Fálkinn


Fálkinn - 19.06.1963, Blaðsíða 30

Fálkinn - 19.06.1963, Blaðsíða 30
CLOZONE verndar hendur yðar deginum, ef þér notið CLOZONE. CLOZONE er framleitt sérstak- lega fyrir þvottavélar. Sparið þess vegna tíma og áhyggjur — veljið CLOZONE. Heildsölubirgðir: EGGERT KRiSTJANSSON&CO H.F Sími.H400 DálciAslaii ... Framhald af bls. 15. Ég man hana ennþá. Hún er svona: Veðrið er vont um nætur. Vesæl móðir úti grætur. Gnýstandi Kári stynur. Sólin er horfin, enginn vinur. Síðan vakti ég Sigurð, og varð hann mjög hissa á því, að mér skyldi hafa tekizt að dáleiða sig. Samband mitt við Sigga rauða hefur líklega vakið áhuga minn á dáleiðslu, sem síðan hefur aldrei slokknað. Ég hef komizt að því, að dáleiðsla hefur verið þekkt fyrirbrigði frá því í fornöld. Fólk vissi þó ekki almennt um hana, fyrr en maður að nafni Mesmer kom fram á sjónarsviðið. Hann tók að sér að lækna 30 FÁLKINN fólk í hópum með aðstoð dáleiðslu. Not- aði hann mikið segla til þess að inn- leiða dáleiðsluna, og síðan framkvæmdi hann ýmis ,,kraftaverk“, svo sjúkling- arnir streymdu til hans. Var dáleiðsla þá kölluð „mesmerismi11, og trúði Mes- mer því sjálfur, að hún væri af völdum englanna og segulsviða þeirra. Þetta minnir töluvert á hina miklu notkun japanskra segularmbanda, sem nú eru svo mikið í tízku á íslandi. Þar eru það seglar í armböndum, sem sagðir eru hafa þau áhrif á manninn, að ýmsir kvillar læknist. Erum við íslendingar þátttakendur í fjöldadáleiðslu með segl- um, svipað og Mesmer framkvæmdi á sínum tíma? Látum við trúgirni okkar spila með okkur? Eða hafa seglarnir einhvern raunverulegan lækningamátt? Á þessu eru mjög skiptar skoðanir og vinnst ekki tími til að fara út í þá sálma. Vil ég aðeins benda á, að ef þessi segul- armbönd gera gagn — eins og raun virðist bera vitni — auka vellíðan hjá fólki eða orsaka það, að því finnist sem það losni við einhvern kvilla, þá er eng- in ástæða að nota þau ekki, hvernig svo sem lækningin á sér stað í raun og veru. Dáleiðsla er allt. of lítið notuð við lækningar, kennslu eða aðra þætti mann- legs lífs. Reyndar hefur hún þegar gert mikið gagn á mörgum sviðum læknavísindanna. Hún hefur gert inn- reið sína inn í tannlækningastofirr, inn á skurðstofur og inn á fæðingadeildir. Hún er einnig mikið notuð af sálfræð- ingum, eins og fyrr getur. Samt sem áður er hún langt í frá að vera almenn. Almúgamaðurinn kynnist dáleiðslunni fyrst og fremst í gegnum skemmtana- lífið, þar sem hún er notuð til þess að framkalla hlátur hjá áhorfendum. Þetta hefur orsakað það, að allur almenning- ur hefur mjög rangar hugmyndir um dáleiðsluna í heild. Til dæmis þykir það vera niðurlæging að vera móttæki- legur fyrir dáleiðslu, því það sé að- eins veikgeðja fólk, sem sé opið fyrir dáleiðslu. Sannleikurinn er hins vegar sá, að flestir eru móttækilegir fyrir dá-

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.