Fálkinn


Fálkinn - 29.05.1963, Blaðsíða 33

Fálkinn - 29.05.1963, Blaðsíða 33
Fuglinn sendi öðru hvoru huggunartíst niður yfir hreiðrið og hallaði síðan und- ir flatt, eins og hann ætti von á svari. Ský dró fyrir sólu og hr. Sommer fékk áhyggjur af, að eggin þörfnuðust nú enn frekar hinnar móðurlegu hlýju. Hann vonaði, að það færi ekki að rigna. Króna eikarinnar var mjög þétt, enda þótt blöðin væru ung og smá, ef til vill myndu þau veita nóg skjól fyrir smá- skúr. Fuglinn var orðinn rólegri, hann hoppaði ekki alveg eins eirðarlaust um, heldur fylgdist með hreiðrinu og hall- aði undir flatt. „Það getur vel verið, að hún snúi nú aftur,“ heyrðist frá hr. Boden að ofan„ ekki mikið hærra en skrjáf vindsins í blöðum eikarinnar, en hr. Sommer, sem hafði alveg gleymt að andstæðingur sinn væri til, hrökk í kút. „Þeir hafa verpt hérna áður. Sömu hjón. Þetta er heimili þeirra.“ „Nei, hafa þeir gert það?“ hvíslaði hr. Sommer. „Ég held áreiðanlega, að það séu þau sömu. En það eru nú ein sex hreiður í þessu tré.“ „Sex hreiður?“ endurtók hr. Sommer hrifinn. „Að minnsta kosti,“ svaraði hr. Bod- en. Hr. Sommer hallaði sér að stofninum og íhugaði það. Sex hreiður .... það var ekki sem verst fyrir eitt tré. „Boden.“ „Ahr.“ „Hve gamalt er þetta tré?“ „Get ekki sagt það með vissu. Kann- ski hundrað ára, kannski tæplega það.“ Hundrað ára. í hundrað ár höfðu fuglarnir byggt hreiður í því. Það var undarlegt að hugsa til þess. Það dró frá sólu, meðan hann sat og hugsaði um það. Gullnum bjarma sló á blöðin umhverfis hann. Hann gladdist yfir, að sólin skein. Hún myndi halda eggjunum heitum, meðan hann biði. Hann lokaði augunum og hlustaði á öll hljóðin, sem urðu að Ijúfum klið hérna uppi í þessum græna heimi milli himins og jarðar. Hér var gott að vera. Það fór ágætlega um hann á sléttri, breiðri greininni. Stofninn, sem hann hallaði sér upp að, var öruggur og góð- ur, og samt var það eins og hann rugg- aði óskynjanlega fram og aftur. Höfuð hans seig niður á bringu. Hr. Sommer svaf. Þegar hann vaknaði allt í einu aftur, vissi hann í fyrstu ekki, hvar hann var, en síðan mundi hann það og leit snöggt upp á greinina yfir höfði sér. Hún var auð. Öll vellían sálar hans rauk út í veður og vind. Fuglamóðirin var horfin. Hún hafði yfirgefið egg sín. Það mundu aldrei koma litlir, dúnmjúkir ungar, sem voguðu sér varlega út á grein til að flögra síðar út í ómælisvídd heiðloft- anna. Hr. Sommer neyddi sig til að líta í átt til hreiðursins og hrópaði næstum því hátt af gleði. Fuglinn var kominn aftur í hreiðrið sitt. Brúnu vængirnir breiddust vernd- andi yfir hnöttót, ljósblá eggin. Léttur andvari vaggaði litlu fjölskyldunni blíðlega. Sjaldan hafði hr. Sommer séð slíka fegurð og frið. Yfir honum heyrðist hvíslandi rödd: „Það skeði, meðan þér sváfuð. Ég hef aldrei séð neitt slíkt. Hún treysti samt á yður, það gerði hún.“ „Já!“ svaraði hr. Sommer hreykinn. Hvorugur þeirra mælti orð frá vörum Framh. á bls. 36. 7 ■ Nýr bíll Nýlegur bíll Notaður bíll Beiglaður bíll Ónýtur bíll • • Oskuhaugamatur Þarf þetta að ske ef þér eigið VOLKSWAGEN ? Varahluti í Volkswagen er auðveldara að fá en í nokkurn annan bíl og þess vegna getur bíllinn yðar litið út sem nýr væri — enda er endursöluverð Volkswagen viðurkennt. ALLTAF FJÖLGAR VOLKSWAGEN Heildverzlunin HEKLA hf. Laugavegi 170—172 — Sími 11275. FALKINN 33

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.