Fálkinn


Fálkinn - 29.05.1963, Blaðsíða 9

Fálkinn - 29.05.1963, Blaðsíða 9
r maður bara um rdlegheítin' daprar fréttir að færa. Ég er ekki vel upplagður í dag svo þetta getur ekki orðið langt. — En við þyrftum að fá að taka for- síðumyndina. — Það er allt í lagi með það ef hægt er að taka hana af mér hér í þessum stól. Ég sit hérna í skrifstofustólnum mínum með allan litteratúrinn í bak- sýn eins og gáfuðu mennirnir. Annars er þetta víst mest glæpasögur en ég vona að enginn móðgist þótt ég hafi gaman af að lesa glæpasögur. Ef þig vantar eitthvað undir instrumentið þá notaðu bara iitteratúrinn. Á veggnum gegnt skrifborðinu voru nokkrar ljósmyndir og meðan verið var að filma fór ég að athuga þessar mynd- ir. Sú mynd sem ég veitti hvað fyrst at- hygli var af ungum drengjum í KR- peysum. — Varstu í KR? —- Já, ég spilaði knattspyrnu í fyrsta og öðrum flokki. Ég var í marki, nema stöku sinnum að ég brá mér í framlín- una. Svo hætti ég knattspyrnunni þeg- ar tíminn fór að verða þrengri. — En þessi mynd hérna? — Þetta er mynd af Rugby liði, sem ég var einu sinni í á skólaárunum í Englandi. Ég er einn af þeim fáu ís- lendingum sem lagt hefur stund á þessa íþróttagrein. Þegar ég var kominn út vaknaði strax löngun í að æfa ein- hverja íþrótt og þar sem ég hafði lagt hér stund á fótbolta þá ákvað ég að fara í hann. ,,Það er bezt að fara í fótboltann til þeirra,“ hugsaði ég og gætti á stundarskrána og sá að þar var ,,football“ og lét innritast. Svo mætti ég á fyrstu æfinguna og allur sannleik- urinn kom þegar í Ijós. Þegar æfingin átti að byrja komu þeir með einhvern egglaga bolta. „Hvað er þetta?“ spurði ég. „Þetta er boltinn,“ sögðu þeir. Þetta sem þeir kölluðu football var Rugby. Svo æfði ég þetta meðan ég var í skól- anum og hafði það af að komast í skóla- liðið. í þessum leik eru fimmtán í liði. Þessi leikur er öðru vísi hjá Englend- ingunum heldur en hjá Ameríkumönn- unum. Þeir fyrir vestan eru alltaf að slasa sig og eru brynjaðir eins og þeir væru að fara í fremstu víglínu. En við í Englandi höfðum aðeins litlar hlífar fyrir eyrum, — svo þau væru ekki rifin af. Ég hafði mikla ánægju af þessum leik og það er leitt að hann skuli ekki vera stundaður hér. — Og þessi Lions merki? — Ég var umdæmisstjóri í fyrra eða árið þar áður og fór þá á þing vestur í Ameríku og þaðan eru þessi merki ætt- uð. Og myndirnar á þessum vegg eru allar eftir Halldór Pétursson af leikfé- lögum í ýmsum hlutverkum og svo ein af mér sem ég held mikið uppá. En vegginn þarna beint á móti kalla ég Sögu mannsandans. Þar eru myndir af mér í ýmsum hlutverkum og m. a. því fyrsta og á myndinni er dagsetningin 12. 1. ’23. Þarna eru líka myndir af ýmsum vinum mínum m. a. tveimur hundum. Framh. á bls. 24. Knattspyrnu- og rugbykunnátta Harald- ar Á. kom sér vel í þessu atriði, sem er úr revýunni Húrra, krakki, (myndirnar til hægri). Gömul f jölskyldumynd: Har- aldur, Þórdís Friðrikka og frú Guðrún Hjáhnarsdóttir. (myndin hér að neðan).

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.