Fálkinn


Fálkinn - 19.06.1963, Blaðsíða 7

Fálkinn - 19.06.1963, Blaðsíða 7
Blikkmeimska. Fálkinn, Reykjavík. Tilefni þess að ég skrifa ykkur er það að fyrir nokkru síðan var í Pósthólfinu bréf þar sem gert var að umræðu- efni hegðun manna á íþrótta- vellinum. Eitt var það sem mér fannst falla niður í þessu annars ágæta bréfi. Hér í borg er allstór hópur manna sem fer á hvern leik án þess að greiða sinn aðgang. Þegar leikið er vestur á Velli standa þeir á bílpöllum og húsum og horfa yfir blikkið. Að vísu mega þessir menn auglýsa sig sem slíka með þessari hegðun en þar sem fjárhagsvandræði há allri íþróttastarfsemi ber þeim skilda til að greiða „aðgang“ að leiknum. Ég er satt að segja nokkuð hissa á að ekki skuli hafa verið gert eitthvað í þessu máli því það eru ekki svo litlar upphæðir sem þarna fara forgörðum. Svipað at- hæfi á sér því miður einnig stað inn á Laugardalsvelli. Þar standa menn utan girð- ingar og horfa gegnum netið fyrir endanum, á það sem fram fer innan nets. Það eru oft allstórir hópar og jafnvel stærri en blikkmennirnir á Vellinum vestur frá. Og það gagnar lítið þó strengdur sé strigi á girðinguna því þá stinga þeir bara gat á strig- ann og horfa svo gegnum göt- in. Þetta er furðulegt athæfi. Mér þótti rétt að þetta kæmi fram og að svo mæltu þakka ég fyrir birtinguna. Vallargestur. Svar til L. Æ. Bréf þitt er þess eðlis að við sjáum ekki ástæðu til að taka það til birtingar í Pósthólfinu Þú verður að leita á önnur mið með þessi vandamál þín. Vill borða Popp Korn. Háttvirta blað! Ég sá í einhverju blaðinu ykkar um daginn bréf frá einhverjum manni sem var að finna að því Þótt borðað væri popp korn í bíó. Mér finnst það fulllangt gengið ef maður má nú ekki borða svona nokkuð í bíó fyrir ein- hverjum geðillum körlum fyr- ir aftan mann. Ég segi fyrir mig að ekki dettur mér í hug að hætta þessum ágæta vana. Og það eru ekki nema ósiðað- ir sem setja poppið á gólfið. Ég bið að heilsa þessum ágæta manni. Jói. Svar: Nú, þá borðar þú bara þitt popp korn og málið er leyst. Kveðjunni komum við hér með á framfæri. Fyrirspurn. Vikublaðið Fálkinn, Reykjavík. Með grein eftir Jón Gísla- son sem nýlega birtist í blað- inu og nefndist „Þegar Al- þingi var rofið í fyrsta sinn“ var mjög skemmtileg mynd af Alþingishúsinu. Nú stóð það ekki undir myndinni hver hefði teiknað þessa skemmtilegu mynd en þar sem mér liggur talsverð for- vitni á að vita það vonast ég eftir að þið upplýsið það í Pósthólfinu. K. M. Svar: Þessa mynd af Alþingishúsinu tók Gústaf Guðmundsson. Svar til X. Þetta eru erfiðar brautir sem þú ert að fara út á en ef áhugi þinn er nægur þá œtti þér að takast þetta. En áður en lengra er haldið skalt þú gera þér það fyllilega Ijóst að til þess að ná settu marki verður þú að fórna öllum tíma þínum og þú getur eins búist við því að ná ekki þessu takmarki þínu. Hvað á nú að gera? Kæri Fálki! Þannig er mál með vexti að ég er orðin hrifin af strák sem er með vinkonu minni. Mér þykir þetta ákaflega óþægilegt því við þrjú erum mikið saman og förum oft á skemmtistaði. Ég hef það alltaf á tilfinningunni að ég sé þriðja hjól á vagni og þess vegna verð ég alltaf þvinguð í nærveru þeirra. Ég hef reynt að fara ekki út með þeim en þá verða þau móðguð og linna ekki látunum fyrr en ég fer með þeim. Getið þið ekki gefið mér einhver ráð? Með beztu kveðjum. P. B. Svar: Þú skalt ná þér í annan strák og þá ert þú orðin fjórða hjól á vagni. Ef þetta gengur ekki þá skáltu bara segja vinkonu þinni eins og er og vita hvort hún hefur ekki eitthvað til mál- anna að leggja. Blaðsölubörn í úthverfum! takið eftir! Framvegis verður FÁLKINN af- greiddur á hverjum þriðjudegi kl. 13.00 á eftirtöldum stöðurn til hægðarauka fyrir ykkur: Tunguvegi 50, sími 33626. Langholtsvegi 139, kjallara, sími 37463. Kleifarvegi 8, kjallara, sími 37849. Melgerði 30, Kópavogi, sími 23172.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.