Fálkinn


Fálkinn - 19.06.1963, Blaðsíða 11

Fálkinn - 19.06.1963, Blaðsíða 11
hún hafði þegar undirritað hana, dagsett og stílað á kjörbúðina. Drengurinn fyllti út upphæðina eftir miðanum og afhenti afgreiðslumanninum ávísun- ina, sem skoðaði hana, skrifaði eitthvað aftan á hana, og lét hana síðan í peningaskúffuna. Angie tók upp þungan pappírspokaxm, og dreng- irnir tveir gengu út úr verzluninni. Það var kvöld. Dökkleiti drengurinn opnaði dyrnar á bílnum, smeygði sér undir stýrið, Angie settist við hlið hans og lét pokann á milli þeirra. Dökkhærði drengurinn gáði í pokann, tók upp sælgætissteng- umar og gaf Angie aðra. Síðan rykkti haxm sér fram í sætinu, stakk höndunum í buxnavasana og dró upp tvær stengur í viðbót. Hann drap tittl- inga og rétti Angie líka aðra þeirra. „Lék dálítinn fingraleik,“ sagði hann, og sló á öxl Angie. „Hæ, maður!“ sagði Angie hlæjandi og sló hixin. Drengirnir könkuðust stundarkom á í framsætinu. Síðan setti dökkhærði drenguiinn bílinn í gang. Hann ók vel og gætilega. Eftir á að hyggja, hann yrði ekki sextán ára fyrr en eftir tvo mánuði, og löggan hér um slóðir var hörð í horn að taka í þeim efnum, ef hún gómaði þig. Hann hélt sig vandlega við hámarkshraðann; var satt að segja dálítið undir honum til að vera öruggur. „Ætlarðu að fara á ballið á ströndixmi í kvöld?“ spurði Angie. „Ég veit ekki.“ „Hafðu eina með þér, ef þú kemur.“ „Hvemig á ég að fara að því?“ Angie klappaði á pappírspokann. „Taktu eina flösku af þessu.“ „Hvernig á ég að fara að því?“ „Heldurðu að hún tæki ekki eftir því?“ „Fjandinn hafi það, já, hún tæki eftir þvi. Hvað heldur þú? Ég meina, að hún tæki eftir því.“ Angie þagði andartak, en sagði síðan: „En hvað ég held, — jæja, ef það er partý hjá henni og svo- leiðis — ég meina, það er partý hjá henni núna, er það ekki? Og, jæja, klukkan níu eða tíu, þegar hún hefur fengið sér nokkra sjússa og svöleiðis, heldurðu að hún tæki eftir því, ef þú nappaðir einni kollu? Ég meina — jæja, þú veizt hvemig það er. Ég held, að hún tæki samt ekki eftir því.“ „Andskotirm!“ sagði drengurinn. „Hvað heldurðu að hún sé, eða hvað? Ég er að segja þér, að hún tæki eftir því.“ „Æstu þig ekki upp. Ég á aðeins við, að það væri kannski þess vert að reyna; það er allt og sumt. Óþarfi að æsa sig upp út af því.“ „Ég veit ekki einu sinni, hvort ég ætla að fara á þetta bölvað ball á ströndinni." „Simmons segist í það minnsta ætla að reyna að ná í eina,“ sagði Angie. Drengurinn sagði ekkert. Þeir óku þögulir um hríð, hendur drengsins hvíldu efst á stýrishjólinu. „Hæ, hvar fékkstu þetta fallega armband?” spurði Angie. Hann sýndi Angie silfurarmbandið á sólbrennd- um úlnliðnum. „Þetta? Pabbi sendi mér það. Lízt þér vel á það?“ „Smart,“ sagði Angie. Hann þreifaði eftir þungu silfurarmbandinu, strauk það. „Það er ekkert nafn á því. Af hverju hefurðu ekki nafnið þitt á því?“ Drengurinn losaði úlnliðinn. „Heyrðu! Gríptu ekki í handlegginn á mér, meðan ég keyri bjáninn þinn! Viltu að ég lendi í árekstri?“ „Fyrirgefðu. Ég ætlaði bara .. .“ „Ég hugsa, að pabbi hafi ekki mátt vera að því, að láta grafa á það,“ sagði hann. „Ég meina, ég hugsa að það taki nokkrar vikur, og ég hugsa, að hann hafi viljað láta mig fá það strax. Það er ekta silfur. Ég hugsa að ég ætti að láta grafa á FALKINN 11

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.