Fálkinn


Fálkinn - 29.05.1963, Blaðsíða 31

Fálkinn - 29.05.1963, Blaðsíða 31
Við hlið hennar reyndi Kramer stynj- andi að rísa upp á olnbogann. Þriðja skotið, sem hafði verið beint að honum sjálfum, olli ekki bráðum bana. Hann lifði enn stundarkorn og gat látið í té fulla játningu. HANN hét Kramer, en hafði flutt inn á hótelið undir fölsku nafni. Svikarinn var eiginkona hans, og hún hafði verið í þann veginn að ganga í nýtt, falskt, hjónaband, hið næsta eftir að hún gift- ist Bennet. Alls hafði hún gengið í sautján hjónabönd með hinum og þess- um á undanförnum árum í því skyni að komast yfir peninga þeirra. Þegar um Bennet var að ræða, hafði það orðið fyrir hreina tilviljun. Um borð í fljótabátnm höfðu þau lent á tali við Betty Burch. Hin fertuga kona hafði ljómandi af gleði sagt Emmu Waters frá tilgangi farar sinnar og nefnt nafn Eduards Bennets. Emma Waters vissi, að hann var stórinnflytjandi og vell- auðugur. Samstundis brugguðu afbrota- hjúin launráð sín. Að nætulagi ginnti Emma Betty Burch, sem átti sér einskis ills von, upp á þilfar, þar sem þau drápu hana í sameiningu. Áður en þetta skeði, hafði frú Kram- er (eins og hún hét réttu nafni) fengið vitneskju um öll smáatriði varðandi fyrirhugaðan fund þeirra Bennets, og meðan hún sem „Betty Burch“ undir- bjó sautjánda brúðkaup sitt, útvegaði Til Astró. Vill Astró vera svo góður að þýða þær rúnir, sem skráðar voru á bókfell stjarnanna um fyrirhugaðan leik minn á manntafli jarðkringlunnar? Segja um það helzta, sem máli skiptir, atvinu, heilsufar, heimilislíf og fleira og ef stjörnurnar ráðleggja eitthvað, sem betur má fara. Ég vann mikið á meðan heilsa entist, en síðan er einn fjórði ævi minnar lið- inn. Það heppnaðist ekki fyrir mér að byggja á þeim grunni, sem ég hugði reisa atvinnulíf mitt á. Má þar um kenna heilsubresti mínum. Ég hef ekki gifzt, hef næg háhuga- mál„ en of litla lífsorku að framfylgja þeim nema að litlu leyti. Ég lifi mjög reglusömu lífi. Með fyrirfram þökk. Vala. Svar til Völu. Það sem oft veldur lífsorkuleysi í lífi manna er þegar Sól og Máni eru í and- stöðu hvort gegn öðru, þannig að orku- straumarnir eyða hvor öðrum að talsverðu leyti. Samt ætti þetta ekki að verða nema um tímabil þar eð þessir hnettir falla í svonefnd ,,cadent“ hús. Sólin er merki Steingeitarinnar og þar af leiðandi býrðu yfir hugsjónum um að skapa þér nafn út á við eða „career“. Kramer henni fölsk vottorð fyrir vígsl- una. E’yrsta bréfið frá systur Betty Burch í St. Louis neyddi hana til að hraða brúðkaupinu. Hún hafði látið mann sinn fá peningana, en hann var forfallinn í spilafíkn. Framkoma Morg- ans á spilaknæpunni hafði verið aðvör- un. Kramer sendi þess vegna fjárkúg- unarbréf til Bennets, og þegar þeir hittust báðir, eins og ráð hafði verið fyrir gert, á heimili Bennets til að ræða málið, skaut hann á þá báða. Það kost- aði Morgan lífið, en Bennet slapp lífs frá morðtilrauninni. Kamer hafði varla lokið játningu sinni, þegar hann andaðist. LÖGREGLAN hafði ekkert vitað um hin sautján hjónabönd Emmu Waters. Enginn af eiginmönnum hennar kvaddi lögregluna á vettvang, þegar hún hvarf með peninga þeirra. í nær öllum tilfell- um var um að ræða vel stæða roskna menn, sem heldur vildu bera fjárhags- legt tjón en komast í kastljós almenn- ings vegna flónsku sinnar. í sex ár truflaði enginn iðju þessara hjúskapar- svikara. Fyrst eftir Bennet-harmleikinn varð kunnugt um fjölda svikinna