Fálkinn


Fálkinn - 29.05.1963, Blaðsíða 28

Fálkinn - 29.05.1963, Blaðsíða 28
8 og 16 mm filmuJeiga Kvikmyndavélaviðgerðir Skuggamyndavélar Flestar gerðir sýningarlampa Ódýr sýningartjöid Filmulim og fl. Lj ósmyndavörur Filmur Framköllim og kópering Ferðatæki (Transistor). FILMUR OG Vfil.fiR Freyjugötu 15 Sími 20235 Shodh KJORINN BÍLLFYRIR ÍSLENZKA VEGi: RYÐVARINN. RAMMBYGGÐUR , AFLMIKILL OG Ó D Ý R fl R I TÉHHNE5KA BIFREIÐAUMBOÐI0 V0NAR5TRÆTI 12. SÍMI 37SSI Kvenþjóðin Framhald af bls. 27. til lykkjur í stað þeirra, sem felldar voru af í næstu umf. Búið til annað hnappagat eftir 16— 18 umf.. tvö til viðbótar með sama millibili. Prjónið 4 um. til viðbótar. Fellt af. Fitjið upp 8 1. á prj. nr. 2% og prjónið undirlín- ingu án hnappagata 62—68 umf. Fellt af. Frágangur; Pressið allt sléttprjón á röngunni og garðprjón líningarnar, svo lengd þeirra svari til síddarinnar á op- inu að framan verðu. Peysan saumuð saman, og kantlíningarnar festar á eftir því sem við á. Sé peysan ætluð á telpu á líningin með hnappagötunum að vera á hægri boðang, en þeim vinstri sé hún ætluð á dreng og síðan undirlíningin á gagnstæðan boðang. Allir saumar pressaðir, hnappar fest- ir á undirlíningima. Kona hverfnr Framh. af bls. 19. Orleans. Hann sýndi þjóninum mynd aí hinni fertugu Betty Burch. Þjónninn kinkaði kolli — jú, hann hafði séð hana um borð á fjögurra daga siglingu milli St. Louis og New Orleans, oftast í fylgd með yngri konu, sem hafði komið um borð ásamt manni, sem sat allan tím- ann við spil. Einn af hásetunum gat ennfremur skýrt frá því, að á nætur- vaktinni þriðja sólarhring ferðarinn- ar, hefði honum brugðið við að heyra eitthvað þungt falla í vatnið. Þegar hann sá grilla í l'ólk á ferli á efra þil- farinu, spurði hann, hvað væri á seyði, og þá var kallað niður til hans, að það væri aðeins poki af skemmdum kart- öflum, sem hefði verið kastað fyrir borð. Leynilögreglumaðurinn fylgdi þessu spori og yfirheyrði alla áhöfnina. Eng- inn kannaðist neitt við poka af skemmdum kartöflum, sem hefði verið fleygt í vatnið, og enginn hafði svarað hásetanum á þá leið, sem fyrr segir. Annaðhvort hafði hásetanum misheyrzt eða tveir farþeganna höfðu fleygt einhverju útbyrðis og hrópað sína skýr- ingu niður til hans. MORGAN var nú ljóst, að hin rétta Betty Burch, sem var á leið til ham- ingjusams hjónabands, hafði verið myrt og varpað fyrir borð. En að finna hina fölsku Betty og förunaut hennar, sem vafalaust hafði framið morðið, var ekki sem auðveldast. Það eina, sem hann vissi um hinn grunaða morðingja, var, að hann hafði setið við spil allan tímann um borð. Morgan þræddi þess vegna allar spila- knæpur New Orleans. Þegar á öðru kvöldi tók hann eftir manni á knæpu einni, sem lagði háar upphæðir undir, og tók það ekki nærri sér, hversu miklu hann tapaði. Á laun Lars og Lúna höfðu trúlofað sig og höfðu sett upp hring og allt það. Og nú vildu þau gjarnan gifta sig. Við því var ekkert að segja. Og þegar þau yrðu hjón, vildu þau gjarnan hafa sér íbúð. Þá mundu þau hafa stað, þar sem þau gætu verið alein. Við því er held- ur ekkert hægt að hafa á móti. En íbúðir liggja ekki á lausu. íbúð er íverustaður, sem maður bíð- ur eftir í mörg ár, þolinmóður og hæ- verskur. En það vissu þau Lars og Lúna ekki. Þau leituðu uppi háhýsi í úthverfi bæj- arins og síðan hringdu þau hjá húsráð- enda og sögðust gjarnan vilja fá svo sem eina íbúð á 16. hæð — upp í skýj- um, svo að þau gætu enn um stund not- ið hamingjunnar og verið í sjöunda himni. En þegar þau fóru frá húsráðenda, voru þau margs vísari, þau vissu nú meira um íbúðir en áður og nú vissu þau, hvers vegna íbúðir liggja ekki á lausu. — Við getum þó alltaf reynt annars staðar, sgði Lars. — Já, sagði Lúna og tók hann á orð- inu, þetta var vitlaus húsráðandi. Við skulum reyna í einhverjum af þessum stóru flottu raðhúsum þarna. Þar eru svalir. Á þeim get ég staðið og vökvað blómin með lítilli og fallegri vatns- könnu, meðan þú liggur í þilfarsstól og sólar þig, svo að þú verðir brúnn og yndislegur um skrokkinn. Svo gengu þau yfir að raðhúsinu flotta og hringdu hjá húsráðandanum. Hann glotti ógurlega, þegar hann heyrði hvað erindið var. Hann glotti líka lengi eftir að hann hafði skellt hurðinni á eftir þeim. Þegar þau komu út á götu, sáu þau stöðugt glott hans fyrir sér. lét hann sækja þjóninn, og hann þekkti strax aftur manninn, sem hafði verið förunautar hinnar fölsku Betty Burch. Maðurinn hét Kramer, var atvinnu- spilari og vel þekktur af starfsfókinu. Um borgaralega stöðu hans vissi eng- inn neitt. En hann var alltaf með fulla vasa af peningaseðlum. Georg Morgan tók djarflega ákvörð- un. Hann settist við hliðia á Kramer og mælti hátt: — Gott kvöld, Kramer! Nú, hvernig gengur það með Betty Burch? Andartak starði Kramer orðlaus á leynilögreglumanninn. Síðan svaraði hann kæruleysislega: — Hvað eigið þér við með því? Hver er Betty Burch, og hver eruð þér? Leynilögreglumaðurinn svaraði, að hann hefði ferðast með sama fljótabáti og þau, „City of New Orleans.“ — Ó, já... .jájá .... nú man ég það. Það var þó leiðinleg ferð, og skelfing var lítið lagt undir. Þegar Morgan spurði um förunaut hans, Betty Burch, brosti Kramer: — Það var bara daður. Ég hafði hitt 28 FÁLKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.