Fálkinn


Fálkinn - 29.05.1963, Blaðsíða 32

Fálkinn - 29.05.1963, Blaðsíða 32
Eikartréð Framh. af bls. 31. hönd hr. Sommers virtist ekki hafa haft gott af þessari fljótfærnislegu hreyf- ingu, sem engan veginn hafSi bætt skap hans. „Boden!“ öskraði hann. „Ætlið þér að koma niður?“ Það kom ekkert svar. „Heyrið mig nú Boden.“ .... Það varð langur fyrirlestur, og hann var á sinn hátt meistaraverk í mælsku- list. Hr. Sommer reyndi allt frá ró- legri skynsemi til ákafra formælinga. Hann talaði vel um fyrir manninum, hann skammaði hann, hann skjallaði, hann hótaði. Hann skírskotaði til betri manns Bodens, og hann skammaði hann fyrir að vera svikahrapp, sem mundi eyða því, sem eftir væri ævinnar, í fangelsi. Hann talaði um bræðralag milli mannanna og spurði, hvað móðir hans sáluga mundi halda um son sinn. Hann hótaði að kalla á slökkviliðið. Að lokum lýsti hann yfir því, að hann myndi láta fella tréð með Boden og öllu saman. Um þær mundir tóku áheyrendur, sem hingað til höfðu hlust- að af athygli, að hreyfa sig órólega. „Það getið þér ekki gert, hr.“ sagði Charlie skjálfraddaður. „Hann mundi þá hálsbrotna." Hr. Sommer sýndist það vera ákjós- anleg lausn, sem hann ætlaði einmitt að samsinna hjartanlega, þegar Charlie sagði: „En við verðum sko að fara núna, hr. Það er matarhlé,“ að svo búnu fóru hann og félagi hans í jakkana, kinkuðu kolli kurteislega og fóru leið- ar sinnar. Hr. Sommer var kominn á það stig, að hann froðufelldi af reiði. „Ef þér komið ekki niður á stundinni," hrópaði hann upp í þögult laufið, „klifra ég upp á stundinni eftir yður. Er yður það ljóst, Boden?“ Ekkert svar. „Gott,“ sagði hr. Sommer bálvondur. ,,Þá segjum við það!“ Hann skaut fram hökunni og starði í vígahug upp eftir stofni trésins. Að vísu hafði hann ekki klifrað í trjám síðan hann var tíu ára, en á þeim tíma hafði hann öðlazt menntun, kvænzt, byggt upp blómstrandi fyrirtæki og sveigt saman báða enda á ýmsum stjórnum. Eitt lítið tré virtist honum ekki vera nein sérlega erfið hindrun. Sjóðandi af réttlátri reiði reif hann af sér jakkann, bretti upp buxnaskálm- arnar og lagði til orrustu. Fyrstu kvist- óttu greinarnar ollu engum erfiðleikum. Grænt laufið umlukti hann. Sigri hrósandi tók hann sér dálitla hvíld og keyrði höfuðuð aftur, bæði til að líta eftir Boden, sem trónaði eins og fastastjarna hátt yfir höfði hans, og til að miða út næstu grein, sem virtist vera furðulangt í burtu. Það kostaði hann ekki svo litla áreynslu, auk rifinn- ar skyrtuermar, að komast á næsta á- fangastað. Lítil grein kiæktist föst í vasa hang, hann fálmaði niður með hendinni og sleit hana óþolinmóður í burtu. Blöð hennar voru undarlega mjúk viðkomu, og þegar hann leit niður á þau með reiðihrukkur á enni, sá hann, að nokk- ur þeirra voru alveg nýútsprimgin og þakin gullnum hýjimgi. Dálítill andvari bærði laufið og kældi kófsveitt enni hans. Næsta grein, sem hann fikraði sig upp á, var grennri og svignaði undan þunga hans. Honum brá aðeins við tilhugsun- ina um það, að grein, sem bognaði, gæti brotnað, og hann var nú allhátt uppi. Tilhugsunin var allt annað en þægileg. Hr. Sommer ríghélt sér í stofninn og litaðist um. Greinin hinum megin á trénu var auðsjáanlega sverari og virt- ist traust. Hann varp öndinni léttara, hjúfraði sig fast að stofninum og fálm- aði meðfram honum með vinstri fætin- um til að komast í örugga höfn hinu megin. í sama bili heyrðist reiðiöskur yfir höfði hans. „Heyrið þér, gætið þó að, hvað þér gerið!