eigin- manna. Stærsta ránið af öllum, — sem hafði í för með sér tvö morð: á saklausri konu og einkalögreglumanni — leiddust þau út í fyrir algera tilviljun. En það varð þeirra örlagadómur. Fyr- Máninn, sem stendur fyrir persónuleik- ann er hins vegar í andsnúnu merki Krabbanum, sem bendir til þess að þú dveljir að mestu heima fyrir og sért gefin fyrir að láta fara vel um þig. Þarna eru tveir þættir, sem berjast um völdin í þér og meðan svo er er mikil hætta á að lífsorkan verði með minna móti og þú illa fyrir kölluð. Sá þáttur- inn, sem verður þér til meira góðs er sólmerkisþátturinn, en hann býður þér að starfa út á við en ekki að vera heim- ilismanneskja. Þátttaka í þágu einhvers félagslífs, sem þú hefðir gaman af að taka þátt í mundi gefa þér endurnýjað- an lífsþrótt. Þar þyrftu hæfileikar þínir til að skipuleggja og stjórna að njóta sín, því það eru hinir betri eiginleikar þínir, og með því að þjóna þeim þá verður líkama þínum ánægja af því að gegna skyldum sínum gagnvart hug- sjónum þínum betur heldur en hingað til hefur verið. í þessu er hinn mikli og einfaldi leyndardómur lífsins fólg- inn. Máninn í merki krabbans ásamt hinu rísandi merki gerir þig mjög næma fyrir utanaðkomandi áhrifum, þannig að þér er nauðsynlegt að byrgja þig gegn síbreytileika tilfinningalífsins. Mig minnir að það hafi verið Páll postuli, sem sagði eitthvað á þá leið að við mættum vera þakklát fyrir sjúlt- ir eigin hendi urðu þau með sameigin- legu sjáifsmorði að gjalda fyrir illvirki sín, framin vegna óseðjandi fégræðgi og spilafíknar. Gikartréð Framhald af bls . 12. trénu, og hann vill ekki koma niður.“ Gripinn hræðiiegum grun skálmaði hr. Sommer alveg að trénu og leit upp. Allhátt uppi á milli greinanna sat mað- ur með hvítt vangaskegg, sem hann hafði síðast séð vaggandi makindalega í ruggustól. Hann rak upp reiðiöskur. „Viljið þér koma tafarlaust niður?“ ,,Nei,“ heyrðist ofan úr blaktandi, grænu laufinu. „Þarna getið þér sjálfir séð,“ sagði annar mannanna. „Hann vill ekki. Hann segir, að hann eigi tréð, og að hann geti vel verið þarna upp í allt sumar, ef það sé nauðsynlegt.“ „Viljið þér klifra tafarlaust upp og fá hann niður!“ skipaði hr. Sommer. Maðurinn hristi höfuðið. „Kemst þangað ekki, hr. Ég og Charlie erum ráðnir til að fella tré, ekki til að klifra upp í þau.“ Hr. Sommer barði krepptum hnefa í tréð, eins og hann hefði í hyggju að hrista hr. Boden niður eins og ofþrosk- aða plómu. Hr. Boden féll samt ekki, og Framh. á næstu síðu. dóma okkar og þrautir. Vafalaust má margt skilja út úr þessum orðum eins og svo mörgu í Biblíunni, en einhvers staðar hef ég lesið að í gegn um þján- inguna öðlumst við mannverurnar vizkuna, sem er það takmark, sem raunverulega ber að keppa að. Þegar á allt er litið og reikningarnir eru gerðir upp, þá er ef til vill alls ekki svo slæmt að eiga erfiða lífdaga, því þeim mun ríkari verði ávextirnir. . Ljónið á geisla fjórða húss bendir ávallt til þess að síðari hluti ævinnar verði mikið ánægjulegri heldur en það, sem komið hefur fyrir fyrri hluta henn- ar. Dvöl meðal ástvina og glaðlynds fólks er vís. Steingeitarmerkið eða merki Satúrn- usar seinkar venjulega giftingu eða ger- ir hana óframkvæmanlega. Venus í merki Bogmannsins bendir til þess að þinna ásta sé ekki að leita í heimahög- um þínum heldur í einhverju fjarlægu landshorni eða jafnvel erlendis. ★ FÁLKINN 31

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.