Fálkinn


Fálkinn - 19.06.1963, Blaðsíða 13

Fálkinn - 19.06.1963, Blaðsíða 13
 finning ryöur sér til rúms aðallega hér sunnanlands. Auk þess sem hún hefur verið sett upp í íbúð- um þá er kerfið komið í nokkra skóla og kirkjur. Þessi aðferð hefur gefizt vel og við erum nú að færa út kvíarnar og auka framleiðsluna. — Hvernig er hlutfallið á kostnaði milli þessarar upphitunaraðferðar og til dæmis hitaveitu? — Því miður liggja enn ekki fyrir nákvæmar tölur í þessum efnum, en við vinnum að rannsóknum. Eftir þeim tölum sem Hitaveita Reykjavíkur gef- ur upp þá er hitunarkostnaður með heitu vatni 70% af hitunarkostnaði með olíu. Við höfum gert rannsóknir á nokkrum íbúðum með rafgeislahitun og niðurstöður þeirra rannsókna hníga í þá átt, að með þessari aðferð sé kostn- aðurinn jafnvel enn lægri en með heitu vatni. Það mun láta nærri að hitunar- kostnaður á 150 fermetra íbúð sé um 4.000 til 4.500 krónur á ári. — En uppsetningarkostnaður? — Hann mun vera svipaður og venjuleg miðstöðvarlögn. — Og þetta kerfi ykkar er framleitt fyrir allan straum. — Já, við höfum framleitt þetta fyr- ir straum frá 110 voltum að 380 volt- um. Við mundum telja að þessi aðferð okkar hentaði einkar vel þeim sem hafa svokallað toppgjald til dæmis bændum og útgerðarmönnum. Þá mundi hitað upp þann tíma sólarhringsins sem álag- ið er minnst og þannig mundi rafmagn- ið nýtast mun betur. Við höfum nú nýlega fengið tilboð um uppsetningu í tvær verstöðvar þar sem toppgjald er, svo við munum bráðlega getað reiknað út nýtinguna. — Hvernig gengur það fyrir sig, þegar menn panta þetta kerfi eða leita upplýsinga? — Okkur eru sendar teikningar að viðkomandi húsnæði ásamt nauðsynleg- um upplýsingum um einangrun og þess- háttar. Eftir því reiknum við út hita- þörfina og gerum tilboð í verkið. Einn höfuðkosturinn við þessa aðferð er sá, að hvert herbergi er út af fyrir sig og það nýtir rafmagnið enn betur. — Er kerfið alltaf lagt í loftið? — Já, það er svo í flestum tilfellum en einnig á veggi ef það hentar betur að einhverju leyti. í Kópavogskirkju þar sem þessi hitunaraðferð er notuð, var það sett í bekkina. — Er kerfið komið í margar kirkj- ur? — Það er komið í nokkrar og hefur Framhald á bls. 28. .. .. ,-i. . FÁLKINN heimsækir Rafgeislahitun FALKINN 13

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.