Fálkinn


Fálkinn - 29.05.1963, Blaðsíða 17

Fálkinn - 29.05.1963, Blaðsíða 17
I síðasta blaði hófst bráðskemmtileg ný fram- haldssaga eftir Eva Peters. — Fylgizt með þess- ari sögu frá upphafi. — Ég las hugsanir yðar eins og opria bók systir, sagði hann. Þau stóðu rétt innan við dyrnar og hann ýtti þeim aftur með fætinum til þess að þau gætu verið ótrufluð. Ég skil ekki hvað þér eigið við. — Ég á við veslings manninn sem á benzínstöðina, sagði Randers. Ég veit að það er í blóra við reglur sjúkrahúss- ins að fólk komi í heimsókn á kvöldin og ég skil mætavel að það er slæmt að gefa fordæmi, sem aðrir vilja máske fylgja. Var það ekki það sem þér vilduð segja? -—- Ég hafði ekki hugsað mér að segja neitt? — Hvers vegna ekki? Það er jú ljóst, að þér voruð mér ekki sammála í þessu máli. — Ég hef ekkert leyfi til að gagn- rýna, það sem þér ákveðið. Augu hennar voru skær og ákveðin undir svörtum augabrúnunum. — Það er ekki mitt álit, að þið hjúkrunarkonurnar séuð dauðir hlutir og tilfinningalausar með öllu. Auðvitað hljótið þið að hafa ykkar eigin skoð- anir. Þér vitið til dæmis meira um Borg en ég. En ég álít að þetta atriði sé mikilvægt til þess að hann geti orðið heilbrigður aftur. Það er ekkert vit í því að skera menn upp og losa þá við líkamlegar þjáningar, ef þeir fá aðeins andlegar þjáningar í staðinn. — Hinir sjúklingarnir munu heimta hið sama. — Það má vel vera. En það mál leys- t um við þegar þar að kemur. Það sem mestu máli skiptir er, að Borg verði rólegur og nái fullum bata. — Ég skil það. i Hún hélt dagbókinni ennþá fyrir framan sig. Gerið þér það. Ég vona það, en ann- ars skiptir það engu máli. Hið mikil- vægasta er, að þér hugsið vel um Borg og konu hans, þannig að hiti hans minnki og hann verði heilbrigður eftir nokkra daga. — Já, herra Randers. •—- Takk, sagði hann og hermdi ofur- lítið eftir hinum undirgefna tón í rödd hennar. Síðan var hann horfinn út um dyrnar. Hún lagði dagbókina á skrif- borð Magda og strauk yfir svuntuna. Allt það sem hún hafði hugsað sér að segja við Randers kom nú fram í hugann, en það var orðið um seinan. Hún gekk fram á ganginn og skellti hurðinni á eftir sér. Nokkrum klukkutímum síðar fékk hún að sjá kvöldblöðin. Á fremstu síðu var mynd af barni með dökkt hár fram á ennið og búldu- leitar kinnar. Það lá vafið í teppi á vegarbrún og í baksýn glitti í það, sem einu sinni hafði verið bíll. Fyrirsögnin var stórletruð og náði yfir þvera síð- una: Enn eitt banaslys á Riksveien. Foreldrar létust en fimm ára barn þeirra komst lífs af. Hún stóð með blaðið útbreitt fyrir framan sig og fann hvernig gamalt sár ýfðist upp. — Fimm ára, hugsaði hún. Jafn- gömul minni. . . Hún heyrði fótatak utar í ganginum. en það fór framhjá og hún sá andartak bregða fyrir bláum kjól og hvítri svuntu einhverrar stysturinnar. Hennni var stöðugt órótt innanbrjósts, hún varð að fá að vera ein andartak, einhvers staðar þar sem enginn gæti séð hana. Hún hraðaði sér í áttina að tau- herberginu og opnaði dyrnar. Herbergið var tómt og angan af hreinu líni barst á móti henni, þegar hún lokaði hurðinni. Allar hillur voru fullar af lökum og handklæðum svo að ekkert hljóð heyrðist að utan. Hún lét sig falla niður í stól við gluggann og gat ekki tára bundizt. Vertu ekki svona huglaus, sagði hún við sjálfa sig. Þú ert búin að iðrast þessa atburðar nóg og það bætir ekki úr skák að skæla. Þú ættir að vera glöð og hamingjusöm og lifa í nútíð- inni og hugsa aldrei um það sem gerð- ist..... Hversu mjög sem hún hafði reynt að harka af sér og gleyma þessu, þá var það þó enn svo, að fyrirsögn í dagblaði gat ýft upp gömlu sárin. Fyrir utan gluggann rigndi jafnt og þétt í októberhúminu, en hún veitti því ekki eftirtekt. Hún horfði út um glugg- ann og henni fanst hún vera orðin sextán ára aftur. Heyið í rökkvaðri hlöðunni ilmaði sætlega. Hún var hrædd, alveg eins og þá, en þá hafði hræðslan aðeins verið grunur um það, sem gat komið fyrir hana. Þúsund sinn- um hafði móðir hennar aðvarað hana og sagt henni, hvað komið gæti fyrir ungar stúlkur, sem væru einar með strákum. Hún varð að gera móður sinni nákvæmlega grein fyrir hverju skrefi sem hún tók, hverju orði, næstum hverri hugsun. Eftir kvöldbænirnar hófust yfirheyrslurnar, eilífar og óum- breytanlegar: Framh. á bls. 88.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.