Fálkinn


Fálkinn - 22.05.1963, Blaðsíða 35

Fálkinn - 22.05.1963, Blaðsíða 35
□TTD DG BRÚÐUR SÆKDNUNGSINS „Hvað gerðist?" spurði Ottó kvíðinn, þegar Danni kom aftur. „Þegar við komum út, þá s'kal ég seg.ia þér það,“ hvislaði Danni. Hann hækkaði röddina og sagði: „Ég er að fara út í skóg að safna græði.iurtum. Munduð þér vil.ia koma með mér Ottó lávarður?" Ottó fylgdist með Danna út úr kastalanum. En Danni var viss um, að Eðvald héldi uppi niósnum um þá, svo hann þorði ekkert að seg.ia Ottó meðan þeir voru innan veggia kastalans. „Þessi Eðvald er hættulegur," sagði Danni til viðvörunar, en iafnsk.iótt og þeir voru komnir út í skóg, fór Danni að segja honum frá greifanum. „Er hann mikið veikur?“ spurði Ottó. „Auðvitað ekki,“ svaraði Danni, ,,en hann kann sér ekki magamál, það er allt og sumt og ég hef bannað honum að eta fcjöt og hann á að drekka þrjár koliur af vatni á dag, og eta með græðijurtir. Það er þess vegna, sem við erum að safna þeim.“ Ottó skellihló, en brátt varð hann alvarlegur. „Það er svo sem ágætt fyrir þig að vera einkalæknir greifans,“ sagði Ottó, „en ég vil komast héðan strax og hafa stúlkuna með mér.“ Á meðan þeir félagar dvöldust út í skógi, tók Eberhörður greifi á móti gesti nokkrum, sem að vísu var ekki ókunnur Ottó. Það var Fáfnir af Hrafnsætt. „Sigurður Vikingur hefur beðið mig þess að sækja brúði sína, Karen,“ mælti Fáfnir. „Og þér verðið að sjálfsögðu að sjá um, að henni fylgi vopn- aður vörður." „Auðvitaö", mælti greifinn, „en við skulum fyrst drekka Sigurði Víkingi og brúði hans til.“ „Þér drekkið úr öðru keri en ég,“ sagði Fáfnir og grunaði ýmislegt. „Já, ég drekk vatn,“ svaraði greifinn, „það eru skipanir læknis míns.“ Fáfnir tæmdi úr sínum fanti, setti hann á borðið og sagði: „Þá er að snúa sér að samningunum. Er stúlkan tilbúin.“ „Já... og nei...“ anzaði greifinn óstyrkur, „það er bezt að þú komir og litir á hana sjálfur.“ Um leið og þeir gengu til sjúkraherbergisins, þá skýrði greifinn Fáfni frá því, hvernig hún hefði komizt undan og hvernig ráðizt hefði verið á hana af birni. Hann þakkaði ennfremur Ottó frá Arnarkastala, að hún skyldi vera á lífi. „Ottó af Arnarfcastala,“ urraði Fáfnir og kreppti hnefana, „aftur er það þessi sonur Klængs.“ Fáfnir flýtti sér frá sjúkraherberginu og skundaði til greifans. Greifinn undraðist mjög hví Fáfnir væri svo reiður. „Karen verður tilbúin til brottferðar eftir viku. Hinn frægi læknir, dr. Valentínus stundar hana,“ sagði Eberhörður greifi. „Það eru engin vandræði með það,“ sagði Fáfnir. Hann stóð við gluggann og sá þá félaga Ottó og Danna koma með fangið fuljt af græðijurtum. „Er Ottó lávarður gestur yðar?“ spurði hann hatursfúllri röddu. „Já“, sagði greifinn, ,en ég mun sjá svo um, að hann yfirgefi kastalann strax.“ „Já, en hann má ekki yfirgefa kastalann," sagði Fáfnir, „að minnsta kosti ekki á lífi.“ Eberhörður greifi sökk niður í stólinn. Ef það kæmist upp, að hann hefði látið drepa Ottó lávarð, þá mundi hann missa stöðu sina við hirðina. Þegar Fáfnir var farinn, 'kallaði greifinn á ráðgjafa sina. „Hvernig væri að láta hann verða fyrir slysi á veiðurn?" sagði Eðvald hugsi. FÁLKINN 35

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.