Ég set strax upp sparisvipinn, sem þýðir, að mér líður allt annað en vel. Nú hafa þessar nákvæmu, tilfinn- ingalausu og óskáldlegu sálir aldrei skil- ið, siðferðileg og andleg gæði, er reyk- ingar hafa í för með sér. Og þar eð við erum nær alltaf gagnrýndir fyrir sið- ferðilegu og ekki listrænu sjónarmiðin, vil ég byrja á að verja siðferði reyk- ingamanna, sem venjulega stendur á hærra stigi en þeirra, sem ekki reykja. Maðurinn með pípuna í munninum er maður eftir mínu skapi. Hann er elskulegri, það er betra að umgangast hann, hann fremur fleiri smáyfirsjónir og oftast er hann bráðskemmtilegur í samræðum. Alla vega finnst mér hann kunna jafn vel við sig í mínum félags- skap, sem ég í hans. Ég er alveg á sama máli og rithöfundurinn Thackeray, sem skrifaði: „Pípan opnar munn hins vísa, en innsiglar varir hins heimska. Hún stuðlar að því, að samtöl verða yfirveg- uð, velviljuð og óþvinguð.“ Reykingamaður getur haft óhreinar neglur, en hvað gerir það til, þegar hjarta hans er hlýtt, og yfirveguð, vel- viljuð og óþvinguð samtöl eru það sjaldgæf vara, að maður er fús að greiða hátt verð fyrir. Og mikilvægara en allt annað er, að maðurinn með pípuna í Framh. á bls. 31. Einn af milljón Framh. af bls. 11.________________ hið vandasama og ábyrgðarmikla starf hans hafa tekið mjög á taugar hans og nú fyrir skemmstu hefur konan hans yfirgefið hann, af því að hann var aldrei heima og hafði ekki tíma til að leggja neina rækt við heimilislífið. En bróðir hans er garðyrkjumaður og býr hér í Lille Tommerup. Hann hefur hlotið verðlaun fyrir fjólurnar sínar og lifir hamingjusömu lífi..... — Ég bað skólastjórann að koma með mér hingað og ástæðan er sú, að við í ráðuneytinu gerum okkur ljóst, að Sören er gæddur frábærum gáfum, og það stendur okkur næst að rétta ungum manni hjálpandi hönd, ef hann þarf þess með. Nám sitt getur hann stundað sér að kostnaðarlausu. Það er sitthvað nú á timum, sem unga fólkið hefur áhuga á. Hugsið yður öll þau tækifæri sem menntun á sviði kjarnorkufræði býður upp á? Hugsið yður bara hversu mikils virði það er fyrir land vort og þjóð að geta lagt eitthvað af mörkum í hinni þrotlausu baráttu fyrir frið- samlegri hagnýtingu kjarnorkunnar ha? Feðgarnir brostu, en María varð á- hyggjufull á svip og sagði: — En heldur ráðherrann að hann Sören minn hafi nóga hæfileika til slíks? Við höfum alltaf hugsað okkur, að hann tæki við smiðjunni hans Ferdi- nands. — Ég tek alla ábyrgð á því, sagði ráðherrann. — Jæja, Sören: Hvað seg- irðu um að koma til Kaupmannahafnar. Sören hristi höfuðið brosandi: — Kjarnorkufræði .... ég hef nú ekki mikinn áhuga á henni....... — Og við verðum að hugsa um smiðj- una, skaut María inn í. — Hugsið yður bara ef Ferdinand yrði nú aftur undir- lagður af ótætis gigtinni? Hvar stæðum við þá, ef við hefðum ekki Sören? — Á ég þá að trúa því, að þér getið hugsað yður að vera smiður í þorpi allt lífið? spurði ráðherrann. — Ég hef heyrt því fleygt, að einhvern tíma hafi faðir yðar sagt, að hann saknaði þess mest af öllu að hafa ekki fengið tæki- færi til þess að ganga menntaveginn. . . — Já, það er satt. Ég þurfti að byrja að vinna fyrir mér , þegar ég var fjórtán ára. — Við lifum hér eins og ein stór fjölskylda, sagði Sören. Véltækninni fleytir fram og hér í þorpinu mundi skapast algert öngþveiti, ef ekki væri góður járnsmiður á staðnum. Ef ég hyrfi frá þessu lífi mínu og reyndi að skipa sess í heimi vísindanna — þá yrðu störf mín og ferill allur ákvarðaður af öðrum og æðri mönnum, eða er það ekki? — Jú, því ber ekki að neita, svaraði ráðherrann. — En í smiðjunni okkar, — þar erum við sjálfstæðir, faðir minn og ég. Ég var að gera við dráttarvél á herrasetri

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.