Fálkinn


Fálkinn - 29.05.1963, Blaðsíða 22

Fálkinn - 29.05.1963, Blaðsíða 22
pliaedFa Sjötti hluti framhaldssögu eftir Yale Lotan. Myndin verður sýnd í TÓNABIÖI þegar sögunni lýkur hér í FÁLKANUM. Nokkra hríð sátum við þögul. Alexis var sennilega djúpt sokkinn í þessu blóðuga og melódramatíska tímabili, sem hann hafði greinilega mætur á. Hugur minn reikaði aftur til okkar eigin sögu og þess leyndardóms, sem gamla vitra fólkið klæðir meinlausum hugarórum frumstæðs tímabils .. . Ég stóð á fætur og leitaði að hreinum hvít- um klút. Svo tók ég gilltan lárviðar- krans af brjóstmynd af frönskum öld- ungardeildarmanni og lét Alexis setja hann upp. Hann setti hann upp og ég braut klútinn eins og hann átti að vera og festi hann á öxl hans með gull- nál. Við fundum ekki mátulega ilskó og hann stóð berfættur, lárviðarsveig- urinn var vafinn þétt um hið þykka svarta hár hans, hann leit svolítið sauðs- lega út og mjög kuldalega. En þrátt fyrir þessa heimskulegu smámuni fannst mér hann virkilega líta út eins og prestur eða veiðimaður gullaldar. „Ef gyðja sæi þig núna, myndi hún ræna þér á stundinni,“ sagði ég ,,og hvað mig snertir . . .“ Ég hreyfði mig eins og til að draga ör út úr hjarta mínu. Alexis lék dálítið, þóttist kasta kringlu og skjóta af ósýnilegum boga. Við hlógum bæði. Herbergið varð brátt dimmara og dimmara og rökkrið hafði fjörgandi áhrif á okkur þangað til myrkrið breytti kátínu okkar í ástríðu. í þrjá daga fórum við varla út fyrir dyr. Þegar við fórum út, gengum við á lítið veitingahús nálægt Signu, þar sem snætt var úti, þegar veður var gott. Við ræddum oft alvarlega um matinn við eigandann, störðum á þá sem framhjá gengu og snertum hvort annað, þegar við gátum. Hinum tímun- um vörðum við í hinu stóra, auða húsi og skemmtum okkur við að hlusta á nokkrar gamlar upptökur á frönskum revýum, sem ekki voru lengur fyndnar. Ég man ekki hver keypti þær. Ég veit að ég gerði það ekki. Alexis og ég vorum ekki sammála um hljómlist; honum fannst smekkur minn sveita- mannslegur og hafði gaman af að út- skýra hvers vegna. Við eyddum því klukkustundum í að útskýra hina lé- legu brandara og lyftum augabrúnun- um, hneyksluð, þegar þeir voru bersýni- lega klúrir. Alltaf öðru hverju sagði Alexis, að það væri tími til kominn, að við færum til Louvre. ,,Þú heldur að þú hafir kom- ið þangað,“ sagði hann, „en þú hefur ekki gert það. Bíddu þangað til ég sýni þér og þá muntu sjá Louvresafn- ið, ekki Monu Lisu, og ekki hin haus- lausu fljúgandi skrímsl — heldur högg- myndir og málverk sem, kennslukonan þín í listum hefur ekki einu sinni heyrt um.“ Auk þess ætlaði hann að sýna mér annað safn. Það var aðeins safn nútíma- listaverka, þar sem hin stóru kald- ranalegu fordyri gerðu mig dapra og hinar ástríðufyllstu útskýringar Alexis gátu ekki fengið mig til að fella mig við staðinn. Þessi heimsókn átti sér stað rétt áður en við skildum og þær útskýringar Alexis virtust vera til- gerðarlegar. Á fjórða degi endurnýjaði ég stefnu- mót mín við Dior. Ég sagði að ég vildi sýna Alexis, að ég vissi einnig svolítið um listir á minn hátt. Hann hló ekki, og hann gaf mér ekki í skyn að þetta hefði verið ákveðið fyrirfram. Allt, sem hann vildi fá að vita, var hvort ég yrði lengi og hvort hann gæti komið með mér. Ég sagði, að ég yrði lengi og hann gæti ekki vonast til að komast inn í það allra helgasta í þessu tízku- hofi. „Þú ert gyðjan mín,“ sagði hann aðeins hálfspaugandi, „og ég verð að taka þátt í öllum venjum þínum.