Fálkinn


Fálkinn - 19.06.1963, Blaðsíða 15

Fálkinn - 19.06.1963, Blaðsíða 15
 depilinn. Þú munt finna smám saman að þú verð- mun þig syfja meir og meir og þú munt þrá það Horfðu fastar og fastar á Kvíta ur þreytari og þreyttari. Síðan eitt að fá að hvílast . .. GREIN EFTIR VIN HÓLM Fyrstu kynni mín af dáleiðslu var Siggi rauði. Við vorum herbergisfélagar á héraðsskóla. Hafði hann þriggja ára forskot á mér og var því oftast sú leiðarstjarna, sem ég sigldi eftir. Nafn sitt hafði Siggi rauði fengið út á rauða hárið sitt, en annars bar hann það með rentu, því hann var einnig hárauður á himni stjórn- málanna. Eftirlætis hugðarmál Sigga rauða var þó ekki pólitíkin, heldur fyrirbærin, sem henni valda: sáltruflanirnar. Sálfræði átti allan hug félaga míns, og þar var dáleiðsla hátt á lista. Gerði hann margítrekaðar tilraunir til að dá- leiða mig, en: án árangurs. Eitt sinn er: ég; lá afslappaður á rúmi mínu og hlustaði á sefandi orð Sigga, datt mér allt í einu í hug að skipta um hlutverk. Spurði ég Sigga hvort ég mætti ekki reyna að dáleiða hann. Það var allt í lagi, og lagðist þá Siggi fyrir, en ég tók við blýanti, sem á hafði verið festur lí.till, hvítur depill, og byrjaði að hreyfa hann fram og aftur fyrir framan augu hans um leið og ég tautaði: „Horfðu fastar og fastar á hvíta depilinn. Þú munt finna smám saman, að þú verður þreyttari og þreyttari. Síðan mun þig syfja meir og meir og þú munt þrá það eitt að fá að hvílast. Horfðu fastar og fastar á depilinn, sem nú mun fjarlægjast þig lengra og lengra og að lokum muntu sjá hann eins og litla stjörnu í fjarlægð. Nú svífur þú til stjarnanna, og þegar þú lítur í kringum þig, sérðu þúsúndir ljósdepla. Þessir ljdsdeplar byrja að snúast í kringum þig, og nú ferð þú að snúast sjálfur. Þú snýst hraðar og hraðar, eii um leið og þú snýst, gleymir þú þér. Þú sofn- ar. Þú sofnar. Þú sofnar.“ Nú hafði Siggi rauði lokað augunum og beið ég nú þögull í nokkrar mínútur til þess að sjá hverju frám yndi. Satt að segja var ég með lífið í lúkunum þessar mínútur, því ég var hræddur um, að ef til vill væri ég að gera eitthvað, sem ég réði ekkert við Hvað myndi koma fyrir, ef ég gæti ekki vakið Sigga? Ég herti þó upp hugann og sagði: „Siggi, opn- aðu augun óg seztu upp.“ Hann gerði það, þreytulegá þó, og starði út í loftið. Ég talaði við hann og uppgötvaði fljótlega, að hann var öðruvísi en hann var vanur að vera. Þött ég vissi ekki mikið um dáleiðslu um þessar múndir, hafði ég lært ýniislegt í sam- ræðum við Sigga rauða um áhrif hennar. Ákvað ég því að gera nokkrar tilraúnir með hann. Ég vissi, að hægt var að láta dáleiddan mann sjá ofsjónir, þannig að hann sæi hlut, sem alls ekki var til staðar. Sagði ég Sigga, að köttur væri á rúminu (sem auðvitað var lygi) og bað ég hann að lýsa honum. Gerði hann það í nákvæmum dráttum, sagðist sjá stóran, brönd- óttan kött. Heyrði Siggi köttinn meira að segja mjálma. Þegar ég bað Sigga um að klappa honum, gældi hann við „loftið“ rétt fyrir ofan rúmið, alveg eins og hann væri að klappa ketti. Þegar ég hafði sagt, að kötturinn væri farinn, lét