“ Ósjálfrátt dró Sommer fótinn að sér, Öskur Bodens hafði gefið til kynna, að einhver væri í þann veginn að stíga ofan á fingurinn á honum, sem var þó alveg óhugsandi. Án þess að sleppa dauðahaldi af stofninum gægðist hr. Sommer meðfram stofninum svo var- lega sem ætti hann von á að sjá skrölt- orm. Skammt frá stofninum greindist sver greinin í tvennt. í skorningnum hafði fugl byggt sér hreiður. Kringlótt og snoturt hvíldi það á greininni og í því miðju lá fugl, sem þrýsti sér fast niður CLOROX Fjólubláa blævatnið „CLOROX“ inniheldur ekkert klórkalk né önnur brenniefni og fer því vel með þvottinn. „CLOROX“ er einnig óviðjafnanlegt við hreingerningar og til sótthreins- unar. — Fæst víða. Efnagerð Austurlands h.f. 32 FALKINN á mosaklætt ból sitt, og starði á mann- inn svörtum perluaugum. „Hreyfið yður ekki,“ skipaði hr. Bo- den ofan úr hásæti sínu. „Hún er þegar nógu hrædd. Ef þér haldið áfram að vaða þarna fram og aftur, yfirgefur hún hreiðrið. Það er eins víst og amen í kirkjunni." Hr. Sommer starði á fuglinn. Brúnir vængirnir báru vott um móðurlega vernd, en svört perluaugun horfðu á hann og sögðu honum stríð á hendur. „Ef þú heldur, að ég ætli að standa hér . . . . “ sagði hann hvössum rómi við fuglinn, en hann sýndi ekki á sér neitt fararsnið. Nokkur andartök liðu í al- gerri kyrrð. Þá leit hann upp til Bod- ens, sem ruggaði sér mjúklega í trjá- toppnum, eins og hann sæti í ruggu- stólnum sínum. Við að sjá hann komst hr. Sommers aftur í sinn gamla ham. „Fjandinn hafi það!“ tautaði hann, treysti tak sitt um trjástofninn og sveifl- aði fætinum meðfram honum. Fuglinn skauzt upp framhjá honum 1 með kipp, sem nærri hafði komið hon- um úr jafnvægi. Síðan náði hann fót- festu á traustri greininni og færði allan þunga sinn yfir á hana. Stynjandi sett- ist hann niður og andaði djúpt að sér. „Hún flaug leiðar sinnar!“ hrópaði hr. Boden. Guði sé lof! hugsaði hr. Sommer og leit með sigurbros á vör á hreiðrið, sem fuglinn hafði yfirgefið. Þarna lágu fjög- ur ljósblá egg, lítill og notalegur heim- ur mosa og laufs. „Þarna sjáið þér, hvað þér hafið gert!“ Hr. Boden suðaði eins og reið býfluga. „Þér hafið hrætt hana burt, og nú kemur hún aldrei aftur til að unga út eggjun- um sínum.“ „Hvað varðar mig um þessi fábjána- legu egg?“ sagði hr. Sommer ergilega. Já, hvað komu þau honum við? Þau voru nú ekki annað en fjögur lítil, ljós- blá egg. Það var þó ekki ég, sem byrj- aði að klifra hingað upp, sagði hann við sjálfan sig og ætlaði að teygja sig upp í næstu grein, þegar hreyfing á laufinu hélt aftur af honum. Litli brúni fuglinn sat á grein beint yfir höfði hans og hafði auga með hon- um. Hann var kominn aftur til að sjá, hvað yrði um eggin hans. Hann gat séð litla líkamann titra, eins og hjarta hans berðist fyrir stormi. „Jæja, komdu þér þá niður,“ rumdi hr. Sommer. „Ég skal víst ekki gera heimsku eggjunum þínum neitt.“ „Hún kemur ekki,“ sagði hr. Boden. „Hún er hrædd við yður.“ „Já, ég hef nú ekki í hyggju að detta niður og hálsbrjóta mig, aðeins af því að fávís fugl.....Hr. Sommer stein- þagnaði. Fuglinn steypti sér rétt yfir hreiðrið og gaf frá sér dálítið tíst, eins og hann sendi boðskap huggunar niður til eggjanna. Síðan var hann kominn aftur á greinina. Hr. Sommer hreyfði sig ekki. Ef til vill mundi þetta litla kvikindi snúa aft- ur til eggja sinna, ef það gleymdi, að hann væri þarna. Mínúturnar liðu,

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.