“ Ég hló að þessu. Augnablik sýndust mér hinar ýktu yfirlýsingar hans létt- úðarfullar og mér varð ljós á þessari stuttu stundu munurinn á árum okkar og reynslu. Fyrir mig var ást okkar nauðsynlega alvarleg, næstum heilög og ef ég gerði stundum hittnar athuga- semdir, var það til að fjarlægja byrði þessarar yfirþyrmandi tilfinningar. í honum sá ég ekta léttúð og skyndilega sá ég fram á mikla kvöl. Ég sneri mér undan og sagði: „Þú hefðir gott af að fá þér svolítið ferskt loft. Hvers vegna eyðir þú ekki deg- inum fyrir utan borgina? Leigðu þér bíl og aktu til Versala. Þú gætir líka málað í Bois.“ „Farðu og skoðaðu fjölskyldumynd- irnar,“ tautaði hann, og rödd hans var undarlega nærri mér. Ég hafði ekki séð hann nálgast. „Þetta var móðir mín vön að segja.“ Hann sneri mér við og neyddi mig til að horfa á sig. „Ég hef enga löngun til að ráfa um Versali og kannski rekast á draugahóp eins og t. d. þessar tvær konur þarna. Mig langar ekki heldur að mála í Bois. Ég hef ekkert til að mála með. Ég féll fyrir þér, manstu?“ Hann sagði allt þetta rólegri næstum fjarrænni röddu, hönd hans strauk hár mitt og glettni var í augum hans, „Hvað ertu nú að hugsa um?“ spurði ég. „Hvað? O, ekkert sérstakt. Ég mundi rétt áðan, hvaða dagur er. Vinur minn opnar sálfstæða sýningu í Bond Street á morgun.“ „Þykir þér leitt að missa af henni?“ „Auðvitað ekki. Ég vil bara fara með þér og sjá herra Diór gera sig að fífli með því að reyna að gera fallegu gyðj- unni minni til hæfis. Og ef hann fær ný . ..“ „Herra Dior er þar ekki lengur. Hann er dáinn. Það er nýr yfirmaður þarna núna, myndarlegur ungur mað- ur. . . En það er ekki til neins, gamli minn, þú kemst ekki inn.“ Ég sagði þetta glettnislega og með frönskum áherzlum. En hann komst inn í hofið. Næsta dag eftir þriggja klukkustunda skemmtilegustu vinnu, sem kona getur unnið, sagði framhleypin ung stúlka mér að maður vildi tala við mig og að það væri áríðandi. Það sást á andliti hennar, að þessi maður hafði haft áhrif á hana. Ég vissi, að það gæti aðeins verið Alexis. Ég virti hana fyrir mér og tók eftir hinum ferska unglega hör- undslit og hinum skýru línum. Hún var ekki eldri en Ercy og mér til skapraun- ar sá ég, að ég gæti hér um bil verið móðir hennar. Alexis kom inn dálítið rjóður og var hálf skemmt yfir eigin dirfsku. Ég kynnti hann fyrir öllum og sagði: „Þetta er sonur minn.“ Mér var skemmt yfir skelfingunni í andlitum þess. En það olli mér leiðind- um, þótt þær væru vantrúaðar, að enginn hló. Ég lét hann bíða eftir mér og sneri aftur inn í búningsklefann. Ég valdi kvöldkjól, sem mér hafði lengi leikið hugur á að eignast. Um leið og afgreiðslustúlkurnar slepptu af mér hendinni, sneri ég aftur inn í framherbergið til að sýna Alexis kjólinn. Nokkrar stúlkur, sem sáu mig á ganginum, litu með sakbitnu og undr- andi augnaráði í áttina til mín og mér varð Ijóst, að þær höfðu ekki gleypt við skilgreiningu minni á Alexis, en voru sennilega að slúðra um hinn myndarlega unga, elskhuga frú Kyrilis. Þetta veitti mér svo mikla ánægju, að andlit mitt hlýtur að hafa ljómað um leið og ég gekk inn í litla salinn. Kjóll- inn var hvítur og línur hans voru ein- faldar. Hann var fleyginn að aftan og dróst aðeins við gólfið. lÉg vissi að hann fór vel, og ég vissi að hann var nógu klassískur til að falla Alexis í geð og minna hann á hina ýktu yfirlýsingu dagsins í gær. Hann sat þarna og horfði í kringum sig og fór augsýnilega illa um hann í gyllta stólnum. En um leið og hann kom auga á mig, stóð hann á fætur og það birti yfir andliti hans af undr- un og gleði. 22 FÁLKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.