Fálkinn


Fálkinn - 19.06.1963, Blaðsíða 20

Fálkinn - 19.06.1963, Blaðsíða 20
FÁLKINN VIKU BiAÐ I’á'Tr áftur orðið friðsælt í þjóðmálunum eftir kosningastríðið. 1 þessari grein er spjall- að um kosningasmölun og ýmislegt skemmti- legt, sem gerðist á kosningadaginn. AS LOKNIIM HILDARLEIK Fagurt er til fjalla, þegar sólin hellir blóði sínu á fjallstindana í morgunsár- ið og búsmali bítur í makindum í hlíð- unum, enda þótt stöku sinnum taki rolla sig út úr hópnum og ætlar að skunda brott. En þá er smalinn vaknað- i ur og sendir þegar hund sinn fyrir I hana. Smalinn er ungur og frískur piltur, fullur af metnaði og þrá og unir sér vel mitt inn í rómantík víðernanna. Enn er hann bara ungur drengur, sem ætlar að verða stór. Og þarna í hjá- setunni liggur hann í bókum og verð- ur fjölfróður. Hann hefur til dæmis les- ið Auðfræði eftir séra Arnljót. Kannski verður hann auðugur og ríkur. Og þó þetta er samvizkusamur piltur og vill ekki vamm sitt vita; venjulega vantar ekki neitt af ánum hjá honum á kvöld- in. Tímar líða og ungi drengurinn sprett- ur úr grasi og vex fiskur um hrygg. Hann verður mikill vexti og stór and- lega að eigin áliti. Hann þrælar myrkr- anna á milli til að hafa í sig og á. En hann veit að honum er ekki ætlað að moka skít alla ævi. í brjósti hans blund- ar metnaðurinn; hann er ekki saklaus lengur, hann er orðinn kjöftugur og stundum lyginn. Smátt og smátt sér hann þjóðfélagið breytast. Hann öðlast kosningarétt og kjörgengi og af heilum hug tekur hann þátt í skrípaleiknum fjórða hvert ár. Hann lifir þrjá Moggaritstjóra, hann lifir það, að sjá Tímaritstjóra skrifa littertúr. En þá er hann kominn á hressingarheimili. Og til þess að geta komizt á kjörstað, verður að bera hann. Það gerir smalinn, kosningasmalinn. Og hann segir honum að kjósa rétt. En hinn gamli smali veit ekki lengur mun- inn á réttu og röngu. Hann er orðinn eins og búsmalinn forðum. Kosningar eru mesta komedían, sem hér er leikin. Smalinn á þar stærstan hlut að máli. Án smalans væru heimt- urnar á kosningadaginn lélegar. Smala- starfið er því orðið eitt hið mikilvæg- asta í þjóðfélaginu. Það er jafn þýðing- • arrníkið og starf fjársmalans áður, enda 20 FALKINN þótt í kosningar sé aðeins réttað á fjögurra ára fresti. Þannig eykur tungan merkingu orða með breyttum tímum. Njósnari er núna til dæmis orðið virðingarheiti, titillinn landráðamaður er nú á dögum sparað- ur svo, að hann fái ekki aðrir en ráð- herrar og þingmenn. Og Þjóðviljinn nefnir þá menn aðeins bófa og sauða- þjófa, sem honum þykir sérstaklega mikið til koma og öfundar. Því verður sagt með sanni, að ritstjórar vorir kunni sér hóf í orðavali. — Hvar er Framsóknarkassinn? spurði karl nokkur, sem búinn var að greiða atkvæði og ætlaði að setja seðil- inn í kassann. Honum var sagt, að það væri einn kassi fyrir öll atkvæðin, og varð hann að láta sér það lynda, þótt honum þætti súrt í broti. En smalinn sem komið hafði með karl þennan á kjörstað brosti breitt, þegar hann heyrði söguna, klappaði gamla mannin- um á öxlina og sagði: — Þetta líkar mér. Þú hefur hjartað á réttum stað. Þannig hefur smalinn vit fyrir sauð- unum á kjördag á sama hátt og þegar hann rak þá af fjalli. Að vísu getur blessuðum smalanum förlast stjórnin. Það er mannlegt að skjátlast eins og foringjar stjórnmála- flokkanna vita manna bezt. Einhverju sinni var komið með afgamla kerlingu á kjörstað. Hún var málstað sínum trú. Eysteinn var sólin í hugarheimi hennar, en Þórarinn tunglið. Og hún greiddi sitt atkvæði. Hún sagði smalanum sínum frá því á eftir, að hún hefði teiknað næturgagn fyrir framan B. — listann. Á margan annan hátt læðist áróður andstæðinganna inn í huga sómakærra manna.Sagan greinir frá prentara, sem hafði alltaf fylgt Alþýðuflokknum að málum. Einhverju sinni fyrir kosning- ar var honum skipað að prenta áróðurs- plögg fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Þá rúm- aðist aðeins eitt stórt D. í höfðinu á honum. Og djarfur og hraustur gekk hann á kjörstað og krossaði við D. En smalinn sat eftir með sárt ennið.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.