Fálkinn


Fálkinn - 29.05.1963, Blaðsíða 29

Fálkinn - 29.05.1963, Blaðsíða 29
LITLA SAGAN EFTIR WILLY BREIIMHOLST ENGIN ÍBÚÐ TIL LEIGU Og ef okkur skjátlast ekki, þá glottir hann enn. Og samt eru þrjú ár síðan, að þau hringdu hann upp í barnaskap sínum. Hafa þau fengið íbúð síðan? Nei. Hvar skyldu þau svo sem fá hana? Hvað var þá að gera? Jú, þau voru enn trúlofuð og vildu enn gifta sig og hafa íbúð út af fyrir sig. Við sjáum þau sitja á bekk á hafnargarðinum. Þau haldast hönd í hönd og stara í örvænting beint fram fyrir sig. — Við fáum aldrei íbúð, segir Lúna og andvarpar. — Við skulum vera þolinmóð, segir Lars huggandi. Allt í einu gerist nokkuð. HJÁLP, er hrópað, HJÁLP. Lars og Lúna standa upp í hendings- kasti. — Þarna er einn, sem er að drukkna, — við verðum að bjarga honum, segir Lúna. — Bíddu, segir Lars og grípur um handlegginn á henni, honum hefur dott- ið svolítið í hug. — Bíddu, endurtekur hann, — kannski hefur maðurinn íbúð og ef hann drukknar, getum við kann- ski fengið hana. Það birti yfir svip Lúnu andartak. — Við getum ekki látið hann drukkna, segir hún og er vond, hvernig í ósköpunum dettur þér slíkt í hug? — Þú hefur rétt fyrir þér. Það er rangt hugsað. Flýttu þér og finndu síma og hringdu eftir sjúkraliðinu. Á meðan reyni ég að fiska hann upp. Lúna hljóp af stað til þess að finna síma og Lars reyndi að fiska manninn upp, en það var ómögulegt. Lars kunni ekki að synda, svo að hann gat ekki stokkið út á eftir honum. — Hvað heitið þér? hrópaði Lars nið- ur til mannsins. Maðurinn hrópaði upp nafn sitt. — Og hvar eigið þér heima? — Hjartakersgötu 13, hrópaði mað- urinn. En svo sökk hann í þriðja sinn. Þá kom loksins sjúkrabíllinn, en það var þegar of seint. — Við gerðum eins og við gátum, sagði Lars, flýtum okkur nú til Hjarta- kersgötu nr. 13. Ef við verðum eldfljót, fáum við kannski íbúðina hans, áður en einhver annar nær í hana. Og þau flýttu sér af stað. Fimm mín- útum síðar hringdu þau á dyrabjöllunni á Hjartakersgötu 13. Húsráðandinn kom til dyra. — Það er laus íbúð á fjórðu hæð til hægri, sagði Lars og stundi. Getum við fengið hana? Maðurinn, sem bjó í henni, drukknaði. — Fjórðu hæð til hægri, endurtók húsráðandinn, ég leigði hana fyrir tveimur mínútum. — Hverjum? Manninum, sem hratt leigjanda mínum í sjóinn. ungu konuna rétt áður en skipið átti að fara, þess vegna komum við saman um borð. Hún var hrífandi, en því mið- ur hef ég ekki séð hana síðan. Skyndilega fannst Morgan sem hann væri ekki lengur viss í sinni sök. Var það falskt spor, 'sem hann fylgdi? Undir öllum kringumstæðum gat hann ekki aðhafzt frekar sjálfur, heldur varð að láta lögreglunni eftir að fylgja sporinu. Fyrst ætlaði hann þó að skýra Eduard Bennet frá því, sem hann hafði komizt á snoðir um. ÞEGAR næsta morgun hélt hann til einkaheimilis Bennets. Stórinnflytjand- inn tók á móti honum í hræðlegu upp- námi og sýndi leynilögreglumanninum bréf, sem hann hafði fundið þá um morguninn í póstkassa sínum. í bréfinu var skorað á Eduard Benn- et að gera ekki frekari leit að eigin- konu sinni, en þess í stað skilja eftir umslag með hárri peningaupphæð á nánar tilgreindum stað næstu nótt. Ef hann skýrði nokkrum frá málinu, væri hann feigur. Morgan tók við bréfinu og skoðaði það gaumgæfilega....... í sömu andrá splundraðist ein rúðan í glugganum. Tvær byssukúlur þutu hver á fætur annarri inn í herbergið. Morgan féll um koll. Hann sá aðeins andlit Bennets í þoku......Hræðilegur sársauki gagntók innyfli hans .... en hann tók eftir, að Bennet þreifaði um herðar hans, og með síðustu kröftum hrópaði Morgan; — Lögreglan. . . .síminn. . . . fljótt. . . . Síðan missti hann meðvitund. Bennet komst að símanum og tókst að hringja, næst missti hann einnig meðvitund. Skömmu síðar fann lögregl- an báða hina særðu. Þeim var þegar í stað ekið á sjúkrahús. Warris, lög- regluforingi í Ríkislögreglunni, fékk allar upplýsingar hjá einkaleynilög- reglumanninum, en nokkrum klukku- stundum síðar andaðist Morgan. Warris lögregluforingi varð sér úti um allar þær upplýsingar um Kramer sem honum var unnt. Frá Washington, aðalstöðvum ríkislögreglunnar, bárust upplýsingar um önnur tilefni af hjú- skaparsvikum í ýmsum amerískum stór- borgum. Aðalsöguhetjan var alltaf ung kona á aldrinum 25—30 ára. Gæti það hugsazt, að Kramer væri henni með- sekur? Warris lét snuðra um hverja spilaknæpu og komst að raun um, að Kramer færi öðru hvoru frá New Or- leans og kæmi alltaf aftur með fulla vasa af peningaseðlum. Á samastað hans sagði húsmóðirin við óeinkennisklæddan lögreglumann, sem sneri sér til hennar: Sjá næstu síðu. Blaðið DAGLR er víðlesnasta blað, sem gef ið er út utan Reykjavíkur. BLAÐIÐ DAGUR, Akureyri. Áskriftasimi 116 7. FÁLKINN 29

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.