Fálkinn


Fálkinn - 22.05.1963, Blaðsíða 32

Fálkinn - 22.05.1963, Blaðsíða 32
Tvífarinn Framh. af bls. 29 Honum var eiginlega ekki ljóst hvernig hann komst heim, — en þegar þangað kom, sá hann viðurstyggð eyði- leggingarinnar í allri sinni dýrð — eða ódýrð. Fötin gereyðilögð — og framtíð Matthew sjálfs gereyðilögð. Auðvitað mundi hann verða straff- aður. Þegar hann róaðist datt honum ráð í hug. Eina leiðin út úr ógöngunum. Hann skrifaði skraddaranum sem hafði saumað fötin — gaf upp nákvæmt mál, sendi sýnishorn af efninu og fóðr- inu ásamt hnöppunum, og pantaði ný föt, sem skyldu vera nákvæmlega eins. Þau yrðu að vera tilbúin eftir fjóra daga. Þetta var nærri því meira en fórn af hálfu Mathews, fjárhagslega séð. Allt spariféð hans hvarf eins og dögg fyrir sólu — allir framtíðardraumar hans. Nú komu erfiðir dagar — spenningur, kvíði og hugarangur. Setjum nú svo, að skraddarinn yrði ekki búinn í tæka tíð. Matthew æddi um herbergið sitt, eins og ljón í búri, andvarpaði og kveinaði, svo að húsmóðir hans var farin að hugsa um að reka hann út. Inni í horni á klæðaskápnum héngu eyðilögðu fötin, og þegar hann sá þau fylltist hann við- bjóði. En loks kom pósturinn dragsandi með böggulinn og nú breyttist hugarástand Matthews skyndilega, harmurinn varð að sælu, alveg eins og hjá manni, sem hefur lokið við að draga úr sér endajaxl. Morguninn eftir um klukkan sex kom bifreið lordsins að fangelsinu með fullt koffort af fötum handa honum til þess að velja úr. Matthew bar koffortið inn í klefann, sem fangarnir höfðu fata- skipti í, og þar hafði hann lagt nýju fötin áður. Nú var komið inn með lordinn. Hann var orðinn dálítið kinnfiskasoginn, en glaður yfir að vera sloppinn úr prísund- inni — Það verður gaman að komast burtu úr svartholinu, sagði hann við Matthew. Þetta er versta svartholið sem ég hef nokkurn tíma kynnzt. Hann fór að athuga fötin, og Matt- hew varð kaldur og fölur. Sjálfum virt- ist honum fötin vera alveg eins og þau sem hann hafði eyðilegt. — Og það verður gaman að koma í almennileg föt aftur, sagði hann svo. — Nei þessi föt fer ég ekki í aftur. Ég fór eiginlega í þau vegna þess að ég ætl- aði hingað. Langar yður kannske til að eiga þau, varðþjónn? Og svo greip hann fötin og þeytti framan í Matthew, sem nú snerti á nýj- an leik þetta indæla efni, reyklitað og absintgrænt, með daufum rauðleitum tíglum. Mark Benny. PHAEDRA Framh. af bls. 25. manninn frá dýrunum. Litlir sólargeislar þöktu herbergið, og ég var enn vakandi, og hugsaði um hið liðna frá hátinti þessarar nýju uggvænlegu gleði. Ég horfði til baka á fortíðina eins og hún væri fjarlæg og henni lokið, eins og ekkert af þessu myndi ske í lífi mínu framar. Ég hugsaði um Thanos og alla hina með undarlegri rósemi eins og mörg, mörg ár skildu okkur að. Að baki mér var ástarnótt, og hennar líka hafði ég aldrei kynnzt, og við hlið mér lá þessi furðulegi ungi maður, sem var fram- andi en þó nær mér en nokkur maður, sem ég hafði nokkurn tíma þekkt. í honum var sameinaður kraftur Thanos- ar og hin skáldlega hugaræsing Dieters, sem getur gert gyðju úr dauðlegum kvenmanni. Hann var ungur og mynd- arlegur. Hann var næstum auðmjúkur, en þó svo næmur, að ég var viss um, að hann gæti heyrt hugsanir mínar. Er ég leit á hann liggjandi á bakinu, andlit hans svipbrigðalaust og lokað, brjóst hans bærðist örlítið og greipar hans voru hálfopnar, velti ég því fyrir mér, hvernig á því stæði, að ég þekkti hann svona vel. Ég hafði aldrei upp- lifað svo innilega tilfinningu til neins, eins og við hefðum þekkzt í aldir og hefðum beðið eftir að hittast aftur. Hugmyndin skaut mér skelk í bringu og í fyrsta sinn síðan við vorum ein rann upp fyrir mér í sjónhending hið óttalega ástand ástar okkar. Til að bæla niður þessa hugsun, áður en hún bældi mig niður, hallaði ég mér fram og kyssti hann og lét af ásettu 32 FALKINN ráði hár mitt falla á háls hans, sem ég vissi að var mjög viðkvæmur. Hann strauk það syfjulega og opnaði svo augun, og á augnablikinu kom glampi í þau, ljós svo mikils fagnaðar að ég stóð á öndinni. Mig langaði að segja: „Vaknaðu“ en orðin stóðu föst í hálsinum. Hann brosti ánægjulega og dró mig að sér. Eftir augnablik var hann steinsofnaður aftur. Ég hristi hann varlega og hann sagði kannski í svefni: „Þú ert mín fyrsta ást.“ Með kvöl, sem var hér um bil óþolanlega sæt bað ég hann um að segja það aftur, en hann opnaði augun enn einu sinni og sagði .„Hvað?“ Seinna velti ég orðum hans fyrir mér og hvort þau táknuðu bókstaflega, að hann hefði aldrei elskað annan kven- mann — sem var reyndar alveg óhugs- andi — eða hvort hann meinti, að hann hefði aldrei verið ástfanginn áður. Oft leit ég á andlit hans, ofsafengið á stund ástríðunnar eða afslappað og fjar- rænt á ánægjulegu augnabliki, og lang- aði til að spyrja þessarar spurningar. En ég þorði það ekki. Það var eins og við hefðum verið saman árum saman, og ekkert, jafnvel ekki hinir persónulegustu hlutir gátu komizt upp á milli okkar og ástar okk- ar. Ég lofaði honum að horfa á þegar ég klæddi mig og málaði mig — en það er nokkuð, sem ég hefði ekki þolað neinum öðrum — og sérhvert augna- blik, sem við vorum ekki saman virt- ist leiðinlegur missir. Aðeins sá vís- dómur, sem ég hafði lært af reynslunni, hindraði mig í að lofa þessari nálægð að fara yfir þau takmörk sem ég vissi að voru nauðsynleg. í þessu stóra og tóma húsi leið okk- ur eins og við værum ein í heiminum. Við heimsóttum hin mörgu herbergi og vörðum jafnvel heilum degi í að skoða háaloftið, þar sem minjar um sögu hússins voru geymdar. Ég man sérstaklega eftir kvöldinu, er hin hnign- andi sól málaði herbergið rauðgult og rykagnir þess svifu um eins og titrandi tjald. Þessi breyting á hinu annars svo drungalega og viðkunnanlega herbergi hafði áhrif á Alexis. Hann byrjaði að segja mér lágri rödd, en með hljóm- falli og svipbreytingum þjálfaðs sagna- þular, gamla sögu, sem hann hafði einu sinni lesið eða heyrt um frönsku stjórn- Framh. á bls. 36.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.