Fálkinn


Fálkinn - 29.05.1963, Blaðsíða 18

Fálkinn - 29.05.1963, Blaðsíða 18
RÍKAN amerískan innflytjanda, Eduard Bennet í New Orleans, 69 ára að aldri, langaði til að kvænast aftur. Hann hafði misst konu sína fyrir mörg- um árum. Eftir lát hennar hafði hann sökkt sér niður í starf sitt og lifði og hrærðist einungis fyrir kaupsýslu sína. Þessi erfiðu ár höfðu gert hann stór- auðugan, og þegar litla innfutningsfyrir- tækið hans stóð á fertugu, var það orð- ið að risafyrirtæki. Þrátt fyrir mikla velgengni sína fannst honum hann samt vera einmana. Innst inni saknaði hann lífsförunautar, konu, sem hann gæti lagt geysileg auð- æfi sín að fótum. En það varð auðvitað að vera góð kona, sem væri reiðubúin til að deila kjörum við hann þau ár, sem hann átti ólifuð. Kona, sem gæti búið honum jarðneska paradís. Þegar maður hefur náð 69 ára aldri, veit hann, að konur girnast hann ekki ævinlega sjálfs hans vegna, heldur gæti það verið peninga hans vegna, ef hann er auðugur. Um það atriði ætlaði Bennet að ganga úr skugga og athuga fyrst, hvort konan væri hans verð, og hvort hún væri sú rétta til að erfa auð- æfi hans. Aðferðin var mjög einföld — hann kom giftingarauglýsingu í blöðin, en lét kyrrt liggja um efni sín. Af sex svörum, sem hann fékk, leizt honum langbezt á bréf frá fertugri ekkju, Betty Burch, frá st. Louis, einni stór- borginni við Missisippi. Hún skrifaði, að hún hefði ekkert á slík ferð fjóra sólarhringa! Betty Burch skrifaði ennfremur: .... viljið þér vera svo vænn, að sækja mig niður að skipi. Eg er með tvær ferðatöskur meðferðis og auk þess kanarífuglinn minn „Jimmy“, einu veruna, sem ég vildi sízt skilja við, og helzt fá að hafa hjá mér..... Það er ekki erfitt fyrir yður að bera kennsl á mig innan um hina far- þegana. Til leiðbeiningar held ég á rauðmáluðu búrinu hans „Jimmys“ í hendinni...... Eduard Bennet varð hrærður og með- an hann beið komu hennar, fór hann til fasteignasala til að leigja hús, þar sem hún gæti búið fyrst um sinn. Tiltekinn dag stóð hann niðri á bryggju þar sem „City of New Orleans“ lagðist að. Hjartað barðist í brjósti hans, er hann kom auga á unga konu, sem stóð við borðstokkinn með tvær ferða- töskur og hélt á rauðu fuglabúri í hendinni. En hann gat naumast trúað eigin augum — þessi kona gat alls ekki verið fertug, í mesta lagi þrítug. Auk þess líktist hún alls ekki myndinni, sem hún hafði sent honum. En áður en hann hafði jafnað sig eftir undrun sína, var hún komin upp á bryggju, skálmaði beint til hans og hrópaði brosandi: — Ég heiti Betty Burch, og þetta er ,,Jimmy“. Þér megið í öllum bænum ekki reiðast mér fyrir vikið. Ég er ekki fertug, aðeins 28 ára. Til þess að þér íbúðinni, sem hann hafði leigt handa henni, að viðstöddum mjög fáum vin- um. Bennet stakk upp á því við hana,, að þau færu í brúðkaupsferð, en Betty var annarrar skoðunar — þau gætu ekki svona rétt eftir brúðkaupið íþyngt. fjárhag sínum með nýjum, miklum út- gjöldum. Bennet brosti að henni. Síðan játaði hann fyrir sinni ungu konu, að hann hefði líka leyft sér að gabba hana dálítið, því að hann hafði steinþagað yfir ríkulegum tekjum sínum. Það virt- ist gleðja hana, en samt vildi hún held- ur fá dálítið fé til að hún gæti útbúið framtíðarheimili þeirra..... Viku eftir brúðkaupið fékk Bennet bréf