Fálkinn


Fálkinn - 29.05.1963, Blaðsíða 21

Fálkinn - 29.05.1963, Blaðsíða 21
JÓSM. ÁLKANS lÖHAlMIXI /ILBEKG Körfuboltinn er ennþá ung íþróttagrein hér á landi en á vaxandi vinsældum að fagna. Þeir léku sér þarna í kringum körfuna og veittu okkur enga athygli, því leikurinn átti hug þeirra allan. — Af hverju eruð þið heldur í „körfunni“ en fótboltanum? — Þetta er miklu skemmtilegri íþrótt, maður. — Eruð þið ekki fleiri en þetta venjulega? — Jú, miklu fleiri, en við mættum snemma til að fá að vera í friði áður en stóru strákarnir koma. . — Fáið þið ekki að vera með þeim? — Þeir eru svo frekir. Þeir þykjast eiga þetta allt. — Eruð þið ekkert í fótboltanum? — Jú líka, en hann er ekki eins skemmtilegur. — Eruð þið ekki í neinu félagi? — Jú, sumir eru í Val og Fram, en flestir ekki í neinu. Svo kvöddum við þessa ungu pilta og héldum lengra inn á túnið, þar sem stór hópur'þlrengja var önnum kafinn að elta fót- knöttinn. Þeir voru mjög áhugasamir og mikið fjör í leiknum. Þeir töluðu um „kípir“ og „haff“ og „sæt“ og „stroffí" og fleira. Lítill strákur stóð í öðru markinu, varla meira en sex, sjö ára og hann var óhræddur við að hlaupa út á móti boltanum. Einu sinni fékk hann þó svo fast skot, að hann hafði ekki viðnám og fylgdi á eftir boltanum milli marksúlanna. — Eruð þið með nokkurt félag hér, strákar? — Nei, við erum bara að leika okkur hér. Sumir eru í Val. — Eruð þið hér öll kvöld? — Já, þegar ekki er rigning eða góður leikur á vellinum. — Ætlið þið ekki að ganga í neitt félag? — Ætli það. Svo héldum við á burtu frá þessum hressilegu strákum. Á túninu fyrir neðan Laugarásveginn var annar hópur í knattleik. Þar voru áberandi nokkrir drengir í KR-peysum, sem stungu í stúf við hina. Þarna voru líka tvær stelpur í öðrum liðanna, sem lögðu sig engu minna fram en strákarnir. Þegar okkur bar þarna að voru þeir að rökræða hvort einn varnarmaðurinn hefði slegið boltann með hendi eða ekki. Það voru dregin fram ýmis rök í málinu með og á móti en að lokum var fallist á vítaspyrnu. Þetta var stuttur völlur og vítaspyrnan fram- Framhald á bls. 38.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.