Fálkinn


Fálkinn - 22.05.1963, Blaðsíða 34

Fálkinn - 22.05.1963, Blaðsíða 34
PANDA DG UPPFINNINGAMAÐURINN MIKLI Hinn sjálfvirki þjónn sneri Panda alveg við og tók að smyrja fætur húsbónda síns með skósvertu. „Stoppaðu hann,“ öskraði Panda, „hann drepur mig.“ En vélin hélt nú samt áfram, þrátt fyrir að Panda reyndi að losa sig. Og hann sleppti ekki fyrr en burstuninni var lokið að fullu. ,,í næsta skipti, sem þú færð hugmynd. ..“ byrjaði Panda og sneri sér að Hugsuðinum. En hann hætti skyndilega, þegar vél- þjónninn rétti stálfingur sína í áttina til hans. „Hlauptu ekki burtu,“ ráðlagði Hugsuðurinn honum, „hann vill aðeins þjóna þér.“ „Hann er rekinn,“ hróp- aði Panda og hljóp niður stigann og skildi eftir sig rönd eftir svartan skóáburðinn. Það var alveg sama hvert Panda fór, hann komst ekki undan vélþjóninum sínum. „Taktu hann úr sambandi,“ sagði hann við Hugsuðinn. „Ekki hægt,“ sagði Hugsuðurinn, „ég lét á hann nitroglyserín, svo að hann gengur í tvo daga.“ „Brjóttu hann þá í mél,“ sagði Panda í örvæntingu. Hann hafði leitað hælis á verkstæði Hugsuðarins í kjallara hússins. Panda féll um rör og upp að kassa sem stór flaska var á. „Farðu varlega með þessa flösku,“ hrópaði Hugsuður- inn „þetta er nitroglyserín, — mjög hættulegt sprengi- efni.“ „Sprengiefni, alveg ágætt,“ endurtók Panda, greip flöskuna og ætlaði að kasta henni. . . „Stattu kyrr,“ skipaði Panda vélmanninum, „stanz eða ég brýt þessa flösku af nitroglyseríni á hausnum á þér.“ En þegar vélmaðurinn hirti ekki um skipanir Panda, kastaði hann flöskunni. Hugsuðurinn greip fyrir eyrun. En það varð engin sprenging. Vélmaður- inn hafði gripið flöskuna með stálörmum sínum og teygaði nú úr flöskunni. Brátt varð flaskan tóm og vélmaðurinn riðaði andartak eftir drykkjuna. Þá heyrðist eins og hljóð frá honum og það var neista- flug í kringum höfuð hans. Og síðan stefndi hann á Panda með útbreiddan stálfaðminn. 34 fXlkinn

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.