Fálkinn


Fálkinn - 19.06.1963, Blaðsíða 16

Fálkinn - 19.06.1963, Blaðsíða 16
AGI, SKIPUIAGNING OG LINSODIN EGG eftir Gísla Ástþórsson Ef Strandakirkja bregst mér, þrátt fyrir áheitið og konan mín verður lasin aftur, þá ætla ég að birta svohljóðandi auglýsingu í dagblöðunum: Dagfarsgóðan eiginmann vantar lœkni, hjúkrunarkonu, matreiðslu- konu, innkaupastjóra, stofustúlku, gangastúlku, dyravörð, /símastúlku, garðyrkjumann, þvottakonu, sauma- konu, fatapressara, hárgreiðslukonu, kennara, baðvörð og röskan sendi- svein. — Upplýsingar í síma 16860. Mér hefur líka dottið 1 hug að hafa auglýsinguna svona: Hjááááááááááálp! Upp lýsingar í síma 16860. Ekki svo að skilja, að ég sé ekki starfi mínu (eða störfum) vaxinn. Það er ekki meiri vandi að stjórna heimili en pjakka þessa stafi sem ég er nú að pjakka: pjakk, pjakk, pjakk, pjakk, PJAKK! Meinið er þetta: ég er á undan samtíð minni. Fólk tortryggir mig. Það öfund- ar mig af hæfileikum mínum, vantreyst- ir kenningum mínum og fellur bókstaf- lega í stafi þegar það sér hve glæsilega ég handleik afþurrkunarklútinn. Lykillinn að góðri hússtjórn er skípu- lagning. Þar gildir nákvæmlega sama reglan og við önnur störf. Sá maður, sem kann ekki að einbeita sér, á ekkert að gera við svuntu, alveg á sama hátt og sá maður, sem kann ekki að lesa á dýptarmæli, á ekkert að gera við kaf- bát. Þá er sú manngerð sjálfkrafa úr leik, sem sífellt rýkur úr einu í ann- að. Forstjóri Pokavers væri ekki með fimm þúsund króna ístru, ef stúlkan, sem saumar saman botnana á hundrað kílóa pokanum hans, væri með annan fótinn uppi á skrifstofu að sleikja um- slög. Forstjóri Pokavers veit ofurvel, að munurinn á ístrubelg og flatbelg er munurinn á skipulagningu og glund- roða. (Pjakk!). Um daginn er ég að ryksuga gang- dregilinn, þegar dyrabjallan hringir. Ég ryksuga eins og ekkert hafi ískorist. Hálfri stundu seinna er enn verið að djöflast á bjöllunni. Ég tek ryksuguna úr sambandi, blæs úr munnstykkinu, ber ruslið út í öskutunnu, leysi eina krossgátu mér til afþreyingar, les lin- 16 FÁLKINN soðna eggjakaflann í matreiðslubók Helgu Sigurðar, skola úr nokkrum bux- um (förum ekki lengra út í þá sálma), kembi skyrið úr hárinu á Hólmfríði, vaska upp og fer til dyra. „Viljið þér gerast áskrifandi að Þor- gils gjallanda fyrir fjögur hundruð og fimmtíu krónur í sex hundruð eintaka tölusettri viðhafnarútgáfu á þrjú hundr- uð gramma frönskum gljápappír, með formála eftir Jónas Sveinsson og mynd- skreytingu eftir Þorgeir í Borg og níu millimetra gotneskum upphafsstöfum úr átján karata gulli á kilinum?“ segir maðurinn. „Nei,“ segi ég. Þannig tafðist ég aðeins um sautján sekúndur vegna þessarar dyrakvaðning- ar, auk þess sem ég notaði ferðina til þess að þurrka vandlega af dyrabjöll- unni. Lagið er agi, og karlmaður sem tekur við hússtjórn, rekur sig skjótlega á að það fyrsta, sem hann þarf að aga, er eiginkonan. Hann rekur sig líka skjót- lega á, að þó að eiginkonur láti stund- um að stjórn langsum, þá láta þær aldr- ei að stjórn þversum. Allar eiginkonur veraldar hafa eiginmenn sína grunaða um að vera fábjána, og þegar þær fá hita, verður þetta hrein ástríða. Ég veit um konu, sem byrjar að tala barnamál við manninn sinn þó hún fái ekki nema þrjár kommur, og í síðustu inflúensu, þegar hún komst upp í 39.5, þá gerði hún ráðstafanir til að koma honum í skólagarðana. Eina vörn eiginmannsins þegar svona er komið, er að jánka öllu sem eiginkonan segir. Fyrrgreindur eig- inmaður segir mér til dæmis, að þegar konan hans byrji að æpa af sóttarsæng hvort hann sé búinn að ryksuga, þá svari hann umsvifalaust já, þó það sé nú eitthvað annað. Svo læðist hann fram úr klukkan þrjú um nóttina, breiðir úlp- una sína vandlega yfir ryksuguna og ryksugar allt húsið við kertaljós. Það er fylgikvilli eiginkvenna með hitasótt, að þær fá þá flugu í höfuðið að húsið sé (eins og þær orða það) að sökkva. Ef gólfin eru ekki sópuð sextán sinnum á dag, þá byrja þær að skjóta á mann illkvittnislegum bröndurum um jarðýtur og dót. Kunningi minn, sem er nærsýnn, segir mér að eitt sinn þeg- ar hann var að sópa eldhúsgólfið, hafi hann dottið niður í kjallara. „Hvað ertu að gera, elskan?“ kallaði konan hans. „Sópa,“ ansaði hann. „Ég heyrði dynk,“ sagði konan hans. „Ég datt niður í kjallara,“ sagði hann, „Jæja, elskan,“ sagði konan hans, „mikið þykir mér vænt um það.“ Eiginkonur fá aldrei hitavott nema stórþvottur sé daginn eftir. Þær geta þá ekki heldur nærst á neinu nema linsoðnum eggjum. Þær sjá veröldina sem eina allsherjar linsoðna eggjaköku. Nú er það alkunna, að það sem einn kallar linsoðið egg það kallar annar harðsoðið egg, og ekki verður þessi tak- markalausa eggjafýsn útskýrð með því að menn verði hamingjusamari af því að éta hænuegg en bara rétta og slétta ýsu. Þvert á móti hefur eggið á sér vont orð í mannkynssögunni, samanber þeg- ar Kólumbus (sem ég hef nú aldrei verið eins hrifinn af og ýmsir aðrir) reifst um það heila nótt suður í Portú- gal hvort egg gæti staðið upp á end- ann. Menn eru sífellt að vitna í þennan atburð sem dæmi um yfirburðargáfur Kólumbusar, en mér finnst satt að segja allt framferði hans í málinu ærið hæpið. Það er enginn vandi að láta egg standa upp á endann úr því að búið er að brjóta á því endann. Það er svindl að mínum dómi, og ég hefði hiklaust dæmt Kólum- bus úr leik og gott hvort ég hefði ekki dæmt eggið úr leik líka og brotið það á hausnum á honum. Þegar konan mín verður lasin, byrjar suðið um linsoðnu eggin. „Hvað viltu fá að borða?“ segi ég. „Linsoðið egg,“ segir hún. „Hvað viltu fá á eftir?“ segi ég. „Linsoðið egg,“ segir hún. „Hvað viltu fá með kaffinu?“ segi ég. „Linsoðið egg,“ segir hún. „Líður þér nokkuð skár?“ segi ég. „Linsoðið egg,“ segir hún. Ég læt liggja á milli hluta hvernig um er að litast í hjónarúmi, sem verið hefur vettvangur linsoðinna eggja síð- ustu dægrin.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.