Fálkinn


Fálkinn - 19.06.1963, Blaðsíða 38

Fálkinn - 19.06.1963, Blaðsíða 38
Svartir og livííir .. . Framh. af bls. 36. erfiðara. Hvítu mennirnir koma sér alls ekki saman, og í sumum tilfellum er enn meira bil á milli þeirra en hvítra og svartra. Stór hópur hvítu mannanna eru Afríkanarnir, þeir sem tala svokall- aða afríkönsku. Það eru innflytjendur frá Hollandi, Frakklandi, Þýzkalandi og víðar. Þeir tala sérstakt mál, sem er blanda af mörgum tungumálum. Þessir menn hafa si'irka þjóðernistil- finningu og eru mjög hreyknir af máli sínu. í öllum helztu og áhrifamestu embættum landsins eru Afríkanar. Þeir líta niður á okkur Englendingana, og framkoma þeirra við okkur er mjög ruddaleg. Gífurlegur fjöldi lögreglu- manna er í landinu, og þeir eru nær allir Afríkanar. Þeir fara oft svívirði- lega illa með svertingjana, og beita ruddalegum brögðum. Framkoma þeirra minnir töluvert á nazista. Englending- ar verða oft fyrir barðinu á þeim. Það eru oft þessir lögreglumenn, sem eru valdir að skærum þeim, sem verða milli hvítra og svartra.“ Þegar hér er komið sögu, hefur Brad- field marg endurtekið, að það sé erfitt að skýra frá þessu, eins og það raun- verulega er. Menn verði að kynnast því sjálfir. Hann segir, að mönnum hér á íslandi muni ugglaust finnast það skrítið, að hann skuli vera hlynnt- ur aðskilnaðinum. „En það er eini möguleikinn, sem hvítu mennirnir eiga í dag, og að mínu viti, eina færa leiðin til að forða blóðbaði eða einhverju enn verra.“ segir hann. Þegar Bradfield var smástrákur voru margir beztu félagar hans, svertingjar. Þeir máttu leika sér saman. Þegar hann stækkaði var honum kennt hvernig hann mætti umgangast svertingja, smátt og smátt fjarlægðist hann þá eftir því sem árin liðu. Hann segir: „Þetta er mjög eðlilegt. Ég hef alls enga fyrirlitningu á svertingjunum. Reglurnar og lögin banna okkur að um- gangast þá nema að vissu marki. Við lærum fljótlega hvernig við megum umgangast þá. Það er ekki þar með sagt, að við tölum ekki við svertingja sem við þekkjum, ef við hittum hann á götu. En þeir óttast hvíta manninn, og ég hef oft vorkennt þeim innilega, þegar þeir halda að þeir hafi brotið eitthvað af sér, og byrja að titra af ótta. Þegar maður kynnist öðrum þjóð- um, verður þetta allt svo óraunveru- legt. Fyrir mann, sem elst upp við slíkt fyrirkomulag, er þetta ekkert at- hugavert. Um þessi mál er hægt að skrifa bók, margar bækur. Satt að segja er ógerlegt að útskýra þau með orðum, og það allra sízt í stuttu viðtali. Ég veit, að fyrir það sem ég hef sagt verð ég stimplaður negrahatari, eða eitthvað því líkt. Menn kunna að segja, að svert- ingjarnir séu látnir þræla í námunum, vinna öll verstu verkin og hvíti lýður- inn lifi á vinnu þeirra og skammti þeim skít úr hnefa. Þessu er til að svara, að til dæmis svertingjarnir, sem vinna í námunum, eru mjög ánægðir með hlut- skipti sitt. Þeir fá föt, heima fengu þeir engin nema dýraskinnin. Þeir fá fæði, heima var það oft takmarkað. Þeir fá peninga (þó litlir séu), heima fengu þeir enga. Þeir geta keypt sér meira af litfögrum skyrtum, gervi-gull- hringa, hvíta skó. Þeir eru ánægðir með lífið og tilveruna. En þetta kallið þið kynþáttamisrétti. Ég skil það mjög vel eftir að hafa verið á Norðurlöndum og Englandi í tvö ár. En hvað á að gera? Gerið ykkur í hugarlund hvernig myndi fara, ef öllum þessum fjölda yrði allt í einu veitt öll þau réttindi, sem hvítir menn hafa. Munið, að mikill fjöldi þessa fólks kemur beint úr leirkofum. Nei, þessar breytingar geta ekki orðið nema smátt og smátt, — á tugum ára.“ „Þið eigið annars gott, að vera laus- ir við þetta.“ ★ Það var ótal margt fleira, sem Brad- field gat sagt okkur. Kannski tölum við betur við hann seinna, en þetta verður að nægja í bili. En það getur verið, að þá hafi hinn svarti maður í S-Afríku risið upp og brotið af sér fjötra hvíta mannsins. Ef svo verður, þá er ekki að vita hvenær Bradfield fer heim til sín aftur. MIKKI, BIKKI Eitthvað hrœðilegt hefur komið fyrir S JERKLlAS. Eru nú horngrýtis þefararnir komnir enn þá einu sinni Sj£ðu tií... það sem 6g vildi sagt hafe., akilurðu... 6g 6 vi8.. 6j or alvoc ey3ilðea oœði 6 sál og líkaraa... 38 FALKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.