Fálkinn


Fálkinn - 19.06.1963, Blaðsíða 34

Fálkinn - 19.06.1963, Blaðsíða 34
PANDA DG UPPFINNINGAMAÐURINN MIKLI Um leið og lögreglumaðurinn ætlaði að fara hefjast handa, kom einkennileg fylking út úr búð hattamak- arans. „Já, það er svo sannarlega kominn tími til að grípa í taumana hér,“ sagði lögreglumaðurinn við sjálfan sig. „Hvar skyldi hann vera þessi snarbrjálaði uppfinningamaður? Það er auðvitað hann, sem stend- ur að baki þessum ósköpum." Einmitt þá hljóp upp- finningamaðurinn, Tómas Hugsuður út úr búðinni. „Þær vinna ekki rétt uppfinningarnar mínar,“ muldr- aði hann í barmi sér. „Ég verð að finna upp vél, sem stjórnar þeim. Það er dásamlegt vandamál.“ „Já, það er dásamlegt vandamál,“ endurtók lögregluþjónninn og greip í hálsmálið á Hugsuðinum. „Sleppið mér,“ bað Hugsuðurinn, „vélarnar mínar eru stjórnlausar. . .“ „Já, en nú ert þú undir stjórn og eftirliti,“ sagði lögregluþjónninn. „Og ég get fullvissað þig um það, að hér færðu ekki tækifæri til að ráðast á neinn.“ En því miður hafði lögregluþjónninn ekki reiknað með virkni og gáfum vélanna. Hinn sjálfvirki hamar sá að þessu þyrfti að gefa gaum og gaf lög- regluþjóninum vel úti látið högg á fótinn. En Hugs- uðurinn gerði sér fyllilega grein fyrir að þessu síðasta verki yrði bætt á syndalistann og tók til fótanna. En á meðan flýði Panda undan vélunum eins hratt og hann gat. Hann reyndi að hugsa um á flóttanum, hvernig hann slyppi bezt undan vélunum. Hann vissi, að hann gat ekki farið aftur inn í hús, því að veggir og hurðir voru vélunum engir farartálmar. Þá blasti við honum bygging, sem virtist nógu traust til að standast þær. „Þetta virðist vera virki,“ sagði hann við sjálfan sig, „bara að ég komist þar inn í tíma.“ Panda hljóp svo hratt, að hann tók ekki eftir skilti sem á stóð: „STANZ. HERNAÐARLEYNDARMÁL. NJÓSNURUM BANNAÐUR AÐGANGUR." Verðirnir störðu undrandi á það, sem var að gerast. Allt í einu hrópaði einn af þeim upp: „Árás. Vélvæddar her- sveitir á leiðinni. Kveðjið menn til vopna.“ 34 FALKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.