ég Sigga bisa við 200 kílóa ímyndaðan „kassa“ á gólfinu. Tók hann ógurlega á, en tókst þó ekki að bifa „kassanum", fyrr en ég sagði, að nú hefði hann öðlazt yfirnáttúrlega krafta. Þá lyfti hann honum léttilega. Ótrúlega aukið minni er einn af eiginleik- um dáleidds manns. Því dýpri sem dáleiðslan er, því betra er minnið. Sálfræðingar hafa komizt að raun um, að hægt er að láta sál- sjúklinga rifja upp löngu gleymda atburði með aðstoð dáleiðslu. Oft hafa þessar upprifjanir góð áhrif á sjúklingana, sem oft „endurlifa“ þessa gömlu atburði. Upprifjun á atburðum frá t. d. fimm ára aldri orsakar það oftast, að hinn , dáleiddi talar eins og fimm ára barn, þegar hann lýsir atburðunum. Oft koma fyrir spaugi- leg atvik, þegar menn eru þannig látnir fara „aftur í tímann“. Einn virðulegur maður hafði verið fluttur aftur til eins árs aldurs, þegar hann skyndilega byrjaði að væta buxurnar. Ég sagði Sigga rauða að ímynda sjálfan sig sem þriggja ára og bað hann síðan að segja mér frá einhverjum atburðum. Hann sagði mér frá ýmsu, sem fyrir hann hafði komið, en til þess að ganga úr skugga um, að hann segði rétt frá, spurði ég hann upp á hvaða vikudag 4. afmælisdagurinn hans hefði borið. Ég gat auðvitað ekki dæmt um sannleiksgildi frásagna „Sigga litla“, þar sem ég þekkti ekkert til bernsku hans. Ef hann hins vegar gæti sagt mér vikudaginn sem 4. afmælisdagur hans hefði borið upp á, væri það að sjálfsögðu óbein sönn- un. Þetta gerði hann auðveldlega. Ég bar svar- ið síðan saman við almanakið, og reyndist það rétt. Þegar maður verður vitni að slíkum af- rekum dáleiddra manna, getur maður ekki annað en furðað sig á því, að enn skuli vera til menn, sem álíta dáleiðslu aðeins uppgerð og leik. Það hlýtur t. d. að vera erfitt að ímynda sér, að dáleiddur maður, sem skorinn er upp gjörsamlega sársaukalaust, sé aðeins að leika og geri sér upp sársaukaleysið. Siggi rauði hafði sagt mér, að afköst manna ykjust venjulega allt upp í 60%, þegar þeir væru dáleiddir, og oft gætu menn gert ýmis- legt í dáleiðslu, sem þeir gætu ekki undir venju- legum kringumstæðum. Einnig sagði hann mér, að ávallt myndaðist sérstakt „samband“ á milli þess sem dáleiðir og hins dáleidda. Til þess að rannsaka þetta „samband“, bað ég einn af skóla- félögum mínum að segja Sigga rauða að fram- kvæma eitthvað. Þegar hann gerði það, var eins og Siggi heyrði ekki til hans, enda hreyfði hann sig ekki, þótt honum væri skipað að hoppa yfir línu. Ef ég hins vegar sagði Sigga rauða að hlýða skólafélaganum var öðru máli að gegna. Þá gerði hann allt, sem honum var sagt. Næst lét ég Sigga setjast við skrifborð það, sem við lærðum lexíurnar við. Þar höfðum við ritvél og bað ég hann að skrifa fyrir mig vísu. Fyrir utan gluggann var hríð og slæmt veður. Stormhrinurnar börðu á gluggann, og það hef- ur líklega haft áhrif á kveðskap Sigurðar. Ég vissi, að hann hafði aldrei haft áhuga fyrir því að gera vísur og kunni því ekkert til stuðla og höfuðstafa. Vísan varð samt merkilega góð. Framh. á bls. 30. FÁLKIISN 15 \

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.