Fálkinn


Fálkinn - 29.05.1963, Blaðsíða 23

Fálkinn - 29.05.1963, Blaðsíða 23
„Líkar þér hann?“ spurði ég eins og ég væri ekki viss. „Hann er fallegur . . . stórkostlegur!“ „Komdu dálítið nær,“ sagði hann skyndilega og ég hugsaði. „Ó, guð minn góður! Ætlar hann að fara að gera listrænar athugasemdir?“ ,,Nær.“ Ég kom nær. „Komdu hingað,“ sagði hann og hnykkti til höfðinu, andlit hans var alvarlegt og skipandi. Þá skyldi ég. Ég stóð nálægt honum og þóttist fylgja augnaráði hans, er hann skoðaði kjól- inn. „Við erum að fara. Komdu strax. Ég vil elska þig núna.“ „í þessum kjól?“ hló ég og hjarta mitt bærðist mjög ótt. „Já, í þessum kjól.“ „Allt í lagi,“ hvíslaði ég. „Bíddu augnablik." „Ég bíð nákvæmlega í eina mínútu.“ Ég hljóp næstum því til búnings- herbergisins. Þar fór ég úr kjólnum, — ekki af því að ég væri hrædd um að skemma hann, heldur vissi ég að hinar stífu fyrirferðarmiklu fellingar yrðu til trafala og það myndi erfitt að ráða við þær ein. Það voru nokkrir kjólar í viðbót, sem ég hafði ætlað mér að máta, en ég sagði stúlkunni, að ég yrði að flýta mér í hversdagsfötin mín. Hún leit á mig og mér fannst ég sjá skilningsríkan og hæðinn glampa í augum hennar. En mér stóð á sama. Það virtist taka langan tíma að fara úr kjólnum og aftur í fötin mín. Þá tók það nokkra stund að finna tösku mína, kápu og hanzka. Ég skalf af æsing og myndi aldrei hafa verið fær um að gera neitt sjálf. Þegar ég var loks tilbúin þaut ég aftur til Alexis. „Hvar er kjóllinn?“ sagði hann. Hann virtist verða fyrir vonbrigðum. Hann brosti og tók undir handlegg minn og við flýttum okkur út. Einhver kallaði á eftir mér: „Frú Kyrilis, hvenær kom- ið þér aftur?“ „Kannski aldrei!“ svaraði Alexis. í leigubílnum gátum við varla haft hemil á okkur. Ég þorði ekki að líta á hann, en hugsaði um rödd hans, er hann sagði: „Ég vil elska þig núna.“ Alexis vildi gera allt á stundinni, en ég hugsaði um orð hans. „Kannski aldrei,“ og velti því fyrir mér hvað hann ætti við. Meinaði hann . . . Nei það var of hræðilegt. Ég gat ekki einu sinni leyft sjálfri mér að hugsa um það. í staðinn hugsaði ég um líkama hans og hina drukknu gleði ástríðunn- ar. Hann dró mig næstum því gegnum útidyrnar og flýtti sér að loka þeim á eftir sér. Svo dró hann mig að sér og lét mig ekki einu sinni fara úr káp- unni, áður en hann slökkti ljósið og sleppti beizlinu fram af ástríðunni, sem hafði gagntekið hann svo skyndilega. Það var eins og hinn skammvinni aðskilnaður okkar um morguninn hefði verið of langur fyrir hann. Alexis batt sig við mig á hátt, sem ég hafði ekki getað ímyndað mér mögulegan. Hann var næstum fullkominn í ást sinni, næmur sem barn, karlmannlegur sem hermaður, er ekki hefur notið ástríkis lengi. Hann varð eins og skáld sem reynir að finna kjarna ástarinnar. Ég vissi ekki fyrr en núna að þetta var mín eina ást. Kvöldið kom og við höfðum ekki enn komizt miklu lengra en í forstofuna. Birtu var tekið að bregða og við vorum í hálfrökkri. Ég var hálfsofandi á hinum vel fóðraða bekk 'í litlu dagstofunni. Alexis stökk skyndilega á fætur og hvarf, kom aftur eftir litla stund með teppi, sem hann vafði um mig eins og ég væri krakki. Hann dró sig dá- lítið til baka til að rannsaka áhrifin. Kom svo aftur til að leggja hár mitt í kringum andlit mitt, gerði nokkrar breytingar aðrar á stöðu minni og var að lokum ánægður. Ég brosti til hans syfjulega, og ætlaði að spyrja hann hvað hann hefði gert af teikniáhöldun- um sínum, en þagði samt. Framhald í næsta blaði. FÁLKINN Z3

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.