frá systur Bettyar Burch. Hvers; vegna hefði hún ekki heyrt neitt frá Betty síðan hún fór? Bennet lét konu sína fá bréfið og bað hana að skrifa systur sinni til að róa hana og segja henni meðal annars, að þau hefðu verið önnum kafin og væru þegar gift. í þrjár vikur eftir brúðkaupið voru þau alveg upptekin við að kaupa nýtt í búið og ganga frá öllu á nýja heimil- inu, og dag nokkurn komst það til tals milli hjónakornanna, hve mikið fé Betty fengi til ráðstöfunar í framtíð- inni. Eduard sagði, að hún þyrfti að- eins að segja honum, hvað hún þyrfti að nota, þá skyldi hún fá allar óskir sínar uppfylltar. En Betty fullyrti, að hún vildi gjarnan hafa sinn eigin reikn- ing. Hún hefði þó sína vinnu, og hún vildi ekki alltaf fara til hans og biðja SONA SAKAMÁLASAGA EFTIR HEIMRIK BOSCH móti því, að giftast manni, sem væri um það bil þrjátíu árum eldri en hún sjálf, aðeins ef hann væri vel heilbrigð- ur.frómur og góður í daglegri umgengni. Peningar skiptu engu máli, svo fram- arlega sem hann reyndist vera heiðar- legur maður. Eduard Bennet skrifaði henni þegar í stað, og Betty Burch sendi honum Ijósmynd af sér um hæl. Bennet varð að viðurkenna, að hans tilvonandi væri ekki beinlínis nein fegurðardís, en svip- ur hennar bar vott um góðvild og vin- gjarnlega persónu. Þetta var einmitt það, sem hann leitaði að. Til að kynnast henni persónulega, lagði hann til, að hún kæmi og heim- sækti hann í New Orleans, og hann sendi ávísun til greiðslu ferðakostnað- arins. Nokkrum dögum síðar fékk hann bréf frá ekkjunni, þar sem hún tilkynnti honum, að hún kæmi með fljótabátnum „City of New Orleans“. í þá daga tók 18 FALKINN höfnuðuð mér ekki af þeim sökum, sendi ég yður mynd af frænku minni! En þér megið trúa því, þegar ég segi yður, að ég kýs heldur eldri mann en ungan. Maðurinn minn sálugi var líka miklu eldri en ég, það var 25 ára ald- ursmunur á okkur. En hjá honum fannst mér ég vera svo örugg. Bara að yður lítist nú á mig, því að mér sýnist þér vera svo indæll og göfuglyndur...... Bennet var klumsa. En hann var henni ekki reiður, enda þótt hún hefði gabbað hann varðandi aldur sinn. UNGA ekkjan lagði fast að honum að þau giftu sig fljótt, og Eduard Bennet var hamingjusamur. Eins og allir karl- menn, var hann dálítið hégómlegur, og hann gekkst upp við það, að hann gengi í augun á ungri konu. Um efnahag hans, taldi hann, að hún gæti ekki haft nokkra hugmynd. Hálfum mánuði eftir komuna voru þau gefin saman í litlu um peninga fyrir nauðþurftum. Benn- ett fannst það sanngjarnt. Hann sneri sér til bankans og hugleiddi málið, því að nú ætlaði hann sannarlega að koma hinni ungu brúður sinni á óvart. Það er sem maður sæi framan í hana, þegar hún liti á innstæðuna! Samdægurs stofnaði hann reikning með tíu milljón- um króna, sem hún gæti ráðstafað að vild. Það kom vissulega á óvart, Betty faðmaði hann að sér og hvíslaði að hon- um með gleðitár í augum, að það væri alls ekki upphæðin, heldur óendanleg gæzka hans og traust til hennar, sem gleddi hana svona fjarskalega. Aldrei á ævi sinni hefði hún verið svona ham- ingjusöm......Hún ætti bezta mann- inn í heimi..... VIKU síðar fékk Bennet hraðbréf á skrifstofu sína. Það var skrifað af systur Betty Burch í St. Louis. Hann

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.