Fálkinn


Fálkinn - 29.05.1963, Blaðsíða 30

Fálkinn - 29.05.1963, Blaðsíða 30
ÞETTA ER BORÐSTOFUSETT HINNA VANDLÁTL . ■•: '•':''''' '•'• ' ■ ííííáíí mm li. niMiirr-irr| * & TEIKNAÐ AF SIGVALDA THORDAR- SON FRAMLEITT AF HELGA EINARSSYNI ¥ GLÆSILEG- ASTAOG VANDAÐ- ASTA SETT SEM NÚ ER A MARKAÐNUM HÍBÝLAPRYÐI HALLARIVilJLA SÍIVfl 38177 — Hann var heimsóttur af ungri konu, og strax á eftir fór hann. —- Ég skal segja yður, útskýrði lög- reglumaðurinn, Kramer og ég erum gamlir félagar úr stríðinu, þess vegna er mér áhugamál að vita, hvernig hon- um líður. Nú er sannarlega langt um langt um liðið síðan við hittumst síðast. Er hann enn í slagtogi með þessari lag- legu, ungu konu .... eða eru þau má- ski gift? Lögreglumanninum tókst að lokka út úr húsmóðurinni, sem ekkert grunaði- nákvæma lýsingu á ungu konunni, og hún gat meira að segja nefnt Pensacola sem ákvörðunarstað Kramers. Meðan á öllu þessu stóð, var leitað með bökkum Missisippi. Kafarar og froskmenn aðstoðuðu við að leita hinn- ar horfnu Betty Burch. Eins nákvæm- lega og unnt var, var miðaður út stað- urinn, þar sem „kartöflupoka" var fleygt fyrir borð. Tveim dögum síðar fannst lík konu, sem bar greinileg merki kverkataks sem valdið hafði köfnun. Systir Bettyar var sótt til St. Louis — Grátandi sá hún systur sína aftur sem rotnandi lík og kjökraði, að hún hefði allan tímann sagt, að þetta hjúskaparmál myndi enda með ósköp- um. Nsestum eitt hundrað óeinkennis- klæddir lögreglumenn fóru í hvert einasta veitinga- og gistihús í Pensacola 30 til að finna morðskötuhjúin. Dag nokkurn sá Warris lögregluforingi nafn- ið Ernma Walers á gestalista eins af stóru gistihúsunum. Undir þessu naíni hafði kona í New York svikið kauphall- arbraskara um hálfa þriðju milljón fyrir hálfu ári síðan. í hraðsamtali við sjúkrahús það í New Orleans, þar sem Eduard Bennet lá í sárum, fór Warris fram á leyfi sjúkra- hússins til að Bennet færi þegar til Pensacola. Við komuna þangað komu Warris og Bennet sér fyrir í hæginda- stólum í anddyri gistihússins, báðir fald- ir bak við dagblöð, sem þeir héldu á lofti. Allt gistihúsið var umkringt af lögregluliði. Dyravörðurinn hafði skýrt svo frá, að Emma Waters hefði komið til gisti- hússins í fylgd með dökkhærðum manni. Nánari lýsing kom algerlega heim við Kramer. SÍÐAN gaf dyravörðurinn mönnun- um í hægindastólunum merki. Hann hafði hringt upp til Emmu Waters og sagt, að maður biði hennar niðri í and- dyrinu. Skömmu síðar kom hin falska Betty Burch, sem hafði gifzt Bennet, gangandi niður stigann. En þegar hún bar kennsl á Eduard Bennet, snerist hún á hæli í neðstu tröppunni og þaut upp stigann. Warris hljóp á eftir henni og greip í handlegg hennar, — Þetta er þó eiginmaður yðar, ekki satt? spurði hann og benti Bennet. — Ég þekki alls ekki þennan mann, ég heiti Emma Waters og ég ætla strax að kalla á unnusta minn, sem ég ætla að giftast á morgun..... Það reyndist þó ekki nauðsynlegt að kalla á hann, því að uppnámið í anddyr- inu, þar sem margir hótelgestir voru saman komnir, dró unnusta henn- ar fram í dagsljósið — ruglaðan og feim- inn, rjóðan karl. Lögregluforinginn sagði honum, hver unnusta hans væri í raun og veru. Gamli bóndinn úr mið- einu vesturfylkinu var alveg agndofa. f sömu andrá sleit Emma Waters sig lausa og hentist upp stigann. Hún hvarf inn í herbergi á annarri hæð og skellti á eftir sér hurðinni. Dyrunum var sam- stundis læst. Warris barði árangurslaust á hurðina. — Opnið dyrnar! Þér getið ekki kom- izt undan. Gistihúsið er umkringt af lögreglunni. Karlmannsrödd svaraði að innan: — Farið fjandans til! Lifandi náið þið okkur ekki! Það heyrðust þrjú skot inni í herberg- inu. Lögreglan braut upp dyrnar. Á gólftnu lá húskaparsvikarinn Emma Waters, sem svo lengi hafði verið leitað að, drepin af tveim skotum í höfuðið. FALKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.