Fálkinn


Fálkinn - 19.06.1963, Blaðsíða 9

Fálkinn - 19.06.1963, Blaðsíða 9
Árni Gunnarsson blaðamaður ræðir við stúdent frá Suður-Afríku svartir geta ekki búið saman Þegar Bradfield varð 5 ára hófst skólaganga hans. Hann var 9 mánuði ár hvert í skólanum, og lauk námi þegar hann varð 18 ára. Hann tók þá próf, sem jafngildir stúdentsprófi hér. Síðan vann hann alls konar störf og síðast hjá tryggingafyrirtæki. Frá Af- ríku fór hann fyrir tveim árum, starf- aði hjá fyrirtæki í London, en síðan á bóndabæ á Sjálandi. Hann ætlar til Kanada eftir að hann hefur farið heim, og ætlun hans er að læra eitth'vað um landbúnað og jarðrækt. ★ Hver borg og hvert þorp í S-Afríku skiptist raunverulega í tvennt, hverfi hvítra og svartra. Lítill samgangur er þar á milli. Svertingjarnir fá að vísu að koma inn í borgarhverfi hvítra, en í flestum tilfellum verða þeir að vera farnir þaðan fyrir vissan tíma á kvöld- in. Bradfield segir, að fáir hvítir menn hætti sér inn í borgarhverfi hinna svörtu, og alls ekki eftir að kvölda tek- ur. Þangað fer aðeins vopnuð lögregla, og þá oftast fleiri en einn og fleiri en tveir í senn. Flestra fjölskyldur hvítu mannanna hafa þó svertingja í þjónustu sinni. Margir þeirra hverfa til heimila sinna á kvöldin, en hafi þeir starfað hjá sömu fjölskyldunni í nokkur ár og sýnt trúmennsku búa þeir á heimilum hinna hvítu. Fjölskylda Bradfields hefur haft sömu svertingjakonuna í yfir 15 ár. Svertingjarnir fá þá fæði og föt, en er greitt lágt kaup. Um vandamálin í sambúð hvítra og svartra í S-Afríku, segir Bradfield: „Svartir og hvítir geta ekki búið saman. í dag er á milli þeirra óbrúan- leg gjá. Það eru aðeins örfá ár síðan, að hinir hvítu í S-Afríku fóru að gera sér grein fyrir að svertinginn er mann- leg vera, en ekki áburðardýr. Menn hafa gert sér ljósa nauðsyn þess, að svertingjar nytu menntunar og ann- ars, sem gæti skapað hjá þeim félags- legan þroska. Þessi þróun hefur gengið hægt, og verulegur árangur mun ekki sjást fyrr en eftir tugi ára eða lengri tíma. í hópi svertingjanna eru háskóla- menntaðir menn, foringjarnir, sem krefjast aukinna réttinda til handa svertingjum. En þó allir fengju kosn- ingarétt, myndi ekki nema hluti þeirra vita til hvers þeir væru að kjósa, og gera það aðeins eftir skipunum foringj- anna. Sú spennitreyja, sem svarta manninum er haldið í í dag mun fyrr eða síðar bresta, og hvað verður þá. Þeir eru margfalt fleiri en hvítu menn- irnir. Aðskilnaðurinn verður að eiga sér stað áður en slíkt verður. Grund- völlur fyrir góðri sambúð er ekki fyrir hendi. Undirbúningur undir það, að slíkt mætti verða, hófst ekki nógu tíman- lega. En þetta eru vandamál, sem eng- inn skilur, nema sá sem hefur verið í Suður-Afríku og það lengi.“ „Fjöldi svertingja kemur á hverjum degi til stórborganna. Margir þeirra koma frá svertingjaþorpum inni í landi, þar sem þeir hafa búið í leirkofum við lífsskilyrði, sem enginn hvítur maður gæti sætt sig við. Á milli hinna mörgu þjóðflokka svertingja eru stöðugar ill- deilur. Þeir ræna og rupla hver frá öðrum, og þetta er orðið eðli þeirra. Þegar þeir koma til borganna þar sem allar kröfur til þrifnaðar og umhirðu eru eðlilega mikið hærri, skapast mörg vandamál. Þetta fólk þekkir ekki lög hvíta mannsins, það er það sem við köllum ,,þjófótt“, og þegar við reynum að skýra fyrir þeim, að það sé rangt að taka hluti, sem aðrir eiga, skilja þeir það ekki. Ef þeir fá hrein og þokka- leg húsakynni til að búa í, líða aðeins nokkrar vikur þar til allt er orðið óhreint og í megnustu óreiðu. Það er ekki hægt að ásaka þetta fólk, en það tekur langan tíma að kenna því, og sumt af eldra fólkinu getur aldrei lært þetta.“ „Þið hér á Norðurlöndunum þekkið ekkert til þessara vandamála. Það er kannski eðlilegt að ykkur finnist þessi afstaða hvíta mannsins í S-Afríku óskiljanleg og meðferðin á svertingj- Framh. á bls. 36. R. Bradfield, ungi stúdentinn frá Suður-Afríku, sem spjallað er við hér að ofan er búsettur í Höfðaborg (myndin hér til hægri). Hann segir okkur sitt hvað frá ástandinu í heimalandi sínu og ber þá hæst kynþátta- vandamálið. Á myndinni hér að ofan sjáum við vega- bréf Bradfield. Efst stendur W, eða white (hvítur). FÁLKINN 9

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.