Fálkinn


Fálkinn - 29.05.1963, Blaðsíða 34

Fálkinn - 29.05.1963, Blaðsíða 34
PANDA DG UPPFINNINGAMAÐURINN MIKLI Nitroglyserinflaskan hafði augsýnilega aukið vél- manninum þrek að miklum mun. Það gneistaði af honum og hann geystist á eftir Panda.„Passaðu þig,“ hrópaði Hugsuðurinn, „hann hefur fengið of mikla orku. Hann er of æstur. Hann mun fá taugaáfall.“ „Jæja“, sagði Panda, „en gerðu eitthvað í guðanna bænum, þú ættir að geta stoppað hann.“ „Það verður ekki auðvelt,“ sagði Hugsuðurinn þenkjandi, „hann hefur hlaðið of mikið.“ Það var vissulega örðugt viðfangs að stanza vélþjóninn. Hugsuðurinn snart vélmanninn en fékk straum og hrópaði upp yfir sig: „Jesús, pétur, en sá straumur." En Panda var önnum kafinn við að forðast stálfaðm vélmannsins. „Ég þarf að sjóða eitthvað saman til þess að gera þessa maskínu skaðlausa,“ sagði Hugsuðurinn. Á meðan Panda hljóp æpandi og skrækjandi undan vélþjóninum, settist Tom Hugsuður niður og leit yfir teikninguna af vélþjóninum. „Látum oss nú sjá,“ sagði hann við sjálfan sig, „ég gerði hann úr gömlum ofni, nokkrum pörtum úr útvarpi... bíðum nú við . . . já og gamalli reiknisvél. Auðvitað — þar liggur hund- urinn grafinn. Vélin sú leggur auðvitað vitlaust saman, svo að gerðir vélmannsins eru óútreiknanlegar. Þetta þarf að leysa.“ „Gaztu nú ekki sagt þér þetta áður?“ sagði Panda. „Svona, svona,“ sagði Hugsuður- inn, nú ætla ég að finna upp vélar, sem gera véla- manninn skaðlausan. Viltu því fara eitthvað annað á meðan, ég get ekki hugsað í öllum þessum hávaða.“ En Panda flýtti sér út úr kjallaranum. Vélmaðurinn var á hælunum á honum. Brátt var Hugsuðurinn niðursokkinn í að búa til þrjár athyglisverðar vélar, sem voru ætlaðar til þess að gera vélmanninn skaðlausan. Ein vélin leit út sem risastór hamar á hjólum, síðan var sjálfvirk sög, og sjálf- virkur dreifari sem dreifði hydroklóríði. Á meðan Hugsuðurinn vann að þessari smíði, bergmálaði allt húsið undan þungu fótataki vélmannsins. „Ég vona að ég verði ekki of seinn með þessar vélar,“ sagði Hugsuðurinn við sjálfan sig. En þegar hann hafði loks- ins lokið við vélarnar, var hvorki Panda né né vél- manninn að sjá neins staðar nærri. Ringulreiðin í húsinu gaf fyllilega til kynna, að mikill eltingaleikur hefði átt sér stað. „Hvar ertu Panda?“ hrópaði Hugs- uðurinn kvíðinn. En honum var ekki svarað ... - 34 FÁLKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.