Fálkinn


Fálkinn - 19.06.1963, Blaðsíða 27

Fálkinn - 19.06.1963, Blaðsíða 27
Rg ttúít Méía Hægt er að gera gamlan stól sem nýjan með nýju áklæði. Auðvelt er að sauma það sjáKur. Hér eru tvær til- lögur, hvorutveggja regluleg kross- saumsmynstur, sem hægt er að sauma í ullarjana eða krosssaumsléreft. Mynst- ur þessi eru líka falleg í púða, töskur eða refla. Fara verður eftir stærð sætisins. Sé saumað í hörléreft er saumað með 3- þættu áróragarni éða 2-þræða tvist yfir 2-þræði í efninu — hæfilegur grófleiki á efninu eru 10 þræ'ðir = 1 cm. Sé hins vegar saumað í jana eða stramaj er saumað með ullargarni og í síðara til- fellinu þarf að fylla upp. Fjögralaufa mynstrið er saumað með olivugrænum lit á blöðunum og dökk- grænum lit á römmunum. Fléttu- mynstrið er hins vegar saumað með bláum lit. En auðvitað er hægt að velja aðrar litasamsetningar t. d. 2 rauðir eða 2 gulbrúnir litir saman. Teiknið sporið á pappír eftir gamla aklæðinu. Áætlið um 5—6 cm. brún í kring. Sníðið síðan efnið eftir pappírs- sniðinu, teiknið ,á xöngu efnisins stærð sjálfrar setunnar. Merkið þessa línu með þræðigarni, svo auðvelt sé að átta sig á hversu langt út útsaumurinn má ná. Varpið ailt í kringum efnið og finn- ið miðju efnisins með því að brjóta efn- ið á báða vegu. Markið miðlínurnar með þræðigarni. Byrjið á fjögurra laufa mynstrinu á miðju efnisins. Hafið miðju eins smár- ans í miðjunni. Byrjið hins vegar fléttu- mynstrið framan á sætinu á miðjunni, þar -sem örin er á skýringarmyndinni. O^Mteiktar kartcflu? tnet kekteilpifUum Ávalar, stórar kartöflur. Smjör, salt. 3 iitlar pylsur í hverja kartöílu. Hrærðar kartöflur. Burstið kartöflurnar (þurfa að vera stórar), kljúfið þær að endilöngu, ber- ið smjör eða matarolíu í sárið. Stráið dálitlu salti á. Raðið kartöflunum í smurt eldfast mót, bakið þær við meðal- hita um 20 mínútur. Takið kartöflurn- ar út og raðið 3 litlum pylsum á hverja kartöflu. Sprautið hrærðum kartöflum í kring. Sett inn í ofninn á ný, þar til litur er kominn á kartöflurnar. FALKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.