Fálkinn


Fálkinn - 29.05.1963, Blaðsíða 15

Fálkinn - 29.05.1963, Blaðsíða 15
Þorsteinn Thorsteinsson, verkfræðingur. Þór Sigurbjörnsson. fárra ára á heitt vatn að vera komið í hvert hús. í öndverðum maí lögðum við leið okKar að þessum bor þar sem hann stóð uppaf benzínsölustöð Skeljungs við Suð- urlandsbraut. Þetta var á svölum degi og þótt komið væri langt fram á vor skartaði Esjan hvítu niður í miðjar hlíð- ar. Borinn var ekki í gangi þegar okkur bar að og upp á pallinum umhverfis turninn voru tveir hjálmklæddir menn að snúast. Við stigum úr bílnum og fyrsta hindrunin á vegi okkar var skurð- ur sem þurfti að hoppa yfir og síðan vorum við komnir á svæðið umhverfis borinn þar sem rauðamöl hafði verið borin undir. Á búkkum hjá bornum lágu langir og sverir borðar eða „poll- ar“ og efst á svæðinu stóðu nokkur gul hús eða vinnuskúrar. Niður af born- um var að sjá stórt ker þar sem vatnið kraumaði og svall og stundum komu smá reykbólstrar og liðu uppí svalt loftið. Hinir hjálmklæddu menn hurfu sjón- um okkar og við röltum heim að einu húsanna. Við gengum inn fyrir í því fyrsta og þar sátu þrír menn. Tveir á bekk meðfram einum veggnum og ann- ar við skrifborð með síma í annarri hendinni. Við ákváðum þegar að þessi með símann væri verkstjórinn og þeg- ar til kom reyndist það rétt: Sveinn Scheving hét hann. Við skýrðum frá erindum okkar og hann bauð okkur velkomna og sagði að við mættum mynda eftir vild. — Hvað vinna hér margir? — Hér vinna um tuttugu manns. — Og það er unnið allan sólarhring- inn á vöktum. — Og hvernig fellur mönnum þetta? — Ætli þeim falli það ekki svona upp og ofan eins og um alla vinnu. — Hvað eruð þið búnir að bora langt niður hér? — Við erum komnir núna 380 metra niður. — Hvað borið þið langt? — Við höfum venjulega farið um tólf hundruð metra niður. — Borinn er ekki í gangi núna? — Nei, það varð hrun í holunni. Nú hringdi síminn og Sveinn fór að tala við einhvern mann úti í bæ og fletta uppí alls konar skýrslum og skrám og þylja alls konar tölur svo við snerum okkur að hinum tveimur. — Vinnið þið hér við borinn? — Já, ég er vélstjóri. — Og heitir? Framh. á bls. 30. Sveinn Scheving, verkstjóri.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.